16. janúar 2020

„Það er magnað að fylgjast með því þegar svo mikill fjöldi fólks hrífst með; orkan sem því fylgir er svo sterk, eflandi og nærandi.“

Þema DesignTalks 2020 er Nýr Heimur, nýjar leiðir en forsölu á viðburðinn lýkur eftir viku. Hlín Helga Guðlaugsdóttir hefur stjórnað DesignTalks síðastliðin 5 ár og talar hér um þennan lykilviðburð HönnunarMars og dagskrá dagsins á hátíðinni í ár.

.
14. janúar 2020

Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna

Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. 
.
10. janúar 2020

Umfjöllun um HönnunarMars 2020 í nýjasta Stopover tímariti Icelandair

Stopover fjallar um stærstu hönnunarhátíð landsins og gefur smá innsýn inn í 5 verkefni sem munu líta dagsins ljós á HönnunarMars 2020.
.
20. desember 2019

Hátíðarkveðja og annáll Hönnunarmiðstöðvar

Árið 2019 var viðburðaríkt hjá Hönnunarmiðstöð, fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum fjölgar, nýjir starfsmenn bættust í hópinn, og ekki síst flutningar á nýjan stað þar sem skrifstofan og öll starfssemi Hönnunarmiðstöðvar er flutt á Tryggvagötu 17. Hér er stiklað á stóru á verkefnum Hönnunarmiðstöðvar 2019. .
18. desember 2019

Ný stjórn kosin á aðalfundi FÍT

Í vikunni var aðalfundur FÍT haldinn þar sem farið var yfir helstu verkefni ársins og ný stjórn kosin. .
18. desember 2019

Genki Instruments stofnar þverfaglegu hönnunarstofuna, Genki Studios

Skapandi tæknifyrirtækið Genki Instruments, sem nýverið vann Hönnunarverðlaun Íslands 2019 fyrir hringinn Wave hefur stofnað þverfaglegu hönnunarstofuna, Genki Studios.
.
17. desember 2019

Hönnunarmiðstöð Íslands er flutt á Tryggvagötu 17

Hönnunarmiðstöð Íslands hefur flutt skrifstofu sína og alla starfssemi á aðra hæð á Tryggvagötu 17.

.
11. desember 2019

FÓLK Reykjavík og Brunt Hus gera með sér dreifingarsamning fyrir Noreg

Íslenska hönnunamerkið FÓLK Reykjavík og norski dreifingaraðilinn Brunt Hus hafa gert með sér dreifingarsamning á vörum fyrirtækisins í Noregi. Brunt Hus mun starfa sem umboðsmaður FÓLKs; markaðsetja, og veita þjónustu í tengslum við sölu á vörum fyrirtækisins til norskra hönnunarverslana.
.
11. desember 2019

Velheppnaður ráðgjafadagur Hönnunarsjóðs með Icelandic Startups

Fyrsti ráðgjafadagur fyrir styrkþega Hönnunarsjóðs fór fram í gær í Bragganum í Nauthólsvík. Dagurinn er unninn í samstarfi við Icelandis Startups sem stjórnuðu deginum.
.
06. desember 2019

Tuttugu og fimm kílómetrar af hönnun

Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar skrifar um hönnun sem hugvit og nýsköpun sem mikilvægt er að fjárfesta í til framtíðar. Greinin birtist fyrst á vef Fréttablaðsins föstudaginn 6. desember.
.
04. desember 2019

Áhugaverðar sjálfbærar lausnir frá Norðurlöndunum.

Norræna samstarfsverkefnið Nordic Sustainable Cities er sýning sem fjallar um norrænar sjálfbærar lausnir í manngerðu umhverfi og sýnir dæmi um leiðir til að auka lífsgæði, efla mannlíf og bæta umhverfið. .
29. nóvember 2019

DesignTalks2020 I Fyrstu fyrirlesarar kynntir til leiks

Fyrstu fyrirlesararnir sem kynntir eru til leiks og munu koma fram á DesignTalks 2020 í Hörpu þann 26. mars eru
 lífhönnuðurinn Natsui Audrey Chieza, stofnandi Faber Futures, og 
hönnunartvíeykið Studio Formafantasma, Andrea Trimarchi og Simone Farresin.

.
27. nóvember 2019

Hönnunarsjóður og Icelandic Startups undirrita samstarfssamning um ráðgjöf til styrkþega sjóðsins

Um að er ræða samkomulag milli Hönnunarmiðstöðvar og Icelandic Startups vegna samstarfs um ráðgjöf til styrkþega Hönnunarsjóðs og fulltrúa þeirra verkefna sem hljóta styrki úr sjóðnum. Hönnunarsjóður veitir um það bil 20 verkefnum styrk í tveimur úthlutunum eða samtals hljóta um 40 verkefni styrki á ári. .
27. nóvember 2019

Mannlíf eða mislæg gatnamót

Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands skrifar um hvernig nýr veruleiki kallar á skapandi lausnir, stórhug, kjark, auðmýkt og mikla bjartsýni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu miðvikudaginn 27. nóvember.
.
22. nóvember 2019

Fyrirlestur um sögu íslenskrar leirlistar á Hönnunarsafni Íslands

Inga Sigríður Ragnarsdóttir heldur fyrirlestur um sögu íslenskrar leirlistar frá árinu 1930-1970 núna á sunnudaginn, 24.nóvember kl. 13 í Hönnunarsafni Íslands í tengslum við skráningu á keramiksafni Önnu Eyjólfsdóttur.
.