Fréttir

14. febrúar 2020

DesignTalks 2020 - Genki Instruments og MINISOPHY

Jón Helgi Hólmgeirsson, yfirhönnuður Genki Instruments, bætist í hóp fyrirlesara og MINISOPHY eftir Katrínu Ólínu hönnuð og Sigríði Þorgeirsdóttur heimspeking gefur tóninn á  DesignTalks 2020 sem fer fram í Hörpu 26.mars. Þema ráðstefnunnar sem er lykilviðburður HönnunarMars hátíðarinnar er Nýr heimur, nýjar leiðir.
.
12. febrúar 2020

Lestrarhestur og teppi Katrínar Ólínu kynnt á hönnunarvikunni í Stokkhólmi 

Hönnuðurinn Katrín Ólína og finnska fyrirtækið Made by Choice leiddu saman hesta sína og endurhönnuðu smáhillu Katrínar sem frumsýnd var á Stockholm Furniture Fair í síðustu viku. Einnig sýndi Katrín Ólína textíl sem hún vann í samstarfi við Kathea rugs í Svíþjóð.
.
11. febrúar 2020

DesignTalks 2020 - Michael Pawlyn, arkitekt, frumkvöðull og einn af upphafsmönnum Architects Declare

Michael Pawlyn, frumkvöðull á sviði biomimicry og regenerative arkitektúrs, sem er innblásin af náttúrulegum kerfum, talar á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks 2020 sem fer fram í Hörpu 26. mars næstkomandi.
.
06. febrúar 2020

Líf og fjör í Hönnunarsafni Íslands á Safnanótt

Á Safnanótt, á morgun þann 7. febrúar, verða skemmtilegir viðburðir í Hönnunarsafni Íslandsþ Fyrirlestrar frá Dr. Arndís S. Árnadóttir um Svein Kjarval og Guðmundur Oddur Magnússon rannsóknarprófessor við LHI fjallar um myndmálssögu ásamt því að það verður lifandi jazz. Ókeypis inn!
.
05. febrúar 2020

Fjaðurlétt Hildur kynnt á Stockholm Furniture Fair

Margverðlaunaði arkitektinn og hönnuðurinn Valdimar Harðarson kynnir nýja hönnun sína til sögunnar, stólinn Hildi, þessa dagana á húsgagnasýningunni Stockholm Furniture Fair.
.
03. febrúar 2020

FÍT byrjar árið með örfyrirlestrum og ADC*E Night á KEX Hostel

Félag Íslenskra Teiknara verða með viðburð miðvikudagskvöldið 5. febrúar næstkomandi. Á dagskrá eru Art Directors Club of Europe 2019 verðlaun og viðurkenningar verða afhent formlega. Ásamt örfyrirlesturum frá Selmu Rut Þorsteinsdóttur og Birni Jónssyni frá Pipar/TBWA og Viktori Weisshappel Vilhjálmssyni.
.
22. janúar 2020

„Hvað er fólk eiginlega að pæla“ – af hugviti, listum og skapandi greinum

Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöð Íslands skrifar hér um skapandi greinar og brýnir þörfina á að stjórnvöld taki málefnum skapandi greina föstum tökum eins og aðra geira atvinnulífsins og fjárfesta með afgerandi hætti í þeim.

.
16. janúar 2020

„Það er magnað að fylgjast með því þegar svo mikill fjöldi fólks hrífst með; orkan sem því fylgir er svo sterk, eflandi og nærandi.“

Þema DesignTalks 2020 er Nýr Heimur, nýjar leiðir en forsölu á viðburðinn lýkur eftir viku. Hlín Helga Guðlaugsdóttir hefur stjórnað DesignTalks síðastliðin 5 ár og talar hér um þennan lykilviðburð HönnunarMars og dagskrá dagsins á hátíðinni í ár.

