15. júlí 2019

HönnunarMars 2020 - taktu dagana frá!

Formleg dagskrá HönnunarMars verður nú fimm dagar, frá miðvikudegi til sunnudags þó allur marsmánuður sé auðvitað undirlagður af hönnun og arkitektúr.

.
12. júlí 2019

Sumarlokun skrifstofu Hönnunarmiðstöðvar

Skrifstofa Hönnunarmiðstöðvar verður lokuð vegna sumarfría frá 15.júlí til 6.ágúst næstkomandi.
.
11. júlí 2019

Námskeið: Arkitektúr á Íslandi í 300 ár - hönnun, menning og pólitík. 

Endurmenntun HÍ stendur fyrir áhugaverðu námskeiði í haust sem ber titilinn, Arkitektúr á Íslandi í 300 ár - hönnun, menning og pólitík. Kennari námskeiðsins er Óskar Örn Arnórsson, arkitekt og doktorsnemi í sögu arkitektúrs við Columbia-háskóla.
  .
11. júlí 2019

Kula by Bryndis á NeoCon hönnunarsýningunni í Chicago

Textílhönnuðurinn Bryndís Bolladóttir var á dögunum stödd á NeoCon hönnunarsýningunni í Chicago sem var haldin í 51 skiptið núna um miðjan júní.  Yfir 51.000 manns komu á sýninguna í ár. .
11. júlí 2019

Basalt og Design Group Italia hljóta Red Dot verðlaunin fyrir The Retreat í Bláa Lóninu

Basalt og Design Group Italia hlutu í vikunni Best of the best í Red Dot hönnunarverðlaununum fyrir hönnun sína á The Retreat  í Bláa lóninu. .
10. júlí 2019

„Hönnun er eitt af þessum verkefnum sem á sér hvorki upphaf né endi, hönnun snertir allt okkar umhverfi hvort sem er í stóru eða smáu“

Ávarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra á ársfundi Hönnunarmiðstöðvar þann 6 júní síðastliðinn þar sem hún ítrekaði mikilvægi hönnunar til að takast á við þær áskoranir sem samfélagið og heimurinn allur stendur frammi fyrir nú.
.
08. júlí 2019

Varpa nýju ljósi á menningarlegt og jarðsögulegt samhengi hlutanna

Olga Bergmann og Anna Hallin opna sýninguna „Innskot – Týndur tími II“ í Pálshúsi á Ólafsfirði þann 13.júlí næstkomandi.
.
03. júlí 2019

Auður Edda Jökulsdóttir leiðir vinnu í stefnumörkun um eflingu skapandi greina

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur forystu um stefnumörkunina og er Auður Edda Jökulsdóttir sérstakur ráðgjafi sem leiðir vinnuna í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, kynningarmiðstöðvar listgreina og utanríkisþjónustuna.
.
28. júní 2019

Opnað hefur verið fyrir styrktarumsóknir til Myndstefs

Myndhöfundar geta sótt um verkefnastyrki að upphæð 200.000 kr eða 400.000 kr og ferða-og menntunarstyrki að fjárhæð 150.000 kr. .
27. júní 2019

Hönnunarhugsun nýtist meðal annars til að eiga samtal, valdefla og takast á við óvissu

Vel heppnuð málstofa í Háskóla Íslands síðastliðin föstudag þar sem rýnt var í hönnunarhugsun og hvernig þeirri aðferð er beitt innan íslenskra fyrirtækja og stjórnsýslu. .
26. júní 2019

Stóllinn Skata fagnar 60 ára afmæli á þessu ári

Stóllinn Skata eftir Halldór Hjálmarsson, húsgagna- og innanhússarkitekt fagnar 60 ára afmæli á þessu ári. Að því tilefni verða framleidd tölusett eintök af völdum útgáfum.
.
25. júní 2019

Tveir íslenskir hönnuðir taka þátt í Creative Express 2019

Tveir ungir og efnilegir grafískir hönnuðir, Elín Edda Þorsteinsdóttir og Þorgeir Blöndal taka þátt “Creative Express 2019” sem fer fram á vegum ADCE í Riga, Lettlandi í lok júlí. .
20. júní 2019

Hönnunarverðlaun 2019 - Leitin að framúrskarandi verkum á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi er hafin

Óskað er eftir ábendingum til Hönnunarverðlauna Íslands 2019. Hægt er að benda á eigin verk eða verk annarra til miðnættis miðvikudaginn 11. september 2019. Hönnunarverðlaun Íslands og málþing þeim tengt fer fram 1. nóvember 2019. .
18. júní 2019

Málstofa: Þróun hönnunarhugsunar og beiting hennar innan íslenskra fyrirtækja og stjórnsýslu

Háskóli Íslands í samstarfi við Hönnunarmiðstöð stendur fyrir málstofu þar sem rýnt verður  í
 hönnunarhugsun og hvernig þessari aðferð hefur verið beitt innan íslenskra fyrirtækja og stjórnsýslu, milli 12-13 föstudaginn 21.júní.
.
12. júní 2019

Morra opnar lifandi vinnustofu í Hönnunarsafni Íslands

Fatahönnuðurinn Signý Þórhalldóttir er að koma sér fyrir með vinnuaðstöðu í safnbúð Hönnunarsafns Íslands og mun halda áfram að þróa vörulínu sína MORRA. Innflutningspartýið verður haldið þann 17. júní nk. kl. 14. 17. júní

.