28. nóvember 2014

Aðventuknús á Vonarstræti 4.12.2014

Við bjóðum þér að faðma aðventuna og okkur í Vonarstræti 4b, 4. desember milli 17-19. Serían straumlögð, veigar væta kverkar og dregið úr hatti happs. Eitthvað lítið um jólasveina, en helstu stjörnur hönnunar og arkitektúrs láta sjá sig. Það er ekkert víst að þetta klikki. .
26. nóvember 2014

Sýningin Prýði | Gengið með gullsmiðum

Sunnudaginn, 30. nóvember kl. 14.00 mun Halla Bogadóttir, fyrrverandi formaður Félags íslenskra gullsmiða leiða spjall með Dóru Jónsdóttur og Örnu Arnarsdóttur, gullsmiðum, en allar hafa þær gegnt formannsstöðu við félagið. Á sunnudaginn verður lögð áhersla á að segja frá félaginu og gildi þess að halda afmælissýningar líkt og Prýði. .
26. nóvember 2014

Sjö verkefni hlutu styrk úr Hönnunarsjóði Auroru

Haustúthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru fór fram þriðjudaginn 25. nóvember, þar hlutu sjö verkefni styrk. Þetta er í tólfta skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum. Hann hefur það að markmiði að „efla framgang og gildi góðrar hönnunar.“ .
26. nóvember 2014

Gestagangur LHÍ | Ferill í samhengi með Thomas Vailly

Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 12.10 Thomas Vailly erindið Ferill í samhengi í fyrirlestraröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, GESTAGANGI, í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
25. nóvember 2014

Reynslusögur frá RóRó og Blendin á mannamótum ÍMARK

Klak Innovit og ÍMARK standa saman að Mannamótum miðvikudaginn 26. nóvember. Mannamótin eru haldin mánaðarlega en hugmyndin með þeim er að skapa vettvang þar sem fólk úr íslensku viðskiptaumhverfi hittist til að spjalla saman í þægilegu og óformlegu umhverfi. Á næstu mannamótum munu fulltrúar frá Blendin-appinu og Róró vera með erindi. Viðburðurinn er haldinn á KEX og hefst kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. .
21. nóvember 2014

Opið fyrir umsóknir í Reykjavik Fashion Festival

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir Reykjavík Fashion Festival N°6. Hátíðin verður haldin samhliða HönnunarMars dagana 12. til 15. mars 2015 í Silfurberg, Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 24. nóvember. Öllum umsóknum verður svarað með tölvupósti fyrir 12. desember. .
20. nóvember 2014

Austurland: Designs from Nowhere hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2014

Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í fyrsta sinn í dag, fimmtudaginn 20. nóvember, við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins. Ríflega 100 tilnefningar bárust dómnefnd sem tilnefndi fjögur verkefni sem þóttu sigurstranglegust. Verkefnið sem þótti skara framúr að mati dómnefndar og hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2014 er Designs from Nowhere eða Austurland eftir Körnu Sigurðardóttur og Pete Collard. .
18. nóvember 2014

Haustúthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru

Úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru fer fram 25. nóvember kl. 16:00 í húsnæði sjóðsins Vonarstræti 4b. Allir velkomnir. .
18. nóvember 2014

Hönnunarverðlaun Íslands | Forval dómnefndar

Hönnunarverðlaun Íslands verða afhent í fyrsta sinn þann 20. nóvember næstkomandi. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs ásamt því að veita hönnuðum/arkitektum hvatningu og viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Hönnunarverðlaun Íslands 2014 eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, veitt af iðnaðar- og viðskiptaráðherra. .
18. nóvember 2014

Síðasta úthlutun hönnunarsjóðs 2014

Hönnunarsjóður auglýsti í fjórða sinn í ár eftir umsóknum um ferðastyrk í september sl. og lauk umsóknarfresti 1. nóvember. Fjölmargar góða umsóknir vegna áhugaverðra verkefna bárust, en að þessu sinni styrkir sjóðurinn 6 verkefni um 9 ferðastyrki að upphæð 900.000 kr. .
17. nóvember 2014

Ferli vöruþróunar á nýsköpunarhádegi Klak Innovit

Ferli vöruþróunar verður tekið fyrir á nýsköpunarhádegi Klak Innovit þriðjudaginn 18. nóvember frá kl. 12:00 - 13:00 í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi 13-15. Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit og Nýherja, haldin reglulega á þriðjudögum í vetur. Hvert hádegi hefur þema sem tengist nýsköpun, atvinnusköpun og verðmætasköpun á Íslandi. .
14. nóvember 2014

Samkeppni | Nýja jafnlaunamerkið

Aðgerðarhópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og Hönnunarmiðstöð stóðu fyrir samkeppni um hönnun á nýju einkennismerki, jafnlaunamerki fyrir vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana. Niðurstaða liggur nú fyrir en höfundur verðlaunatillögunnar er Sæþór Örn Ásmundsson, hlýtur hann 1.000.000 kr. í verðlaunafé. .
10. nóvember 2014

Hönnuðir hittast í Gym&Tonic

Miðvikudaginn 12. nóvember nk. hittast Hönnuðir á ný. Þetta er annar fundurinn sem haldinn er í vetur en að þessu sinni verður fjallað um það hvað gerir góða sýningu góða. Fundurinn hefst klukkan 17.15 og er haldinn í Gym&Tonic salnum á Kex Hostel, Skúlagötu 28. .
10. nóvember 2014

Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands 2014

Fatahönnunarfélag Íslands mun halda sína árlegu Uppskeruhátíð föstudaginn 21. nóvember kl.17. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og er markmið hennar að efla samheldni innan fagsins og skapa vettvang fyrir faglega umræðu. .
10. nóvember 2014

Tulipop fær viðurkenningu frá Junior Design Awards

Tulipop hlaut á dögunum hin virtu Junior Design Awards, sem eru ein helstu verðlaun á sviði hönnunarvara fyrir börn í Bretlandi. Hlaut Tulipop viðurkenningu í þremur flokkum, þ.e. fyrir bestu innanhús vörulínuna, besta borðbúnaðinn og besta „app-ið“. .