18. desember 2014

Hefja sambúð á Stockholm Design Week 2015

Hönnunarmiðstöð Íslands vinnur að spennandi samstarfsverkefni með Design Forum Finland á hönnunarvikunni í Stokkhólmi í febrúar á næsta ári. We Live here er samnorrænt tilraunaverkefni Íslands og Finnlands, sem hefur það að leiðarljósi að kanna nýjar leiðir til þess að kynna norræna hönnun á alþjóðlegum vettvangi. .
18. desember 2014

Nýtt tímarit um hönnun og arkitektúr

Nýtt tímarit um hönnun- og arkitektúr kemur út í febrúar á næsta ári. Markmið tímaritsins er að efla þekkingu á hönnun og arkiektúr og lyfta hönnunartengdri umræðu á hærra plan. Tímaritið er gefið út af níu fagfélögum undir formerkjum Hönnunarmiðstöðvar Íslands. .
15. desember 2014

Jóla Pop-Up verzlun

Jóla hönnunarmarkaður Pop-Up Verzlunar í Listasafni Reykjavíkur helgina 20.-21. desember kl 11-17. .
15. desember 2014

Skapar samtal á milli Montréal og Reykjavík fyrir HönnunarMars

Émilie F. Grenier er handhafi Phyllis Lamber Design Montréal Grant árið 2014. Með styrknum mun Émilie leggja sérstaka áherslu á þá þræði sem tengja þessar tvær Skapandi borgir UNESCO, Montréal og Reykjavík, saman og hvernig koma megi á fót samtali þeirra á milli. .
15. desember 2014

Jóladagatalið | Frá einum hönnuði til annars

Hvers óska íslenskir hönnuðir sér í jólagjöf frá hvor öðrum? .
14. desember 2014

Þórunn Árnadóttir hlýtur ferðastyrk Summit

Þórunn Árnadóttir hlaut ferðastyrk Summit fyrir Stockholm Design Week 2015 þar sem hún mun sýna verkefnið sitt „Sipp og Hoj“. .
12. desember 2014

Íslensku lýsingarverðlaunin

Óskað er eftir tilnefningum í samkeppni um Íslensku lýsingarverðlaunin árið 2014 sem verða veitt í fyrsta skipti og árlega héðan í frá. .
12. desember 2014

Farmers Market hannar fyrir Tau frá Tógó

Farmers Market og Tau frá Tógó hafa efnt til samstarfs um hönnun og sölu á kjól þar sem allur ágóði rennur óskiptur í sjóði Tau frá Tógó. .
12. desember 2014

Sýning | Snjókoma eftir Postulínu í Harbinger

Laugardaginn 6. desember opnar Postulína sýninguna Snjókoma í Harbinger, sýningarrými við Freyjugötu 1. Snjókoma er postulíns-innsetning í 1000 þáttum sem hangir niður úr lofti gallerísins fram að jólum. .
11. desember 2014

Orri Finn kynnir nýja skartgripalínu

Ný skartgripalína Orra Finn, Flétta, verður frumsýnd á fimmtudaginn 11.desember í formi ljósmyndaseríu eftir Sögu Sigurðardóttur. Að sögn Helgu Guðrúnar Friðriksdóttur og Orra Finnbogasonar, sem eru teymið á bakvið Orra Finn, hafa fléttur fylgt mannfólki frá örófi alda og eru oftast tengdar minningum og varðveislu um kærleik eða sambönd. .
11. desember 2014

Aurum 15 ára

Aurum fagnar 15 ára afmæli í dag þann 11. desember milli 17 og 20 í verslun sinni að Bankastræti 4. Ný lína Guðbjargar, Pure Aurum, verður kynnt ásamt tónlistaratriði og léttum veitingum. .
09. desember 2014

Sjö verkefni hlutu styrk úr Hönnunarsjóði Auroru

Hönnunarsjóður Auroru veitti sjö verkefnum styrki fimmtudaginn 25.nóvember. Alls bárust 50 umsóknir úr öllum sviðum hönnunar í sjóðinn og er þetta í 12. sinn sem úthlutað er.  .
08. desember 2014

Hádegisleiðsögn | Ertu tilbúin frú forseti?

Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna „Ertu tilbúin frú forseti?“ á Hönnunarsafni Íslands á föstudaginn 12. desember kl 12.15. Á sýningunni er fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996. .
28. nóvember 2014

Aðventuknús á Vonarstræti 4.12.2014

Við bjóðum þér að faðma aðventuna og okkur í Vonarstræti 4b, 4. desember milli 17-19. Serían straumlögð, veigar væta kverkar og dregið úr hatti happs. Eitthvað lítið um jólasveina, en helstu stjörnur hönnunar og arkitektúrs láta sjá sig. Það er ekkert víst að þetta klikki. .
26. nóvember 2014

Sýningin Prýði | Gengið með gullsmiðum

Sunnudaginn, 30. nóvember kl. 14.00 mun Halla Bogadóttir, fyrrverandi formaður Félags íslenskra gullsmiða leiða spjall með Dóru Jónsdóttur og Örnu Arnarsdóttur, gullsmiðum, en allar hafa þær gegnt formannsstöðu við félagið. Á sunnudaginn verður lögð áhersla á að segja frá félaginu og gildi þess að halda afmælissýningar líkt og Prýði. .