29. september 2014

Hönnuðir hittast í happy

Þá er komið að fyrsta fundi Hönnuðir hittast í vetur, haldinn föstudaginn 3. október. Hönnuðir hittast eru opnir fræðslu- og spjallfundir sem Hönnunarmiðstöð hefur staðið fyrir í aðdraganda HönnunarMars síðustu þrjú ár. Í vetur verða fundirnir fjórir og mun sá fyrsti fara fram á leynibarnum í risi hins fornfræga Einars Ben, Veltusundi 1, frá kl. 17:15- 18:30. .
29. september 2014

Sýning | RUGS í Norræna húsinu

Textílverk og málverk graffarans Jonathan Josefsson prýða anddyri Norræna hússins í september. Jonathan varð fyrst þekktur í Gautaborg sem graffitilistamaðurinn Ollio í kringum árið 2000. Hann skar sig frá öðrum gröffurum vegna þess hvernig hann valdi verkum sínum stað, einnig var hann meðal fyrstu graffara sem opinberaði hver hann var. .
25. september 2014

Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki

Hönnunarsjóður auglýsti í þriðja sinn í ár eftir umsóknum um ferðastyrk í ágúst sl. og lauk umsóknarfresti 1. september. 33 umsóknir bárust sjóðnum um ríflega 46 ferðastyrki. Nú hefur aftur verið opnað fyrir umsóknir um ferðastyrki hönnunarsjóðs og er þetta fjórða og síðasta úthlutun á árinu 2014. Hægt verður að sækja um í þessari atrennu til 1. nóvember. .
20. september 2014

Samkeppni | Hönnun safnaðarheimilis að Kirkjuvöllum

Ástbjarnarsókn í Hafnarfirði í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efnir til opinnar samkeppni um hönnun safnaðarheimilis að Kirkjuvöllum 1 í Hafnafirði auk þess sem óskað er eftir hugmyndum um skipulag lóðar þar sem innbyrðis tengsl safnaðarheimilis og kirkju eru gerð skil samkvæmt keppnislýsingu. .
19. september 2014

Fyrirlestraröð | Hönnun & Hráefni, saman í eina skál

Í ár kynnir Hönnunarmiðstöð Íslands fyrirlestraröð í samstarfi við Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhús sem haldnir verða á þriðjudögum kl. 20:00, mánaðarlega í vetur. Fyrsti fyrirlestur vetrarins er haldinn þriðjudaginn 23. september. Þar mætast hönnuðir og frumkvöðlar í matvæla- og sælgætisgerð en yfirskrift fyrirlestursins er „Hönnun og hráefni, saman í eina skál“. Frítt inn og allir velkomnir. .
18. september 2014

Á markað með nýtt nýsköpunarverkefni?

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átak til atvinnusköpunar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. Umsóknarfrestur rennur út klukkan 12:00 föstudaginn 26. september. .
18. september 2014

Hönnunarmiðstöð kynnir „nýja“ fyrirlestraröð í Hörpu

Hönnunarmiðstöð hefur undafarin ár staðið fyrir fyrirlestrum sem mælst hafa mjög vel fyrir hjá hönnuðum, áhugafólki um hönnun, fræðafólki, frumkvöðlum og fólki úr viðskiptalífinu. Þar er fjallað um hönnun og arkitektúr á mjög breiðu sviði allt frá listum til viðskipta og reynt að varpa ljósi á helstu strauma og stefnur. .
16. september 2014

Hvað veist þú um lopapeysuna?

Málþing um íslensku lopapeysuna verður haldið í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 20. september frá kl. 14:00 -16:00. Ásdís Jóelsdóttir lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands mun halda inngangserindi og greina frá rannsóknarverkefni sínu um uppruna, hönnun og þróun íslensku lopapeysunnar og tengsl hennar við íslenska arfleifð. .
16. september 2014

Forval | Hönnunarsamkeppni um Laugarveg og Óðinstorg

Í byrjun ágúst auglýsti Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), eftir hönnuðum til þátttöku í forvali vegna hönnunarsamkeppni um endurgerð á yfirborði tveggja svæða, annarsvegar Laugavegar milli Snorrabrautar og Skólavörðustígs og hins vegar á Óðinstorgi. .
14. september 2014

Auglýst eftir grafískum hönnuði

Aðildarfélög Hönnunarmiðstöðvar vinna nú að metnaðarfullu tímariti um hönnun og arkitektúr á Íslandi. Til verksins vantar frumlegan og metnaðarfullan grafískan hönnuð sem hefur brennandi áhuga á því að vinna að útliti og uppsetningu tímaritsins. Umsóknarfrestur er til og með 18. sept 2014. .
13. september 2014

Þrír íslenskir fulltrúar á European Ceramic Context 2014

Um helgina á sér stað European Ceramic Context 2014, sem er hluti af tvíæringi fyrir evrópska gler- og leirlist, haldin á dönsku eyjunni Borgmundarhólmi. Tvíæringurinn er stærsti viðburður á sviði keramiks í Evrópu, en þrír listamenn og hönnuðir voru valdir úr innsendum tillögum til að sýna fyrir Íslands hönd. Þeir eru Hildur Ýr Jónsdóttir, Hanna Dís Whitehead og Ingibjörg Guðmundsdóttir. .
12. september 2014

Kynning á möguleikum hönnuða í Kína

Kynning á möguleikum hönnuða í Kína á sér stað í Hönnunarmiðstöð Íslands miðvikudaginn 17. september kl. 12.00. Með kynninguna fer Fabio Camastra, CEO, Asia Trading & Consulting og Brands2China, sem hefur unnið við að markaðssetja ítölsk vörumerki á kínverskum markaði, þá helst fyrir fatahönnuði. .
12. september 2014

Óskað er eftir innsendum greinum í Mænu

Mæna er ritrýnt tímarit um grafíska hönnun á Íslandi, gefið út bæði í prentaðri og rafrænni útgáfu af Listaháskóla Íslands. Nú er óskað eftir greinum vegna næstu útgáfu, í mars 2015, en skilafrestur á innsendum greinum er 22. september 2014. Þemað að þessu sinni er kerfi. .
12. september 2014

Hönnunarsjóður Auroru kallar eftir umsóknum

Frestur til að skila inn umsóknum fyrir hönnunarsjóð Auroru rennur út mánudaginn 15. september. Hönnunarsjóður Auroru hefur að markmiði að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum og arkitektum fjárhagslega aðstoð. Nánari upplýsingar um úthlutaða styrki og leiðbeiningar vegna umsókna er að finna á www.honnunarsjodur.is. .
11. september 2014

Vegleg dagsskrá á Haustráðstefnu Advania

Haustráðstefna Advania verður haldin í tuttugasta sinn þann 12. september næstkomandi í Hörpu. Í ár er ráðstefnan helguð framtíðinni og ávinningur af tækni framtíðarinnar tekinn fyrir. Þar fara fyrirlesarar á heimsmælikvarða yfir það hvert upplýsingatækni stefnir og hvaða áhrif sú stefna hefur á líf okkar og störf. .