23. apríl 2014

Copenhagen Fashion Summit í Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn

Copenhagen Fashion Summit verður haldið í þriðja sinn í Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn þann 24. apríl 2014. Ráðstefnan fjallar um sjálfbærni, tísku og samfélagslega ábyrgð tískuiðnaðarins og er viðburðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í heimi. 12 hönnuðir frá Norðurlöndunum sýna föt sem framleidd eru á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Þeirra á meðal er JÖR by Guðmundur Jörundsson. .
22. apríl 2014

Vísindaferð arkitekta

Næsta vísindaferð Arkitektafélagsins verður farin miðvikudaginn 23. apríl, á síðasti vetrardegi. Komið verður saman klukkan 16 í Hannesarholti og farið þaðan í gönguferð í Sæmundargarða og Stúdentakjallarann þar sem vetrarlokum verður fagnað. Öllum er hjartanlega velkomið að slást í för. .
22. apríl 2014

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands

Útskriftarsýning bakkalárnema í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild opnar laugardaginn 26. apríl kl. 14:00 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við hönnunar- og arkitúrdeild Listaháskóla Íslands verður fimmtudagainn 24. apríl kl. 18:00. .
21. apríl 2014

Samkeppni | Heildarskipulag Háskólasvæðisins

Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands efna til hugmyndasamkeppni um heildarskipulag fyrir Háskólasvæðið. Þátttakendur geta skilað inn heildarhugmyndum sínum að framtíðarskipulagi eða lagt hugmyndir inn í umræðuna um þetta þýðingarmikla verkefni. Frestur til að skila inn tillögum hefur verið framlengdur til 12. maí og er áætlað að niðurstaða dómnefndar liggi fyrir í byrjun júní. .
16. apríl 2014

Íslensk húsgögn vinna til verðlauna í hönnunarkeppni í Mílanó

Á dögunum var tilkynnt um verðlaun á “A’ Design Competition 2014” alþjóðlegu hönnunarkeppninni í Mílanó. Skrifborðið, EitthvaðYfir (e. SomethingRegal) var valið “A’Design Winner” í flokki húsgagna og hægindastóllinn Andagjöf (e. The Gift of the Spirit) fékk viðurkenninguna “Runner-up for A’Design Award”. Hönnuður þessara húsgagna er Jóhann Sigmarsson. .
12. apríl 2014

Fyrsta útskriftarsýning MA nema í hönnun og myndlist

Laugardaginn 12. apríl kl. 15:00 opnar fyrsta útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands í Gerðarsafni, Kópavogi. .
10. apríl 2014

Framkvæmdarsamkeppni | Viðey

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar í samráði við menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar efnir til opinnar framkvæmdasamkeppni um ferjuhús fyrir Viðeyjarferju á Skarfabakka og biðskýli úti í Viðey. Skilafrestur tillagna er til 19. maí. .
09. apríl 2014

Sýningar sem eru opnar áfram eftir HönnunarMars

Hér má finna yfirlit yfir þær sýningar sem eru áfram opnar eftir HönnunarMars. Yfir hundrað spennandi viðburðir, sýningar og fyrirlestrar voru á dagskrá HönnunarMars í ár, svo hér gefst tækifæri að sjá hluta dagskrárinnar áfram. .
08. apríl 2014

Gestagangur í LHÍ | Vísinda- og listamaðurinn Joe Davis

Miðvikudaginn 23. apríl kl. 12.10 heldur bandaríski vísindamaðurinn og listamaðurinn Joe
Davis erindið Apples and Aliens í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. Allir velkomnir! .
08. apríl 2014

Gestagangur í LHÍ | Boegli Kramp Architekten

Þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.00 heldur svissneski arkitektinn Adrian Kramp fyrirlestur sem hann nefnir Simply Complex, þar sem hann fjallar um verk arkitektastofunnar Boegli Kramp Architekten. Fyrirlesturinn er í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
04. apríl 2014

Fyrirlestraröð | Kraftur fjöldans: Orð í belg

Í kvöld, fimmtudag kl. 20:00 í Hafnarhúsinu heldur Nathan Woodhead, frá auglýsingastofunni The Brooklyn Brothers fyrirlestur. Nathan mun segja frá verkefnum Brooklyn Brothers og tala um sagnamennsku og samskipti á stafrænni öld, en á meðal verkefna stofunnar er herferðin Inspired by Iceland sem unnin hefur verið í samstarfi við Íslensku Auglýsingastofuna fyrir Íslandsstofu. .
03. apríl 2014

Kynningarfundur | Betri borgarbragur

Opinn kynningarfundur á verkefninu Betri borgarbragur verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 8. apríl 2014 kl. 16-18. Fundarstjóri er Egill Helgason. .
02. apríl 2014

Hönnuðir hittast | Endurmat á HönnunarMars 2014

Þátttakendum gefst tækifæri til að ræða saman og við skipuleggjendur hátíðarinnar um framkvæmdina, hvað gekk vel og hvað hefði mátt ganga betur. Endurmatsfundir líkt og þessir eru mikilvægir í þróun hátíðarinnar til framtíðar og þátttakendur og aðrir hönnuðir hvattir til að mæta. Sjáumst á Bergson Mathúsi, Templarasundi 3, miðvikudaginn 9. apríl kl. 17:30! .
01. apríl 2014

Opið fyrir umsóknir í hönnunarsjóð

Nú er opið fyrir umsóknir um Þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki og Markaðs- og kynningarstyrki hönnuarsjóðs. Umsóknarfrestur er til 15. apríl en einingis verður údeilt einu sinn á árinu í þessum styrkjarflokkum. Einnig er opið fyrir umsóknir um ferðastyrki, en ferðastyrkjum er úthlutað fjórum sinnum yfir árið. .
01. apríl 2014

Takk fyrir þátttökuna á HönnunarMars!

HönnunarMars fór fram dagana 27. mars til 30 mars. Yfir hundrað spennandi viðburðir, sýningar og fyrirlestrar voru á dagskrá HönnunarMars í ár. Hátíðin kynnir íslenska hönnun og arkitektúr, atvinnugreinar sem spanna mjög vítt svið. Á HönnunarMars er efnt til stefnumóta milli hönnuða og annarra greina með sýningum, fyrirlestrum, málþingum, viðskiptafundum og gleði. .

Fréttabréf 23. apríl 2014