18. október 2017

Nýr skrifstofustjóri Hönnunarmiðstöðvar ráðinn

Gunnar Gunnsteinsson hefur verið ráðinn sem skrifstofustjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. .
06. október 2017

Tulipop teiknimyndir komnar í loftið!

Tulipop hefur sett YouTube rás í loftið þar sem er að finna fyrstu þættina í nýrri teiknimyndaseríu. .
04. október 2017

Linda Björg fyrsti Íslendingurinn á VENICE DESIGN 2018

Linda Björg Árnadóttir textíl- og fatahönnuður mun taka þátt í alþjóðlegu hönnunarsýningunni VENICE DESIGN 2018 sem opnar 24. maí 2018. .
28. september 2017

Uppskeruhátíð Nordic Angan í Hönnunarsafni Íslands

Laugardaginn 30. september frá kl. 12-17 fagnar Nordic Angan ilmandi uppskeru sumarsins í Hönnunarsafni Íslands. .
22. september 2017

Frá leikmanni til fagmanns - Líf að loknu námi í LHÍ

Vetrastarf Hollnemafélags Listaháskólans hefst með Listaspjalli næstkomandi þriðjudag 26. september í Mengi kl. 20. ÍListaspjallið mæta hollnemar í pallborðsumræður og deila reynslu sinni að loknu námi. .
21. september 2017

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir tilnefnd til virtra verðlauna

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, hönnuður Ihanna, er ein af fimm hönnuðum frá Norðurlöndunum sem tilnefnd voru til Formex Nova Design Awards 2017. .
20. september 2017

Tískusýning | Geysir frumsýnir haust- og vetrarlínu 2017

Föstudaginn 22. september frumsýnir Geysir haust- og vetrarlínu sína, Skugga-Sveinn, í Héðinshúsinu við Seljaveg 2 í 101 Reykjavík. .
20. september 2017

Sýningaropnun | Leit að postulíni

Föstudaginn 22. september kl. 16:00 opnar sýningin „Leit að postulíni" í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði. Sýningin stendur til 15. janúar. .
20. september 2017

Málþing | Lifað af listinni: Höfundaréttastefna, til hvers?

Samstarfshópur höfundaréttarsamtaka og Bandalags íslenskra listamanna gengst fyrir málþingi um höfundaréttarstefnu í Norræna húsinu 22. september nk. kl. 13:00 – 16:00. .
19. september 2017

Sýningin Artek – Art & Technology opnar í Pennanum

Sýningin Artek – Art & Technology opnar í Pennanum í Reykjavík þann 21. september næstkomandi klukkan 17.00.  Sýningin stendur fram til 8. október. .
08. september 2017

Auglýst eftir skrifstofustjóra í Hönnunarmiðstöð Íslands

Hönnunarmiðstöð Íslands leitar að kraftmiklum, úrræðagóðum, talnaglöggum og skipulögðum skrifstofustjóra í nokkuð margslungið en hálft starf. .
05. september 2017

16 ferðastyrkir veittir í þriðju úthlutun hönnunarsjóðs 2017

Hönnunarsjóður úthlutar nú ferðastyrkjum í þriðja skipti til hönnuða og arkitekta, alls 1,6 milljón króna, fyrir árið 2017. .
04. september 2017

Kallað eftir tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands

Óskað er eftir tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands 2017. Opnað verður fyrir tilnefningar föstudaginn 1. september, en hægt er að benda á eigin verk og verk annarra til miðnættis laugardagin 30. september. .
04. september 2017

Haustsýning Hafnarborgar 2018 – Kallað eftir tillögum

Hafnaborg óskar eftir hugmyndum að samsýningum fyrir haustið 2018. Frestur til að skila inn tillögum rennur út sunnudaginn 29. október 2017. .
03. september 2017

Kolbrún Ýr hreppti 2. sætið í BLUE FASHION CHALLENGE

Fatahönnuðirinn Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir hreppti 2. sætið í BLUE FASHION CHALLENGE, vinnusmiðja sem haldin var í Færeyjum dagana 22.-28. ágúst. .