Sýningar sem eru opnar áfram eftir HönnunarMars:

Húsgagna- og innanhúsarkitektar á Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum | 19.03

Hönnunarverðlaun Fhi voru veitt í fyrsta skipti á HönnunarMars, fyrir framúrskarandi verkefni félagsmanna unnin á árunum 2007-2012. Á sýningunni má sjá valin verkefni húsgagna- og innanhússarkitekta. Síðasti sýningardagur er í dag, 19.mars.


... Love, Reykjavík í Epal í Hörpu | 20.03

... Love, Reykjavík er hvort tveggja í senn vettvangur og heiti á farandsýningu sem orðið hefur til í kringum fimm íslenska hönnuði og vörur þeirra. Farandsýningin er haldin í Epal á HönnunarMars 2013. Hönnuðirnir eru Anna Þórunn Hauksdóttir, Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, Marý, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir og Steinunn Vala Sigfúsdóttir. Sýningin stendur út morgundaginn, 20. mars.


Grafískir hönnuðir og myndskreytar sýna á Kaffi Mokka | 22.03

Fimmtán grafískir hönnuðir og myndskreytar sýna á hinu fornfræga Kaffi Mokka við Skólavörðustíg. Fjallað er um hugtakið hringrás í víðu samhengi, hver hönnuður túlkar hugtakið á sinn hátt og miðlar í einu myndverki. Sýningin stendur út vikuna, til 22. mars og verður því næst sett upp í TastySpace í Las Vegas.


Fatahönnuðir sýna tískuteikningar í Artíma Gallerí | 25.03

Fatahönnunarfélag Íslands stendur fyrir samsýningu á tískuteikningum frá ellefu fatahönnunarfyrirtækjum. Verkin eru myndræn túlkun á nýjustu fatalínum fyrirtækjana í höndum ólíkra listamanna. Sýningin verður í Artíma Gallerí, Skúlagötu 28 og stendur yfir næstu helgi, til mánudagsins 25. mars.


Kraum - Laufabrauðsjárn og aðrar nýjar vörur í Kraum | 27.03

Í fyrra var það pönnukökupannan, nú er það laufabrauðsjárnið. Markmið Kraums er að taka hluti sem tilheyra okkar arfleifð og endurhanna þá. Kolbeinn Ísólfsson hannar nýtt útlit laufabrauðsjárnsins og Vélvík sér um smíðina. Jafnframt eru þar sýndar nýjar vörur frá Milla Snorrason, Daníeli Magnússyni, Kurl Projeckt og Dýrindi. Sýningin í Kraum, Aðalstræti 10, stendur fram að páskum.


You Say it Best When You Say Nothing at All í Gallerí Þoku | 30.03

GUNMAD kynnir sjálfstæða leturútgáfu sína Or Type með sýningu í Þoku. Heimasíðan www.ortype.is fer í loftið meðan á sýningunni stendur og gestir geta prófað mismunandi leturgerðir og átt samskipti í rauntíma. Gallerí Þoka er í kjallara Hrím hönnunarhús, að Laugavegi 25. Sýningin stendur til 30. mars.


Silfur...13 í Þjóðminjasafni Íslands | 06.04

Silfur...13 er sýning fjögurra gullsmiða með afar ólíkan bakgrunn og feril. Með samstarfi þeirra má fá nokkra mynd af fjölbreytileika starfsins og viðfangsefnum gullsmiða í dag. Hvernig hönnun og hugmyndir eru útfærðar með þekkingu á handverki og framleiðslu. Samhliða skapa gripir gullsmiðanna tengingu milli sögu, hefðar og samtíma. Sýningin stendur til 6. apríl.


Láð og lögur í Norræna húsinu | 14.04

Samsýning á einstöku finnsku og íslensku nútímaskarti sem innblásið er af villtri náttúru. Sýningin stóð fyrst í Hanaholmen í Finnlandi sem hluti af World Design Capital Helsinki 2012, en er nú í Norræna húsinu frá 14. mars til 14. apríl 2013. Sýningarstjóri er Päivi Ruutiainen.


Ljósmyndasýningin Langa andartakið í Norræna húsinu | 21.04

Sarah Cooper og Ninar Gorfer vinna saman að ljósmyndalist og tískuljósmyndun fyrir tímarit og auglýsingar. Á sýningu þeirra sem stendur til 21. apríl í Norræna húsinu eru m.a. myndir sem þær tóku fyrir heimsfræga fatahönnuðinn Vivienne Westwood en ljósmyndalist þeirra er á mörkum ljósmyndunar og málverkalistar.


Innlit í Glit á Hönnunarsafni Íslands | 26.05

Glit var um margt langt á undan sinni samtíð og markar djúp spor í íslenskri hönnunar- og leirlistarsögu. Margir af okkar þekktustu listamönnum á 20. öld unnu þar. Fyrirtækið iðnvæddist um 1970 og tók framleiðslan nýja stefnu inn í sjálfa iðnaðarsögu Íslands. Á sýningunni, sem stendur til 26. maí, eru Glitmunir frá árunum 1958 til 1973.


Nordic Design Today á Hönnunarsafni Íslands | 26.05

Sýning á verkum fremstu hönnuða Norðurlanda. Þeir hafa allir hlotið hin virtu Torsten og Wanja Söderberg verðlaun sem veitt eru árlega norrænum hönnuði. Hönnuðirnir eru Front, Harri Koskinen, Henrik Vibskov, Sigurd Bronger, Sigurður Gústafsson og Steinunn Sigurdardóttir. Koma sýningarinnar til Íslands er í samstarfi við Hönnunarmiðstöð, með stuðningi frá Eimskip. Sýningin stendur til 26. maí.


Skepnusköpun í Spark Design Space | 31.05

Fiskbeinamódel Róshildar Jónsdóttur er gott dæmi um það hvernig móta má gamlar hefðir inn í nútímann og framtíðina. Staðbundið hráefni er nýtt á ferskan hátt sem höfðar til alþjóða markaðar. Verkefnið er unnið í samstarfi við vísindamenn og framleiðslufyrirtæki í fiskiðnaði. Sýningin stendur í Spark Design Space Klapparstíg 33 til 31. maí.


Silfursmiður í hjáverkum í Þjóðminjasafni Íslands | 31.12

Á sýningunni Silfursmiður í hjáverkum, getur að líta verkstæði silfursmiðs frá því um aldamótin 1900. Uppistaðan er verkstæði Kristófers Péturssonar, silfursmiðs á Kúludalsá við Hvalfjörð. Verkstæði Kristófers er dæmigert þar sem mörg verkfæranna eru heimasmíðuð og silfrið kveikt við olíulampa. Sýningin stendur út árið 2012.


Silfur Íslands á Þjóðminjasafni Íslands | 31.12

Afmælissýning Þjóðminjasafnsins sýnir íslenska silfursmíð allt frá síð-miðöldum fram á fyrri hluta 20. aldar. Gripirnir á sýningunni eru margir og mismunandi; búningasilfur, borðbúnaður, kaleikar og silfurskildir. Höfundur sýningarinnar er Steinunn Sigurðardóttir. Sýningin stendur út árið 2013.Hönnunarmiðstöð Íslands | Vonarstræti 4b | s: 771 2200 | info@honnunarmidstod.is

Ef pósturinn birtist ekki almenninlega, má smella hér til skoða hann betur