01. mars 2018

Dagskrá HönnunarMars 2018 komin á vefinn!

Dagskrá HönnunarMars 2018 er nú aðgengileg á heimasíðu hátíðarinnar. Þar kennir ýmissa spennandi grasa og er vorboðinn ljúfi sérlega heillandi í ár, enda afmæli í vændum. .
01. mars 2018

Sýningaropnun | Innblásið af Aalto í Norræna húsinu

Fimmtudaginn 1. mars kl.16:30 opnar hönnunarsýningin „Innblásið af Aalto“ í tengslum við HönnunarMars 2018. Sýningin er haldin í tilefni af 50 ára afmæli Norræna hússins og tekur fyrir húsgagna- og aðra innanhússhönnun eftir finnska arkitektinn Alvar Aalto, sem og valda meistarahönnuði sem hafa starfað undir áhrifum frá Aalto. .
01. mars 2018

Opið hús í Listaháskóla Íslands á laugardaginn

Háskóladagurinn fer fram 3. mars næst komandi kl. 12-16. Þá mun Listaháskóli Íslands kynna allt sitt námsframboð í Laugarnesinu. .
20. febrúar 2018

Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Mosfellsbæ

Mosfellsbær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni / einkenni til að marka þrjár aðkomur að bænum. Tillögum skal skilað þriðjudaginn 10. apríl. .
19. febrúar 2018

Hverjar eru auðlindir hönnunar?

Hönnunarmiðstöð Íslands er þáttakandi í samnorræna rannsóknarverkefninu, Nordic Design Resource, sem miðar að kortlagningu hönnunar á Nörðlurlöndum fyrir haustið 2018. .
15. febrúar 2018

Opið fyrir innsendingar í FÍT keppnina

Föstudaginn 18. janúar verður opnað fyrir innsedingar í FÍT keppnina, en skilafrestur er til fimmtudagsins 8. febrúar. .
07. febrúar 2018

Vörumerki og hugverk – við sókn á erlenda markaði

Íslandsstofa, í samstarfi við Einkaleyfastofuna og Alþjóðahugverkastofnunina (WIPO), boðar til fundar um verndun vörumerkja við sókn á erlendan markað. .
07. febrúar 2018

Vegleg dagskrá á Hugarflugi Listaháskóla Íslands 2018

Hugarflug, árleg ráðstefna Listaháskóla Íslands um rannsóknir á fræðasviði lista er nú haldin í sjöunda sinn, en yfir 50 listamenn, hönnuðir og fræðimenn taka þátt með ýmsum hætti.  .
04. febrúar 2018

Sænsk – íslenski samstarfssjóðurinn auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki

Árið 2018 verða veittir úr Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum ferðastyrkir til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum verkefnum. Markmið sjóðsins er að stuðla að auknu samstarfi Svíþjóðar og Íslands á sviði vísinda, menntunar og menningar. .
01. febrúar 2018

Hlustunarpartý á Safnanótt í Hönnunarsafni Íslands - frítt inn!

Í tengslum við sýninguna „Íslensk Plötuumslög“ stendur Hönnunarsafn Íslands fyrir hlustunarpartý á Safnanótt, frítt er inn svo endilega kynnið ykkur dagskrána. .
24. janúar 2018

Leiðsögn um Marshall húsið

Í tilefni af því að Marshall húsið hlaut Hönnunarverðlaun Íslands árið 2017 verður boðið upp á leiðsögn um húsið fimmtudaginn 25. Janúar kl 17.00. .
23. janúar 2018

Íslensku vefverðlaunin afhent föstudaginn 26. janúar

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins og eru haldin með það að markmiði að verðlauna fyrirtæki og einstaklinga sem hafa skarað fram úr við gerð efnis fyrir vef og stafræna miðla. .
12. janúar 2018

Hvernig varð íslenska lopapeysan til?

Laugardaginn 13. janúar kl. 16:00 mun Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, vera með leiðsögn um sýninguna Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun, í Hönnunarafni Íslands. Sýningin er byggð samnefndri bók sem Ásdís gaf út rétt fyrir áramót. Hönnuður sýningarinnar er Auður Ösp Guðmundsdóttir.  .
10. janúar 2018

Samkeppni um nýtt útilistaverk á vegg Sjávarútvegshússins

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efnir til opinnar samkeppni um gerð útilistaverks á austurgafl Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4. .
05. janúar 2018

Frábært tækifæri fyrir fyrirtæki í skapandi greinum

Íslensk sprotafyrirtæki í skapandi greinum eiga kost á að taka þátt í alþjóðlegum hraðli Nordic Innovation House í New York. Síðasti dagur til að sækja um er 20. janúar 2018. .