02. mars 2015

Hugmyndasamkeppni um skipulag Efstaleitis

Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg auglýsa eftir þátttakendum í forvali fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. .
27. febrúar 2015

Sveitaball, Sigga Heimis, Float og fleira í dagskrá HönnunarMars

Mikil tilhlökkun er fyrir að birta fjölbreytta dagskrá HönnunarMars 2015, en von er á henni í næstu viku. Ljóst er að þema DesignTalks, fyrirlestradags HönnunarMars, sem er PlayAway hafi smitast yfir á hátíðina enda leikur og leikgleði einkennandi fyrir viðburði. .
25. febrúar 2015

Opið fyrir umsóknir í hönnunarsjóð

Opið er fyrir umsóknir um styrki hönnunarsjóðs. Þetta er önnur úthlutun á árinu en hægt er að sækja um þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 28. apríl og úthlutun verður í lok maí. .
24. febrúar 2015

Einkenni HönnunarMars 2015

Við sköpun einkennis HönnunarMars 2015 var sóttur innblástur í staðsetningu og líflegt mannlíf viðburðarins. Reykjavík í fullum skrúða HönnunarMars er túlkuð með einföldum teikningum af hinum ýmsu kennileitum borgarinnar og iðar hún af lífi með fjölbreytilegri mannflóri. .
23. febrúar 2015

Opið fyrir umsóknir í Átak til atvinnusköpunar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á ný og rennur umsóknarfresturinn út klukkan 12:00 þann 25. febrúar nk. .
23. febrúar 2015

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | TVÖ KRADSVERK

Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 12.10 halda arkitektarnir Kristján og Kristján fyrirlestur um eigin verk í fyrirlestraröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
18. febrúar 2015

Tvö íslensk verkefni tilefnd til Mies van der Rohe verðlaunanna

Listi með þeim 40 verkum sem komast áfram og enn eiga möguleika á að verða valin til að hljóta þau eftirsóttu verðlaun sem kennd eru við þýska arkitektinn Mies van der Rohe var birtur í vikunni – þar af eru tvö íslensk. .
17. febrúar 2015

Hlutagerðin sýnir í GRAND-HORNU safninu í Belgíu

Hönnunarþríeykið Hlutagerðin sýnir verk sín Brynju og Skjöld á Grand Hornu nýlistasafninu í Belgíu. Sýningin Futur Archaïque samanstendur af verkum 30 hönnuða og hönnunarteyma sem horft hafa með jákvæðu viðhorfi til róta sinna og nýtt þá vitneskju í sinni hönnun. .
17. febrúar 2015

Fleiri glefsur úr dagskrá HönnunarMars 2015

Hér gefur að líta glefsur úr þeirri fjölbreyttu dagskrá sem fram fer á HönnunarMars 2015. .
17. febrúar 2015

Íslensk hönnun á hönnunarvikunni í Stokkhólmi

Hátt í 50 íslenskir hönnuðir sýna á Hönnunarvikunni í Stokkhólmi í ár á vegum WE LIVE HERE, þar að auki sýnir Þórunn Árna á vegum Summit Travel Fund, Hring eftir hring kynnir nýja skartgripalínu og Dögg Guðmundsdóttir og Brynhildur Bolladóttir taka þátt í Stockholm Furniture Fair. .
17. febrúar 2015

Gaman í alvörunni á Hlemmi með Karolina Fund

Fræðsluviðburðurinn Gaman í alvörunni á Hlemmi verður haldinn með óhefðbundnum hætti n.k. fimmtudag 19. febrúar milli kl. 17:00 og 19:00, en Nýsköpunarmiðstöð og Karolina Fund ætla að bjóða til viðburðar með léttu ívafi. .
16. febrúar 2015

Hvernig stofnar maður frumkvöðlafyrirtæki í Reykjavík?

Stofnendur Tulipop, Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir, verða með erindi í Setri skapandi greina við Hlemm miðvikudaginn 18. febrúar kl. 18.30. Ásamt þeim munu fulltrúar fjölbreyttra frumkvöðlafyrirtækja koma fram og bjóða upp á pallborðsumræður þar sem rætt verður um frumkvöðla- og stuðningsumhverfið og hvaða tækifæri eru til staðar. .
30. janúar 2015

Hefja sambúð á Stockholm Design Week 2015

Íslenskir og finnskir hönnuðir rugla saman reytum og hefja sambúð á hönnunarvikunni í Stokkhólmi sem haldin er í byrjun febrúar 2015. Flutt verður í fallega íbúð í miðborg Stokkhólms, sem verður í senn sýningar- og viðburðarrými. .
30. janúar 2015

Íslensku lýsingarverðlaunin afhent í fyrsta sinn

Íslensku lýsingarverðlaunin verða afhent í fyrsta sinn, föstudaginn 7. febrúar, við hátíðlega athöfn í Perlunni. Í kynningu segir: „ Ár ljóssins er hafið...Félagar í Ljóstæknifélag Íslands setja Perluna í annan búning með ljósinnsetningum og búa til skemmtilega umgjörð um Íslensku lýsingarverðlaunin. Þetta verður gaman að sjá og upplifa!“ .
29. janúar 2015

Sigga Heimis sýnir í Hannesarholti

Laugardaginn 31. janúar kl.14.00 opnar sýningin LÍFRÆNT í Hannesarholti eftir Siggu Heimis. 
Sýningin stendur yfir í febrúar og verður opin á opnunartíma Hannesarholts frá kl. 11-17. .