25. maí 2020

Sumarnámskeið Endurmenntunar - markaðssetning á netinu, verkefnastjórnun og hlaðvarpsgerð

Endurmenntun HÍ hefur sett í loftið fjöldann allan af sumarnámskeiðum þetta árið sem eru sniðin að námsmönnum og atvinnuleitendum sem vilja undirbúa sig fyrir nýtt nám, nýjan starfsvettvang eða flýta fyrir sér í námi. Námið er niðurgreitt af menntamálaráðuneytinu og liður í tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir einstaklinga í kjölfarið á Covid-19.
.
22. maí 2020

Óskað eftir innsendingum í Huawei, alþjóðlega hönnunarsamkeppni

Félag íslenskra teiknara og Art Directors Club of Europe (ADC*E) í samstarfi við Huawei Global Theme Design Competition óska eftir innsendingum frá hæfileikaríkum hönnuðum og myndhöfundum frá Íslandi. .
20. maí 2020

Hack the crisis Iceland - 22.-25. maí

Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Hönnunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili að “Hack the crisis Iceland” - stafrænt Hakkaþon sem fer fram dagana 22.-25. maí.
.
19. maí 2020

Met slegið í umsóknafjölda í aukaúthlutun Hönnunarsjóðs

Í lok apríl var opnað fyrir umsóknir í aukaúthlutun Hönnunarsjóðs, sem var falið að úthluta 50 milljónum til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. Umsóknafresti lauk í gær, 18. maí, og ljóst að að met var slegið í fjöldi umsókna sem bárust.
.
19. maí 2020

Hanna Dís Whitehead fyrsti íslenski hönnuðurinn hjá ÅBEN

Hanna Dís Whitehead var að dögunum tilkynnt sem níundi, og fyrsti íslenski hönnuðurinn, hjá ÅBEN, fyrirtæki sem sérhæfir sig í að selja vörur eftir efnilega norræna hönnuði.
.
15. maí 2020

Erum við saman í sókn?

Hvernig sem á það er litið þá er niðurstaða útboðsins á markaðsátakinu „Saman í sókn“ sem M&C Saatchi stofan var valin til að leiða dapurleg og í ljósi aðstæðna pínleg fyrir skapandi greinar á Íslandi. Halla Helgadóttir skrifar.
.
15. maí 2020

Launasjóður listamanna auglýsir 600 mánaða aukaúthlutun vegna sérstakra aðgerða ríkisstjórnar Íslands

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Launasjóð listamanna vegna aukaúthlutunar sem byggir á aðgerðum ríkisstjórnar til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. .
15. maí 2020

Goddur með fyrsta viðburð í Hönnunarsafninu eftir samkomubann

Í tengslum við vinnustofuna SAFNIÐ Á RÖNGUNNI, íslensk myndmálssaga, mun Guðmundur Oddur Magnússon halda fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Nýklassík og handverkshreyfingin. .
14. maí 2020

Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum í þrjár nýjar stöður tengdar hönnun og arkitektúr

Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum í þrjár nýjar stöður innan skólans tengdar hönnun og arkitektúr fyrir haustið.
.
12. maí 2020

Meistaranemi í hönnun við LHÍ sigurvegari í Cumulus Green 2020

Valerio Di Giannantonio meistarnemi í hönnun við Listaháskóla Íslands hlaut sigur úr býtum í hinni alþjóðlegu nemendakeppni Cumulus Green 2020: Fyrir Hringrásarhagkerfið, með útskriftarverki sínu frá hönnunar- og arkitektúrdeild FiloSkin. .
11. maí 2020

Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu, stafrænar flíkur og vatnavellíðan meðal styrkþega Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður úthlutaði í dag, 11. maí, 26 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 25 milljónum úthlutað en alls bárust 126 umsóknir um 237 milljónir. .
06. maí 2020

Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður, hannar kerti til styrktar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur þriðja árið í röð

Um er að ræða árlegt söluátak Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjarvíkur. Mæðrablómið, og er sala hafin á kertinu sem inniheldur leyniskilaboð frá þjóðþekktum konum.
.
05. maí 2020

Stækkaður menningarpottur hjá Reykjavíkurborg vegna Covid-19

Reykjavíkurborg hefur stækkað menningarpottinn og opnar nú fyrir umsóknir fyrir sjálfstætt starfandi listamenn til að mæta verkefna- og tekjumissi sem þeir verða fyrir vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið.
.
28. apríl 2020

Hugmyndasamkeppni Borgarlínu- svör við fyrirspurnum seinni hluti

Borgarlínan í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til hugmyndasamkeppni um götugögn við Borgarlínustöðvar. Skilafrestur er 3. júní og markmið samkeppninnar er að fá fram sterka heildarmynd fyrir Borgarlínustöðvar. Hér eru svör við þeim fyrirspurnum sem bárust innan seinni fyrirspurnafrests. .
25. apríl 2020

Opnað fyrir úthlutun 50 milljóna til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs

Hönnunarsjóði hefur verið falið að úthluta 50 milljónum til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs, samkvæmt þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs vegna Covid-19. .