Fréttir

30. nóvember 2016

Jóladagatal (& -verslun) Hönnunarmiðstöðvar Íslands

Hönnunarmiðstöð blæs til jólagleði fimmtudaginn 1. desember kl. 17-20 þar sem opnaður verður fyrsti „glugginn“ í stórglæsilegu tveggja metra háu jóladagatali miðstöðvarinnar. Á hverjum degi fram að jólum verður „gluggi“ opnaður með glæ-nýrri vöru frá Íslenskum hönnuði, en þann dag verður varan fáanleg á sérstöku jólatilboði. .
18. nóvember 2016

19.5 milljónum úthlutað úr Hönnunarsjóði

Á dögunum fór fram fjórða úthlutun Hönnunarsjóðs á árinu. 68 umsóknir bárust sjóðnum um hátt í 200 m.kr. en 16 verkefni voru styrkt um samanlagt 18 milljónir króna. Einnig voru veittir 15 ferðastyrkir um samanlagt 1.5 m.kr. .
15. nóvember 2016

SmallTalks | Mjúsik&Hönnun

Á fyrirlestri SmallTalks í Hörpu, miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20:00, verður fjallað um samspil hönnunar og tónlistar. Hönnun og tónlist haldast þétt í hendur, eins og margar skapandi greinar, og á þessum fyrirlestri verður sjónum beint að því hversu mikilvæg hönnun er í framsetningu og kynningu tónlistar. Frítt inn og allir velkomnir. .
14. nóvember 2016

PopUp leitar að þátttakendum fyrir jólamarkað í Hafnarhúsinu

PopUp Verzlun leitar nú að þátttakendum fyrir jólamarkað sinn sem verður haldinn í Listasafni Reykjavikur Hafnarhúsi laugardaginn 10 des. 2016. Opnunartími verður frá klukkan 11 - 17. .
01. nóvember 2016

Ferðamannastaðir 360° – málþing 10. nóvember

Arkitektafélag Íslands og Félag íslenskra landslagsarkitekta standa fyrir málþingi um ferðamannastaði 10. nóvember næstkomandi. Á málþinginu verða ferðamannastaðir skoðaðir frá sjónarhorni m.a. hönnuða, fræðslufulltrúa, verkefnastjóra, leiðsögumanns, ferðamanns og bæjarstjóra. .
01. nóvember 2016

HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur

Sýningin Handverk og hönnun verður haldin í 10. sinn dagana 3. til 7. nóvember í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einstakt tækifæri fyrir alla til að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun á einum stað. .
01. nóvember 2016

Langur fimmtudagur út á Granda

Fimmtudaginn 3. nóvember ætla nokkur skapandi og skemmtileg fyrirtæki sem öll eru staðsett á Grandanum að lengja opnunartíma sinn og bjóða fólk velkomið í heimsókn. Ýmis tilboð verða í gangi og hugguleg stemning. .
25. október 2016

Ungir og upprennandi hönnuðir frá LHÍ sýna á Dutch Design Week

Fyrrverandi og núverandi nemendur við Listaháskóla Íslands, ásamt Garðari Eyjólfssyni, fagstjóra, og Rúnu Thors, verkefnastjóra, taka þátt í stórri samsýningu á Dutch Design Week, sem fer fram í Eindhoven dagana 22.-30. október. .
10. október 2016

Fyrirlestur um nýtt einkenni Listasafns Reykjavíkur

Fimmtudaginn 13. október kl. 20.00 segir Hjalti Karlsson, hönnuður og meðstofnandi karlssonwilker inc, frá hönnun nýs einkennis Listasafns Reykjavíkur. .
06. október 2016

As We Grow og Geysir hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2016

Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í þriðja sinn fimmtudaginn 6. október, við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Veitt voru verðlaun í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands og Besta fjárfesting ársins 2016. .
03. október 2016

Málþing á HVÍ 2016 | Eru lög um höfundarrétt úrelt?

Samhliða afhendingu Hönnunarverðlauna Íslands stendur Hönnunarmiðstöð Íslands fyrir málþingi um höfundarrétt í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og Samband íslenskra auglýsingastofa. .
03. október 2016

Frestur til að sækja um styrk í hönnunarsjóð að renna út

Opið er fyrir umsóknir um styrki til hönnunarsjóðs. Þetta er fjórða og síðasta úthlutunin á árinu en hægt er að sækja um þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki.Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 10. október. .
30. september 2016

Forval dómnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands 2016

Hönnunarverðlaun Íslands 2016 verða afhent í þriðja sinn, fimmtudaginn þann 6. október næstkomandi í Safnahúsinu, við Hverfisgötu 15, kl. 18:00. Hátt í 100 tilnefningar bárust dómnefnd sem nú hefur valið fjögur verk sem þykja framúrskarandi. .
29. september 2016

Sýning | Kleina, útgáfu- og letursýning

Föstudaginn 30. september kl.20:00 opnar sýningin KLEINA, útgáfu- og letursýning Björns Loka Björnssonar og Elsu Jónsdóttur, í Pósthússtræti 13. Allir velkomnir. .
19. september 2016

