12. mars 2020

HönnunarMars 2020 fer fram dagana 24.-28. júní

Í ljósi fordæmalausra aðstæðna hefur stjórn og stjórnendur HönnunarMars ákveðið að færa hátíðina fram í lok júní en hátíðin fer fram dagana 24.-28. júní næstkomandi.
.
04. mars 2020

DesignTalks 2020 - Matthew Woolsey, 66°Norður og  Lucy Black-Swan & Andres Colmenares, IAM

Alþjóðlegur framkvæmdastjóri 66°Norður, Matthew Woolsey og Lucy Black-Swan & Andres Colmenares, stefnumótandi framtíðarrýnar og hönnuðir IAM eru meðal þeirra sem koma fram á DesignTalks 2020 í Hörpu þann 26. mars næstkomandi .
25. febrúar 2020

Hönnunarsjóður úthlutar 19 ferðastyrkjum í fyrstu úthlutun ársins 2020

Úthlutanir Hönnunarsjóðs 2020 verða þrjár á árinu 2020. Í fyrstu úthlutun ársins veitir sjóðurinn eingöngu ferðastyrki. Tuttugu og átta umsóknir bárust sjóðnum sem veitir að þessu sinni nítján ferðastyrki að upphæð 100 þúsund krónur hver. .
25. febrúar 2020

DesignTalks 2020  - Mirko Ilic og Barbara, eftir Garðar Eyjólfsson og Martein Sindra Jónsson

Listamaðurinn Mirko Ilić, Garðar Eyjólfsson, hönnuður og fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands og Marteinn Sindri Jónsson, heimspekingur, tónlistarmaður og aðjúnkt við sama skóla bætast í hóp þeirra sem koma fram á DesignTalks 2020 í Hörpu þann 26. mars næstkomandi.
  .
19. febrúar 2020

Sýningin Hafið - Reflections of the sea opnar í Felleshus í Berlin

Sýningin Hafið - Reflections of the sea opnaði á dögunum í Felleshus, menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna í Berlín en þar eru til sýnis listaverk á fjórða tug íslenskra listamanna sem á einn eða annan hátt eru tengd hafnu og vörur frumkvöðla á sviði sjálfbærrar nýtingar sjávaraafurða.

.
19. febrúar 2020

Halldór Eldjárn flytur inn í Gryfjuna í Ásmundarsal með Plöntugarðinn

Halldór Eldjárn kemur sér fyrir í Gryfjunni í Ásmundarsal á laugardaginn með Plöntugarðinn, vél sem hagar sér eins og hengiplanta. Sýningin verður á  HönnunarMars en um er að ræða sýningu sem er á mörkum listar, tækni og hönnunar.
.
14. febrúar 2020

DesignTalks 2020 - Genki Instruments og MINISOPHY

Jón Helgi Hólmgeirsson, yfirhönnuður Genki Instruments, bætist í hóp fyrirlesara og MINISOPHY eftir Katrínu Ólínu hönnuð og Sigríði Þorgeirsdóttur heimspeking gefur tóninn á  DesignTalks 2020 sem fer fram í Hörpu 26.mars. Þema ráðstefnunnar sem er lykilviðburður HönnunarMars hátíðarinnar er Nýr heimur, nýjar leiðir.
.
12. febrúar 2020

Lestrarhestur og teppi Katrínar Ólínu kynnt á hönnunarvikunni í Stokkhólmi 

Hönnuðurinn Katrín Ólína og finnska fyrirtækið Made by Choice leiddu saman hesta sína og endurhönnuðu smáhillu Katrínar sem frumsýnd var á Stockholm Furniture Fair í síðustu viku. Einnig sýndi Katrín Ólína textíl sem hún vann í samstarfi við Kathea rugs í Svíþjóð.
.
11. febrúar 2020

DesignTalks 2020 - Michael Pawlyn, arkitekt, frumkvöðull og einn af upphafsmönnum Architects Declare

Michael Pawlyn, frumkvöðull á sviði biomimicry og regenerative arkitektúrs, sem er innblásin af náttúrulegum kerfum, talar á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks 2020 sem fer fram í Hörpu 26. mars næstkomandi.
.
06. febrúar 2020

Líf og fjör í Hönnunarsafni Íslands á Safnanótt

Á Safnanótt, á morgun þann 7. febrúar, verða skemmtilegir viðburðir í Hönnunarsafni Íslandsþ Fyrirlestrar frá Dr. Arndís S. Árnadóttir um Svein Kjarval og Guðmundur Oddur Magnússon rannsóknarprófessor við LHI fjallar um myndmálssögu ásamt því að það verður lifandi jazz. Ókeypis inn!
.
05. febrúar 2020

Fjaðurlétt Hildur kynnt á Stockholm Furniture Fair

Margverðlaunaði arkitektinn og hönnuðurinn Valdimar Harðarson kynnir nýja hönnun sína til sögunnar, stólinn Hildi, þessa dagana á húsgagnasýningunni Stockholm Furniture Fair.
.
03. febrúar 2020

FÍT byrjar árið með örfyrirlestrum og ADC*E Night á KEX Hostel

Félag Íslenskra Teiknara verða með viðburð miðvikudagskvöldið 5. febrúar næstkomandi. Á dagskrá eru Art Directors Club of Europe 2019 verðlaun og viðurkenningar verða afhent formlega. Ásamt örfyrirlesturum frá Selmu Rut Þorsteinsdóttur og Birni Jónssyni frá Pipar/TBWA og Viktori Weisshappel Vilhjálmssyni.
.
22. janúar 2020

„Hvað er fólk eiginlega að pæla“ – af hugviti, listum og skapandi greinum

Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöð Íslands skrifar hér um skapandi greinar og brýnir þörfina á að stjórnvöld taki málefnum skapandi greina föstum tökum eins og aðra geira atvinnulífsins og fjárfesta með afgerandi hætti í þeim.

.
16. janúar 2020

„Það er magnað að fylgjast með því þegar svo mikill fjöldi fólks hrífst með; orkan sem því fylgir er svo sterk, eflandi og nærandi.“

Þema DesignTalks 2020 er Nýr Heimur, nýjar leiðir en forsölu á viðburðinn lýkur eftir viku. Hlín Helga Guðlaugsdóttir hefur stjórnað DesignTalks síðastliðin 5 ár og talar hér um þennan lykilviðburð HönnunarMars og dagskrá dagsins á hátíðinni í ár.

.
14. janúar 2020

Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna

Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. 
.