25. ágúst 2016

Sýning | Tilraun - leir og fleira í Hafnaborg

Föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 20 verða tvær sýningar opnaðar í Hafnarborg. Haustsýning Hafnarborgar 2016, sýningin Tilraun – leir og fleira, í aðalsal safnsins og svo sýning sænska hönnuðarins Jenny Nordberg, 3 – 5 sekúndur – Hröð, handgerð framleiðsla, í Sverrissal Hafnarborgar þar sem hún mun flytja gjörning á opnuninni. .
25. ágúst 2016

Húsnæði til leigu í Hönnunarmiðstöð Íslands

Hönnunarmiðstöð Íslands flutti í Aðalstræti 2 í byrjun mánaðarins og er í óða önn að koma sér þar fyrir. Stefnt er að því að í húsnæðinu verði rekin lífleg starfsemi á sviði hönnunar og arkitektúrs. Til að byrja með mun miðstöðin ekki nýta allt skrifstofuhúsnæðið og er þess vegna að leita að góðum leigendum. .
20. ágúst 2016

Kallað eftir tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands

Óskað er eftir tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands 2016. Opnað verður fyrir tilnefningar miðvikudaginn 17. ágúst, en hægt er að benda á eigin verk og verk annarra til miðnættis miðvikudaginn 7. september. .
19. ágúst 2016

Hönnunarmiðstöð Íslands flytur í Kvosina

Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að Reykjavíkurborg og Hönnunarmiðstöð Íslands geri samstarfssamning til þriggja ára um að miðstöðin flytji starfsemi sína í Aðalstræti 2 í hjarta Kvosarinnar. .
16. ágúst 2016

Átak til atvinnusköpunar auglýsir eftir umsóknum um styrki

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. .
15. ágúst 2016

Sýning | Öld barnsins í Norræna húsinu

Öld barnsins, sýning um norræna hönnun fyrir börn, opnar í Norræna húsinu þann 22. Júlí 2016. .
14. ágúst 2016

Hönnunarsjóður | Opið fyrir umsóknir um ferðastyrki

Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki, þetta er þriðja úthlutun af fjórum í ár. Frestur til þess að sækja um rennur út á miðnætti þann 25.ágúst. .
14. ágúst 2016

Sýning | Tilraun - leir og fleira í Hafnaborg

Föstudaginn 26. ágúst opnar sýningin Tilraun - leir og fleira í Hafnarborg kl. 20:00. Á sýningunni má sjá 12 verk unnin af fjölbreyttum hópi sjónlistamanna sem koma af vettvangi myndlistar, hönnunar og keramiks. .
13. ágúst 2016

Óskað eftir innsendum greinum í Mænu 2017

Tímaritið Mæna óskar eftir innsendum greinum vegna næstu útgáfu. Mæna er tímarit gefið út bæði í prentaðri og rafrænni útgáfu af Listaháskóla Íslands. Þema blaðsins að þessu sinni er ófullkomleiki (e. imperfection). Skilafrestur á greinum er 1. september 2016. .
12. ágúst 2016

Umsóknarfrestur framlengdur fyrir MA nám í hönnun

Vegna styrkveitingar Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar til verkefnisins Hönnun og náttúra eru nú í boði tveir styrkir fyrir skólagjöldum í MA í hönnun við Listaháskóla Íslands skólaárið 2016-2017. Því hefur umsóknarfrestur verið framlengdur til 17. ágúst. .
07. júlí 2016

Sumarlokun Hönnunarmiðstöðvar

Hönnunarmiðstöðin verður lokuð frá og með 11. júlí til 2. ágúst 2016. .
30. júní 2016

Tulipop eykur hlutafé sitt um 250 milljónir

Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop hefur gert samning við sjóðinn Frumtak og núverandi hluthafa, Þorberg ehf., sem er félag í eigu Dóru Bjargar Marinósdóttur, um að leggja fyrirtækinu til tæplega 250 milljónir króna í nýtt hlutafé. .
29. júní 2016

Hönnunarsamkeppni um nýbyggingu fyrir Alþingi

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Alþingis býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um nýja byggingu fyrir Alþingi á Alþingisreit. Skilafrestur tillagna er 25. október 2016. .
29. júní 2016

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um styrki

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna fyrir verkefni sem unnin eru á árinu 2016. Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa einstaklingar sem starfa sem myndhöfundar. .
29. júní 2016

Samkeppnisúrslit | „Spot on Kársnes“ valin sem besta tillagan

Spot on Kársnes vann fyrstu verðlaun í samkeppninni Kársneshöfn – sjálfbær líftaug sem er hluti af The Nordic Built Cities Challenge, sem hleypt var á stokkinn þann 16. október 2015. .