Samtal um sýninguna Tilraun - leir og fleira

Fimmtudagskvöldið 22. september kl. 20 verður haldið málþing um sýninguna Tilraun leir og fleira í Hafnarborg. Að þessu tilefni verða sýningar Hafnarborgar opnar á milli kl. 19.00 - 21.30 sama kvöld. .
16. september 2016

SmallTalks | Á bak við tjöldin með Gagarín

Gagarín er einstakt fyrirtæki á Íslandi, sem hefur unnið til margra verðlauna og hlotið alþjóðlegar viðurkenningar, hefur spennandi vetur á SmallTalks, fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Frítt inn og allir velkomnir. .
15. september 2016

Geysir kynnir nýja fatalínu í Iðnó

Föstudaginn 16. september kl.20:00 frumsýnir Geysir haust- og vetarlínu sína, Reykjavíkurnætur, í Iðnó við Vonarstræti 3. .
14. september 2016

Sýning | Týpískt í Gerðubergi

Laugardaginn 17. september opnar sýningin Týpískt, með listahópnum Tákn og teikn, í Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Sýningin stendur til 23. október og er opin virka daga frá kl. 9-18 og um helgar frá kl. 13-16. .
14. september 2016

Norrænu lýsingarverðlaunin 2016 í Hörpu

Þann 10. október stendur Ljóstæknifélag Íslands fyrir afhendingu Norrænu Lýsingarverðlaunanna í Kaldalónssal Hörpu. .
14. september 2016

Sýnódísk Trópík á Loft

Sýnódísk Trópík, nýjasta fatalína fata- og textílhönnuðarins Tönju Levý, sem kynnt var á HönnunarMars 2016 er nú fáanleg til sölu. Að því tilefni er boðað til kynningarteitis á Loft, fimmtudaginn 15. september kl.20:00. .
09. september 2016

Námskeið | Skandinavísk hönnun fyrir börn á öllum aldri

Í tilefni sýningarinnar Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag efna Norræna húsið og Endurmenntun til námskeiðs fyrir þá sem vilja skyggnast inn í heim skandinavískrar hönnunar. .
09. september 2016

Samkeppnisúrslit | Aðkomutákn fyrir Garðabæ

Nýtt aðkomutákn Garðabæjar, sem valið var eftir samkeppni á meðal hönnuða og myndlistarmanna, er fléttað saman úr þremur jafnstórum flötum römmum í þrívítt verk. .
09. september 2016

Sýning | Tilraun - leir og fleira í Hafnarborg

Föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 20 verða tvær sýningar opnaðar í Hafnarborg. Haustsýning Hafnarborgar 2016, sýningin Tilraun – leir og fleira, í aðalsal safnsins og svo sýning sænska hönnuðarins Jenny Nordberg, 3 – 5 sekúndur – Hröð, handgerð framleiðsla, í Sverrissal Hafnarborgar þar sem hún mun flytja gjörning á opnuninni. .
09. september 2016

Opni Listaháskólinn – Byggingarlist á Íslandi

Opni Listaháskólinn er að fara af stað og í haust stendur almenningi (með bakgrunn í hönnun og/eða arkitektúr) til boða að sækja námskeiðið Byggingarlist á Íslandi sem Pétur Ármannsson kennir. .
09. september 2016

Samkeppni | Sundhöll Ísafjarðar

Ísafjarðarbær efnir til hugmyndasamkeppni um aukna og bætta íþrótta- og baðaðstöðu við Sundhöll Ísafjarðar.  Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Skilafrestur er til 8. desember. .
09. september 2016

Útboð: Styrkja á ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi

Hinn 7. september 2016 opnar Norræna ráðherranefndin fyrir útboð þar sem stórum auglýsingastofum og samstarfshópum fyrirtækja verður boðið að bjóða í verkefni um áframhaldandi þróun og virkjun norræna vörumerkisins. .
09. september 2016

Húsnæði til leigu í Hönnunarmiðstöð Íslands

Hönnunarmiðstöð Íslands flutti í Aðalstræti 2 í byrjun mánaðarins og er í óða önn að koma sér þar fyrir. Stefnt er að því að í húsnæðinu verði rekin lífleg starfsemi á sviði hönnunar og arkitektúrs. Til að byrja með mun miðstöðin ekki nýta allt skrifstofuhúsnæðið og er þess vegna að leita að góðum leigendum. .
02. september 2016

Hönnunarmiðstöð Íslands fagnar nýjum húsakynnum

Fimmtudaginn 1. september var nýjum húsakynnum Hönnunarmiðstöðvar Íslands að Aðalstræti 2 fagnað í góðra vina hópi. .
02. september 2016

Úrslit úr samkeppni um aðkomutákn fyrir Garðabæ kynnt í Hönnunarsafni Íslands

Laugardaginn 3. september fagnar Garðabær 40 ára afmæli sínu, í tilefni af því verða úrslit úr samkeppni um aðkomutákn í Garðabæ kynnt um leið og sýning á öllum tillögum sem bárust í keppnina opnar í Hönnunarsafni Íslands. .
01. september 2016

Kristín Þorkelsdóttir útnefd heiðurslistamaður Kópavogs

Kristín Þorkelsdóttir, hönnuður og myndlistarkona, var útnefnd heiðurslistamaður Kópavogs 2016 - 2017 við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi þann 6. september. .
Yfirlit