26. nóvember 2015

Eldheimar og Össur hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2015

Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í annað sinn þriðjudaginn 24. nóvember, við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verkefnið sem þótti skara framúr að mati dómnefndar og hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2015 er Sýningin Eldheimar – gosminjasýning í Vestmannaeyjum. Í ár var einnig veitt viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2015, þá viðurkenningu hlaut fyrirtækið Össur. .
24. nóvember 2015

Málþing í tengslum við Hönnunarverðlaun Íslands 2015

Málþing um tækifæri í hönnun og framleiðslu á Íslandi verður haldið í tengslum við Hönnunarverðlaun Íslands þann 24. nóvember. Málþingið, sem ber yfirskriftina: „Að brúa bilið á milli hönnuða og framleiðanda“, verður haldið á Kjarvalsstöðum frá kl. 15.30-17.30, að því loknu fer fram afhending verðlaunanna. .
24. nóvember 2015

Hönnunarverðlaun Íslands | Forval dómnefndar 2015

Hönnunarverðlaun Íslands verða afhent í annað sinn þann 24. nóvember næstkomandi. Verðlaunin skulu veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða -stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. Handhafi þeirra hlýtur peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 kr. .
23. nóvember 2015

Afmælisþing Rannís

Um þessar mundir eru 75 ár frá því að Rannsóknaráð ríkisins var sett á stofn með lögum árið 1940. Til að fagna tímamótunum býður Rannís í samráði við Vísinda- og tækniráð til afmælisþings þann 26. nóvember nk. frá kl. 14:00 til 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica, í sal A-B. .
23. nóvember 2015

Bergþóra Guðnadóttir hlýtur Indriðaverðlaunin 2015

Fatahönnunarfélag Íslands veitti Indriðaverðlaunin í þriðja sinn á uppskeruhátíð félagsins, laugardaginn 21.nóvember. Handhafi verðlaunanna 2015 er Bergþóra Guðnadóttir hjá Farmers Market. .
16. nóvember 2015

Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands 2015

Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands verður haldin í Hannesarholti þann 21. nóvember næstkomandi, í samstarfi við 66°Norður. Þema hátíðarinnar í ár er almannatengsl og markaðssetning en frestur til að kaupa miða er til og með 18. nóvember. .
16. nóvember 2015

15.5 milljónum úthlutað úr Hönnunarsjóði

Föstudaginn 13. nóvember, úthlutaði Hönnunarsjóður styrkjum til þrettán verkefna, samtals að fjárhæð 15,5 m. Þetta er fjórða og síðsta úthlutunin á árinu, en styrkirnir voru afhentir af Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. .
16. nóvember 2015

Gestagangur LHÍ | Umhverfissálfræði með Móheiði Helgu

Miðvikudaginn 18. nóvember kl. 12.15 heldur Móheiður Helga Huldudóttur erindið Umhverfissálfræði í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
13. nóvember 2015

75 ára afmælisráðstefna T.ark arkitekta

Í tilefni af 75 ára afmæli T.ark arkiktekta og aldarminningu brunans mikla í Reykjavík stendur T.ark fyrir ráðstefnu um framtíð módernískra bygginga í borgarlandslsaginu í Gamla bíói þann 19. nóvember. .
12. nóvember 2015

Hönnunarsjóður | Fjórða og síðasta úthlutun ársins 2015

Úthlutun úr hönnunarsjóði fer fram í Hönnunarmiðstöð Íslands, föstudaginn 13. nóvember kl.12:00. Verið velkomin. .
04. nóvember 2015

Gagarín hlaut tvenn verðlaun á þýsku hönnunarverðlaununum

Gagarín hlaut tvenn verðlaun í þýsku hönnunarsamkeppninni German Design Awards 2016. Gagarín var verðlaunað fyrir gagnvirk atriði í Villhreindýrasýningu í Noregi og Mannréttindasafninu í Kanada, en alls fékk fyrirtækið fjórar tilnefningar. .
04. nóvember 2015

Svör við fyrirspurnum vegna samkeppni á vegum Grafíu

Hér má finna svör við þeim fyrirspurnum sem hafa borist á samkeppni@honnunarmidstod.is, vegna samkeppni um hönnun á nýju einkennismerki fyrir Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum. .
04. nóvember 2015

Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur

Á fimmtudaginn 5. nóvember verður sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur opnuð. .
02. nóvember 2015

Grandabræður sýna á Airwaves

Föstudaginn 4. nóvember kl. 16:00 opnar sýningin RWSRWS, Jaðarlistasýning, útgáfu- og frumsýningarpartý. .
31. október 2015

Menningarlandið 2015 | Skráning fyrir 5. nóvember

Menningarlandið 2015 – málþing um tölfræði menningar og skapandi greina verður haldið í Gamla Bíó, Reykjavík 11. nóvember nk. kl. 11.00 – 15. 00. .