Á laugardaginn er hin árlega Menningarnótt í miðbæ Reykjavíkur og því fjölmargir viðburðir tengdir hönnun og arkitektúr á boðstólnum. Hér að neðan er samantekt á hönnunartengdum viðburðum og beinn tengilll á hvern viðburð.


Urban Space / Borgarlandslag | Spark Design Space, Klapparstígur 33, kl. 12:00 - 18:00

Borgarlandslag samanstendur af fimmtíu kortum af höfuðborgum Evrópu sem arkitektinn Paolo Gianfrancesco hefur útfært og byggð eru á gögnum úr svokölluðu Open Street Map. Open Street Map (OSM) er opið samstarfsverkefni á netinu sem á uppruna sinn í hugmynd um að útbúa lifandi kort af heiminum sem notandinn getur breytt sjálfur.


Markaður Mynskreyta | Loft Hostel, kl. 13:00 - 18:00

Átján ungir hönnuðir og listamenn selja verk eftir sig á Loft Hostel. Frábært tækifæri til að kynna sér verk ólíkra myndskreyta og kaupa verk beint af þeim.


Opið hús í Grýtunni | Keilugrandi 1, kl. 14:00 - 18:00

Hin nýuppgerða Grýta að Keilugranda 1 hefur að geyma 18 vinnustofur listamanna sem starfa vítt og breitt í hönnunar- og listageiranum. Vinnustofurnar verða opnar gestum og gangandi á Menningarnótt milli klukkan 14:00 og 18:00. Gestum býðst að rölta um húsið, eiga samskipti við listamenn og fylgjast með þeim við vinnu sína. Til sýnis verða meðal annars verk grafískra hönnuða, fatahönnuða, vöruhönnuða, myndskreytara og tonlistar- og sjonlistarfolks.


Peðlan |Freyjugata 1, kl.14:00 - 19:00

Peðlan er „popup” prentsmiðja Victors Ocares sem starfar aðeins í einn dag. Framleidd verða flétturit sem gestir og gangandi geta tekið þátt í að skapa og fá að launum sérsniðið eintak. Efnisföngin er að finna á hinum víðfeðmu villigresjum Wikipedia og í öðrum afkimum internetsins, en ritin eiga uppruna sinn í athöfn sem felst í því að nöfn gesta fara í gegnum mannlegt forrit sem ákvarðar upphafið.


Saga Kakala | Kraum, Aðalstræti 10, kl.17:00 - 18:00

Íslenskar silkislæður og kasmírtreflar með myndverkum eftir Helgu Björnson. Helga er einn af okkar helstu alþjóðlegu hönnuðum og vann í hátískunni í París um áratugaskeið. Í samstarfi við Saga Kakala hefur hún hannað silkislæður og kasmírtrefla með einföldum formum, innblásnum af kachina-dúkkum Hopi Indíána. Einnig verða ýmsir viðburðir í Kraum yfir daginn, hægt að kynna sér dagskránna hér!


Gakktu í bæinn á Menningarnótt | Frá Vitastíg á Hverfisgötu, kl. 14.00 - 23:00

Bak við luktar dyr leynast ólíkir heimar tíu listamanna og hönnuða. Sýningin vinnur út frá slagorði Menningarnætur „gakktu í bæinn“ og opnar formlega menningarmiðju hátíðarinnar í ár, Hverfisgötu. Sýningin mun standa undir berum himni og leiða gesti og gangandi upp og niðurHverfisgötuna. Sýningarhönnuður er Laufey Jónsdóttir.


Ýrúrarí | ANNA MARIA design, Skólavörðustígur 3, kl. 11:00 - 22:00

Textíl verkefni unnið í sumar af Ýri Jóhannsdóttur sem hannar undir nafninu Ýrúrarí. Til sýnis verður steinapels, prjónaður með það í huga að einfalt sé að breyta sér í stein á augabragði. Einnig verður hún með opna vinnustofu frá kl.12:00 - 15:00 að vinna í flíkum sem verða til sölu á netinu í september.


Margskonar birta | Stúdíó Á.T.V.R , Vatnsstíg 3, kl. 12:00 - 22:00

Opin vinnustofa. Keramik lampar og ljós frá Ingu Höskulds og Ásu Tryggva. Hljómsveitin Vinir og vandamenn flytja lifandi tónlist. Góðar veitingar í boði.Kleinubarinn | Vitatorg, kl.14:00 - 17:00

Heimabakaðar kleinur í nýjum búningi, toppaðar með gæðasúkkulaði frá Omnomm verða til sölu á Kleinubarnum á Vitatorgi. Framandi og nýjar útfærslur á borð við hnetumix, brie ost, sultu, hindberjakurl og kakónibbum. Á torginu verður einnig fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á torginu frá kl.14.00.


Hringfari | Portið, Frakkastíg 9, kl. 13:15 - 16:00

Málaðir verða stórir hringir með málningu, gerðir með hringförum úr nagla, spotta og manneskju með pensli. Verður portið fyllt upp af hringjum í ýmsum stærðum. Þessi viðburður hentar fólki á öllum aldrei með ýmis getustig. Hringur táknar eilífðina, lína sem hvorki hefur upphaf né endi. Hringformið var mikið notað í byggingalist á öldum áður og var þá líka eitt af aðaltækjum stærðfræðinga.KRÁS Götumarkaður | Fógetagarðurinn, kl. 13:00 - 20:00

Þá er komið að því að síðasta Krásin verði á Fógetagarðinum. Það má búast við sömu frábæru stemningu og hefur verið nema í öðru veldi vegna menningarnætur.
Hönnunarmiðstöð Íslands | Vonarstræti 4b | s: 771 2200 | info@honnunarmidstod.is

Ef pósturinn birtist ekki almenninlega, má smella hér til skoða hann betur