12. febrúar 2019

Hönnunarsjóður - Opið fyrir umsóknir

Búið er að opna fyrir umsóknir um almenna- og ferðastyrki í Hönnunarsjóði.
.
08. febrúar 2019

Urban Nomad vegghillurnar í verðlaun fyrir handhafa Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

Urban Nomad vegghillurnar eftir Jón Helga Hólmgeirsson vöruhönnuð frá Fólk Reykjavík voru í verðlaun fyrir handhafa Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands.
.
07. febrúar 2019

Hvernig á að ná góðum tökum á sölustarfi erlendis?

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins býður til fundar í samstarfi við Nýsköpunarnefnd FKA býður til fundar þar sem umfjöllunarefnið er hvernig íslensk fyrirtæki geta náð góðum árangri í sölustarfi erlendis.

.
04. febrúar 2019

Skuggaleikur á Hönnunarsafni Íslands - Safnanótt 2019

Hönnunarsafn Íslands býður upp á skuggateiknismiðju í tilefni af Safnanótt föstudaginn 8 febrúar næstkomandi í tengslum við sýninguna Safnið á röngunni með Einari Þorsteini.  .
25. janúar 2019

Hugmyndasamkeppni um sögu- og tæknisýningu í Elliðaárstöð og umhverfi

Orkuveita Reykjavíkur í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til lokaðarar hugmyndasamkeppni, að undangengnu forvali, um sögu- og tæknisýningu í Elliðaárstöð og nánasta umhverfi hennar, nærliggjandi húsum í eigu OR og tengingu við útivistarsvæðið í Elliðaárdal.

.
22. janúar 2019

Theodóra Alfreðsdóttir tilnefnd til Formex verðlaunanna 2019

Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir er tilnefnd til Formex Nova Designer of the Year 2019 verðlaunanna en verðlaunin verða afhent í ágúst. Þess má geta að Ragna Ragnarsdóttir hlaut verðlaunin í fyrra.

.
11. janúar 2019

LÍFfærin, sýning nýrra glerlíffæra opnar í Ásmundarsal

LÍFfærin er samstarf Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna sem sjálfir hafa gefið líffæri og þegið og gæða hin köldu glerlíffæri lífi með ljósi og hljóði.

.
11. janúar 2019

Nýr kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar

Álfrún Pálsdóttir hefur verið ráðin nýr kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands og mun halda utan um, móta og bera ábyrgð á kynningarmálum Hönnunarmiðstöðvar og þeim verkefnum sem miðstöðin sinnir.
.
09. janúar 2019

Fyrstu fyrirlesarar á Design Talks 2019 kynntir til leiks

DesignTalks 2019 fagnar framúrskarandi fólki sem tekur þátt í mótun betri framtíðar með verkefnum sem víkka mörk þess
mögulega. DesignTalks er einstakur viðburður í tengslum við Hönnunarmars og hér eru fyrstu fyrirlesararnir.

.
06. desember 2018

HA 08 er komið út!

Áttunda tölublað HA, tímarit um íslenska hönnun og arkitektur, kom út á dögunum en þarf gefur að líta hátt í 140 blaðsíður af áhugaverðu efni enda af nógu að taka þegar kemur að íslenskri hönnunarsenu. .
05. desember 2018

Umfangsmikil norræn rannsókn á sviði hönnunar

Niðurstöður einnar umfangsmestu rannsóknar á sviði hönnunar sem gerð hefur verið á Norðurlöndunum leiða í ljós að 2% af vinnuafli Norðurlanda starfa á sviði hönnunar. Ekki er hægt að líta á hönnun sem einn iðnað þar sem hönnun er aðferð sem á við í nær öllum atvinnugreinum. Í auknum mæli er litið á hönnun sem farveg vaxtar og drifkraft til nýsköpunar. .
14. nóvember 2018

20 milljónum úthlutað úr Hönnunarsjóði

Síðasta úthlutun hönnunarsjóðs á árinu fór fram fimmtudaginn 8. nóvember. 108 umsóknir bárust sjóðnum um ríflega 174 milljónir, en hægt er að sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki. .
09. nóvember 2018

Portland sigurvegarar fyrir Íslands hönd i norrænni hönnunarkeppni

Kollhrif, stóll Portland, er sigurvegari í Sustainable Nordic Design Competition. Alls voru 10 stólar tilnefndir frá Danmörku, Noregi, Finnlandi, Íslandi og Svíþjóð, en nú hefur dómnefnd valið einn stól frá hverju landi sem verður fulltrúi sinnar þjóðar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP24) í Póllandi. .
03. nóvember 2018

Basalt arkitektar hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2018

Handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2018 eru Basalt arkitektar fyrir arkitektúr í íslenskri baðmenningu, en þeir hafa lagt ríkulega til þróunar baðstaða og baðmenningar á Íslandi. Einnig var Lava Centre veitt viðurkenningu fyrir „Bestu fjárfestingu“ í hönnun 2018. .
26. október 2018

„Hvert stefnum við?“ – málþing í tengslum við Hönnunarverðlaun Íslands 2018

Í tengslum við afhendingu Hönnunarverðlauna Íslands 2018, er boðið til málþings sem ber yfirskriftina „Hvert stefnum við? – málþing um hönnun í kvikum heimi“. .