22. ágúst 2014

Menningarnótt 2014 | Viðburðir tengdir hönnun og arkitektúr

Á laugardaginn er hin árlega Menningarnótt í miðbæ Reykjavíkur og því fjölmargir viðburðir tengdir hönnun og arkitektúr á boðstólnum. Hér má finna samantekt á hönnunartengdum viðburðum og er beinn tengilll á hvern viðburð. .
19. ágúst 2014

Hádegisfyrirlestur | Mótun og mikilvægi almenningsrýma

Anna Mansfield og Maria Lisogorskaya, arkitektar frá London, halda stuttan og fróðlegan fyrirlestur í Norræna húsinu föstudaginn 22. ágúst kl. 12:10. Báðar hafa þær mikla reynslu af því að vinna með almenningsrými þar sem lögð er áhersla að virkja notandann í hönnunarferlinu en í fyrirlestrinum verður m.a. fjallað um það hvernig aðlagast skal örum breytingum í borgum sem eru stöðugt í þróun - án þess að glata séreinkennum hennar. Fyrirlesturinn er á ensku og allir eru velkomnir. .
15. ágúst 2014

Ljósmyndasýning í Þjóðminjahúsinu af tísku og torfbæjum

Sýning á verkum sænska ljósmyndarans Lisen Stibeck stendur frá 15. - 22. ágúst í Þjóðminjasafninu. Sýningin nefnist Torfhús og tíska en fyrirsæturnar á ljósmyndnum eru í fatnaði eftir Steinunni Sigurðardóttur, fatahönnuð. .
07. ágúst 2014

Ný námslína fyrir hönnuði og arkitekta í HR

Ný námslína fyrir hönnuði og arkitekta sem vilja byggja upp eða auka við viðskiptalegan grunn sinn hefst 18. september í Háskólanum í Reykjavík og stendur námskeiðið til 18. nóvember 2014. Kennt er tvisvar í viku frá kl. 17:15-20:15. Hönnuðum og arkitektum býðst 15% afsláttur af námskeiðsgjöldum. Umsóknarfrestur rennur á mánudaginn, 11. ágúst. .
05. ágúst 2014

Hönnunarsamkeppni um Laugaveg og Óðinstorg

Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), auglýsir eftir hönnuðum til að taka þátt í forvali vegna hönnunarsamkeppni um endurgerð á yfirborði tvegga svæða í Reykjavík, annars vegar Laugarvegar milli Snorrabrautar og Skólavörðustígs og hins vegar Óðinstorgs. Samkeppnin er lokuð, umsóknarfrestur um þátttöku er til 15. ágúst. .
14. júlí 2014

Opið fyrir umsóknir um ferðastyrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um ferðastyrki hönnunarsjóðs og hægt er að sækja um í þessari atrennu til 1. september. Ferðastyrkirnir eru ætlaðir hönnuðum og arkitektum til að auka möguleika þeirra á að taka þátt í erlendum samstarfs- og kynningarverkefnum, sýningum, viðburðum, ráðstefnum og viðskiptastefnumótum. Hver ferðastyrkur nemur 100.000 krónum. .
14. júlí 2014

Óskað er eftir innsendum greinum í Mænu

Mæna er ritrýnt tímarit um grafíska hönnun á Íslandi, gefið út bæði í prentaðri og rafrænni útgáfu af Listaháskóla Íslands. Nú er óskað eftir greinum vegna næstu útgáfu, í mars 2015, en skilafrestur á innsendum greinum er 22. september 2014. Þemað að þessu sinni er kerfi. .
14. júlí 2014

Ráðstefnan Arts & Audiences í Hörpu í október

Norræna ráðstefnan Arts & Audiences verður haldin í Hörpu 20. og 21. október 2014, í fyrsta sinn á Íslandi en áður hafa þær verið haldnar í Bergen, Stokkhólmi og Helsinki. Að þessu sinni verður sjónum sérstaklega beint að stafrænum miðlunar- og sköpunarleiðum. Forsölumiða er hægt að kaupa til og með 15. júlí. .
11. júlí 2014

Sumargöngur í Hafnarfirði

Menningargöngur með leiðsögn um miðbæ Hafnarfjarðar eru öll fimmtudagskvöld í sumar kl. 20. Gengið er frá Hafnarborg. Nú eru þrjár göngur eftir, á fimmtudaginn verður farið í sögugöngu um gamla bæinn, í næstu viku verða kirkjurnar skoðaðar og í vikunni þar á eftir verður farið yfir sögu bíóhúsanna. .
10. júlí 2014

Sýning á verkum Hjalta Karlssonar í Hönnunarsafninu

Sýning á verkum grafíska hönnuðarins Hjalta Karlssonar stendur frá 14. júní til 5. október 2014 í Hönnunarsafni Íslands. Hjalti hlaut Torsten och Wanja Söderbergverðlaunin í nóvember á síðasta ári við hátíðlega athöfn í Gautaborg. Söderbergverðlaunin njóta mikillar virðingar og eru stærstu verðlaunin sem veitt eru norrænum hönnuði á hverju ári, að upphæð 1 milljón sænskra króna. .
08. júlí 2014

Nýtt starfsfólk í Hönnunarmiðstöð

Þrír nýir starfsmenn hefja störf Hönnunarmiðstöð í ágúst. Um er að ræða stöðu verkefnastjóra í Hönnunarmiðstöð, verkefnastjóra HönnunarMars og ritstjóra nýs tímarits um hönnun og arkitektúr. .
02. júlí 2014

Verk Söru Riel afhjúpað í Breiðholti

Listasafn Reykjavíkur býður íbúum í Breiðholti og öðrum borgarbúum á formlega afhjúpun á vegglistarverkinu Fjöðrinni eftir Söru Riel sem er á fjölbýlishúsinu Asparfelli 2-12 laugardaginn 5. júlí kl. 15. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson afhjúpar verkið. .
02. júlí 2014

Listamannaíbúðir í Vín 2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um listamannaíbúðir/dvöl í Vín á næsta ári 2015 í 1-3 mánuði á vegum KulturKontakt Austria. Umsækjendur þurfa að vera undir fertuga og starfa á sviðum lista eða hönnunar. .
02. júlí 2014

Verkefnastyrkir Creative Europe

Frestur til að skila inn umsóknum vegna samstarfsverkefna í menningarflokki Creative Europe er 1. október nk. Minnst 3 lönd þurfa að vera í samstarfi um verkefni og geta verkefnin gengið þvert á listgreinar. .
01. júlí 2014

Leynivopnið hlýtur silfurverðlaun í hönnunarkeppni Graphis

Hönnunarstofan Leynivopnið hlýtur silfurverðlaun í hönnunarkeppni Graphis, Design Annual 2015. Verðlaunin eru fyrir merki sem hannað var fyrir Systrasamlagið sem er heilsuhof á Seltjarnarnesi, rekið af tveimur systrum, sem bjóða upp á heilsusamlegt góðgæti. .