31. október 2014

Sýning | Gamlar bækur öðlast nýtt líf með endurbókun

Laugardaginn 1. nóvember opnar sýningin Endurbókun í Gerðurbergi. Á sýningunni eru bókverk eftir sjö listakonur sem allar eru meðlimir í hópnum ARKIR. Verkin á sýningunni eiga það öll sameiginlegt að vera unnin úr gömlum bókum, sem lokið hafa hlutverki sínu en öðlast nýtt líf í listaverkum með endurbókun. .
29. október 2014

Kallað eftir umsóknum til hönnunarsjóðs - opið til 1. nóvember

Nú fer hver að vera síðastur að sækja um ferðastyrk til hönnunarsjóðs, en opið er fyrir umsóknir til 1. nóvember. Hver ferðastyrkur nemur 100.000 kr. .
28. október 2014

JÖR og KronKron á Mannamótum ÍMARK

Á Mannamótum ÍMARK miðvikudaginn 29. október verður sjónum beint að tískufyrirtækjunum KronKron og JÖR. Mannamót ÍMARK eru haldin mánaðarlega en hugmyndin með þeim er að skapa vettvang þar sem fólk úr íslensku viðskiptaumhverfi hittist til að spjalla saman í þægilegu og óformlegu umhverfi. Viðburðurinn er haldinn á KEX og hefst kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. .
27. október 2014

Nelly Ben Hayoun „Willy Wonka hönnunar og vísinda“ á YAIC

Nelly Ben Hayoun hefur verið nefnd “Willy Wonka hönnunar og vísinda”. Hún er upplifunarhönnuður og þúsundþjalasmiður sem vinnur með vísindamönnum, verkfræðingum og listamönnum og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín. Hún er einn af gestum You are in Control sem haldin er í sjöunda sinn dagana 3. og 4.nóvember. .
24. október 2014

Fyrirlestraröð | Julia Studio, grafískt gengi frá London

Julia Studio er ungt og upprennandi teymi grafískra hönnuða frá London sem segja frá völdum verkefnum, ræða dýnamík samstarfsins og bransann í Bretlandi á fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar þann 28. október. .
24. október 2014

Kallað er eftir tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands 2014

Kallað er eftir tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands, en opið er fyrir tilnefningar til miðnættis sunnudaginn 26. október. Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands. Tilgangur þeirra er að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs ásamt því að veita hönnuðum/arkitektum hvatningu og viðurkenningu fyrir vel unnin störf. .
23. október 2014

Fyrirlestur í LHÍ | Þvers & kruss með Guðrúnu Lilju

Miðvikudaginn 29 október kl. 12.10 heldur Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir erindið Þvers & kruss í fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
20. október 2014

Bók um hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi

Hörgull í allsnægtum - Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi, er ný bók um arkitektúr sem kemur út á dögunum. Bókin er gefin út á ensku en í henni má finna greinar eftir hina ýmsu fræðimenn, listamenn, arkitekta og aðgerðasinna. Aðalritstjóri bókarinnar er Arna Mathiesen, arkitekt, en hún kemur til með að kynna bókina í Listaháskóla Íslands í hádeginu föstudaginn 24.október. .
17. október 2014

Landmótun fagnar 20 ára starfsafmæli

Þann 15. september var Landmótun 20 ára. Landmótun hefur starfað sem ráðgjafastofa frá því að hún var stofnuð 1994 og verið í stöðugri þróun. Stofan hefur ávallt leitast við að vera í fararbroddi við að færa út verksvið landslagsarkitektúrs og skipulagsfræða. Af tilefni afmælisins gefur Landmótun út bókina, Að móta land í 20 ár. .
16. október 2014

Svör við fyrirspurnum vegna samkeppni um jafnlaunamerki

Hér má finna svör við þeim fyrirspurnum sem hafa borist á samkeppni@honnunarmidstod.is, vegna samkeppni um hönnun á nýju jafnlaunamerki. Hægt var að senda fyrirspurnir fyrir 14. október, en nú er sá frestur liðinn. Samkeppnin er opin öllum en veitt verða ein verðlaun að upphæð 1.000.000 kr. fyrir bestu tillöguna. .
15. október 2014

Frumvarp um breytingar á tollalögum fyrir hönnuði

Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að einfalda tollalög þannig að hönnuðir þurfi ekki að borga há gjöld vegna sýnishorna eða frumgerða sem þeir fá send að utan. Frumvarpið er unnið út frá leiðbeiningariti um tollun frumgerða og sýnishorna sem kom út á vegum Hönnunarmiðstöðvar í maí 2014. .
15. október 2014

Tulipop leitar að verkefnastjóra

Tulipop stækkar við sig og leitar því að öflugum verkefnastjóra í fullt starf til að sinna fjölbreyttum og skapandi verkefnum. Umsóknir skal senda á job@tulipop.com fyrir 26. október næstkomandi. .
15. október 2014

Íslenskir gullsmiðir fagna 90 ára afmæli félagsins

Laugardaginn 18. október opnar sýningin Prýði í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er haldin í tilefni af 90 ára afmæli Félags íslenskra gullsmiða, en þar verða gripir eftir 40 gullsmiði sem gefnar voru frjálsar hendur að smíða fyrir sýninguna eða velja úr eigin safni. .
13. október 2014

Kallað eftir tillögum fyrir Hugarflug 2015

Hugarflug verður haldið í fjórða sinn föstudaginn 20. febrúar 2015. Ráðstefnan er mikilvægur liður í uppbyggingu þekkingar á fræðasviði lista, en áhersla er lögð á að draga fram þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun rannsókna á sviðinu. .
09. október 2014

Hönnun úr rekaviði

Næsta sumar stendur til að halda hönnunarsýningu í Síldarverksmiðjunni í Djúpavík á Ströndum, þar sem áherslan verður á hönnun úr rekaviði. Kallað er eftir áhugaverðri og nýlegri hönnun þar sem viðurinn er notaður. Sýningarstjórar eru þær Dóra Hansen og Elísabet V. Ingvarsdóttir, en þær óska eftir að komast í samband við hönnuði sem vinna með rekavið í hönnun sinn. .