19. nóvember 2019

Styrkir Reykjavíkurborgar - framlengdur frestur

Umsóknarfrestur um styrki frá Reykjavíkurborg fyrir starfsemi á árinu 2020 hefur verið framlengdur til 22. nóvember næstkomandi.
.
19. nóvember 2019

Framúrskarandi hönnun fagnað

Það var hátíðleg stemming í Iðnó á fimmtudaginn þegar Hönnunarverðlaun Íslands 2019 voru afhent Genki Instruments auk þess sem Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt, hlaut Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og Omnomm fékk viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2019.
.
19. nóvember 2019

Tíunda tölublað HA er komið út

Útgáfa 10. tölublaðs HA markar fimm ára afmæli tímaritsins sem eru merk tímamót í útgáfu fagrita um íslenska hönnun og arkitektúr. .
18. nóvember 2019

Vel heppnað málþing Hönnunarmiðstöðvar

Það er óhætt að segja að húsfyllir hafi verið á málþingi Hönnunarmiðstöðvar, Hannað í hring - hönnun sem tæki til að þróa nýjar leiðir og sjálfbærar lausnir í Iðnó sem haldið var í tengslum við Hönnunarverðlaun Íslands 2019. .
15. nóvember 2019

Genki Instruments hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2019

Wave eftir Genki Instruments er handhafi Hönnunarverðlauna Íslands 2019. Viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun hlýtur Omnom og Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands er Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt.
.
15. nóvember 2019

Blessuð sértu sveitin mín - ný mynd frá Farmers Market 

Ljúfir tónar í sveitasælu umkringdir íslenskri hönnun frá Farmers Market .
14. nóvember 2019

Sjáumst á eftir I Málþing - Hönnunarverðlaun Íslands 2019 - Útgáfugleði HA10

Það er mikið um að vera á eftir þar sem Hönnunarverðlaun Íslands 2019 verða afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó em fyrr um daginn eða kl. 15 er málþing og í kvöld er svo útgáfugleði HA10
.
11. nóvember 2019

Grafíski hönnuðurinn Viktor Weisshappel Vilhjálmsson valinn bjartasta von Evrópu

Viktor Weisshappel Vilhjálmsson var valinn bjartasta von Evrópu (e. Young Creative European of the year) fyrir verkefni sitt Útmeða sem var unnið fyrir Rauða kross Íslands á Art Directors Club of Europe hátíðinni í Barcelona um helgina. Auk þess fékk verkefnið silfurverðlaun í flokknum grafísk hönnun. .
08. nóvember 2019

HönnunarMars 2020 I Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 10. nóvember

Ekki falla á tíma! Umsóknarfrestur þátttakenda fyrir HönnunarMars 2020 lýkur á miðnætti sunnudaginn 10. nóvember næstkomandi.
.
08. nóvember 2019

Fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir fagnar 10 ára afmæli 

Fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir opnaði eigin verslun með sinni hönnun fyrir 10 árum síðan og byrjar afmælisfögnuðurinn í dag.
.
07. nóvember 2019

Hönnunarsjóður I Ný útihúsgögn fyrir íslenskar aðstæður, umhverfisvænar hreinlætisvörur og ERROVISION meðal styrkþega

Hönnunarsjóður úthlutaði í dag, 7. nóvember, 16 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Þetta er fjórða úthlutunin ársins 2019 og að þessu sinni var 14,5 milljónum króna úthlutað í almenna styrki en 1,4 milljón í ferðastyrki. Alls var sótt um rúmlega 140 milljónir að þessu sinni en sjóðurinn hefur 50 milljónir til úthlutunar á ári.
.
07. nóvember 2019

Málþing Hönnunarmiðstöðvar I Hannað í hring - hönnun sem tæki til að þróa nýjar leiðir og sjálfbærar lausnir 

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir málþingi í tengslum við Hönnunarverðlaun Íslands 2019. Málþingið fer fram í Iðnó þann 14. nóvember kl. 15-17. .
06. nóvember 2019

Verkefnið Misbrigði sýnir nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum

Verkefnið Misbrigði sem er unnin af nemendum á 2 ári í fatahönnun við Listháskóla Íslands verður sýnt á laugardaginn 9. nóvember næstkomandi.
.
04. nóvember 2019

Iwo Borkowicz með hádegisfyrirlestur í Listaháskóla Íslands 5. nóvember

Iwo Borkowicz er pólskur arkitekt og gestakennari í vöruhönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild. Árið 2017 var Iwo valinn einn af 20 ungum hönnuðum heimsins sem koma til með að breyta framtíð hönnunar en hann heldur opin fyrirlestur á morgun sem hluta af fyrirlestraröð LHÍ, Gestagangur.
.
01. nóvember 2019

Leiðsögn um yfirlitssýningu Guðjóns Samúelssonar í Hafnarborg

Sunnudaginn 3. nóvember kl. 14 verður boðið upp á leiðsögn á nýopnaða yfirlitssýningu Hafnarborgar á verkum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins 1920-1950 ásamt Ágústu Kristófersdóttur, forstöðumanni og sýningarstjóra.
.