.
14. janúar 2020

Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna

Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. 
.
10. janúar 2020

Umfjöllun um HönnunarMars 2020 í nýjasta Stopover tímariti Icelandair

Stopover fjallar um stærstu hönnunarhátíð landsins og gefur smá innsýn inn í 5 verkefni sem munu líta dagsins ljós á HönnunarMars 2020.
.
20. desember 2019

Hátíðarkveðja og annáll Hönnunarmiðstöðvar

Árið 2019 var viðburðaríkt hjá Hönnunarmiðstöð, fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum fjölgar, nýjir starfsmenn bættust í hópinn, og ekki síst flutningar á nýjan stað þar sem skrifstofan og öll starfssemi Hönnunarmiðstöðvar er flutt á Tryggvagötu 17. Hér er stiklað á stóru á verkefnum Hönnunarmiðstöðvar 2019. .
18. desember 2019

Ný stjórn kosin á aðalfundi FÍT

Í vikunni var aðalfundur FÍT haldinn þar sem farið var yfir helstu verkefni ársins og ný stjórn kosin. .
18. desember 2019

Genki Instruments stofnar þverfaglegu hönnunarstofuna, Genki Studios

Skapandi tæknifyrirtækið Genki Instruments, sem nýverið vann Hönnunarverðlaun Íslands 2019 fyrir hringinn Wave hefur stofnað þverfaglegu hönnunarstofuna, Genki Studios.
.
17. desember 2019

Hönnunarmiðstöð Íslands er flutt á Tryggvagötu 17

Hönnunarmiðstöð Íslands hefur flutt skrifstofu sína og alla starfssemi á aðra hæð á Tryggvagötu 17.

.
11. desember 2019

FÓLK Reykjavík og Brunt Hus gera með sér dreifingarsamning fyrir Noreg

Íslenska hönnunamerkið FÓLK Reykjavík og norski dreifingaraðilinn Brunt Hus hafa gert með sér dreifingarsamning á vörum fyrirtækisins í Noregi. Brunt Hus mun starfa sem umboðsmaður FÓLKs; markaðsetja, og veita þjónustu í tengslum við sölu á vörum fyrirtækisins til norskra hönnunarverslana.
.
11. desember 2019

Velheppnaður ráðgjafadagur Hönnunarsjóðs með Icelandic Startups

Fyrsti ráðgjafadagur fyrir styrkþega Hönnunarsjóðs fór fram í gær í Bragganum í Nauthólsvík. Dagurinn er unninn í samstarfi við Icelandis Startups sem stjórnuðu deginum.
.
06. desember 2019

Tuttugu og fimm kílómetrar af hönnun

Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar skrifar um hönnun sem hugvit og nýsköpun sem mikilvægt er að fjárfesta í til framtíðar. Greinin birtist fyrst á vef Fréttablaðsins föstudaginn 6. desember.
.
04. desember 2019

Áhugaverðar sjálfbærar lausnir frá Norðurlöndunum.

Norræna samstarfsverkefnið Nordic Sustainable Cities er sýning sem fjallar um norrænar sjálfbærar lausnir í manngerðu umhverfi og sýnir dæmi um leiðir til að auka lífsgæði, efla mannlíf og bæta umhverfið. .
29. nóvember 2019

DesignTalks2020 I Fyrstu fyrirlesarar kynntir til leiks

Fyrstu fyrirlesararnir sem kynntir eru til leiks og munu koma fram á DesignTalks 2020 í Hörpu þann 26. mars eru
 lífhönnuðurinn Natsui Audrey Chieza, stofnandi Faber Futures, og 
hönnunartvíeykið Studio Formafantasma, Andrea Trimarchi og Simone Farresin.

.
27. nóvember 2019

Hönnunarsjóður og Icelandic Startups undirrita samstarfssamning um ráðgjöf til styrkþega sjóðsins

Um að er ræða samkomulag milli Hönnunarmiðstöðvar og Icelandic Startups vegna samstarfs um ráðgjöf til styrkþega Hönnunarsjóðs og fulltrúa þeirra verkefna sem hljóta styrki úr sjóðnum. Hönnunarsjóður veitir um það bil 20 verkefnum styrk í tveimur úthlutunum eða samtals hljóta um 40 verkefni styrki á ári. .
27. nóvember 2019

Mannlíf eða mislæg gatnamót

Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands skrifar um hvernig nýr veruleiki kallar á skapandi lausnir, stórhug, kjark, auðmýkt og mikla bjartsýni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu miðvikudaginn 27. nóvember.
.
22. nóvember 2019

Fyrirlestur um sögu íslenskrar leirlistar á Hönnunarsafni Íslands

Inga Sigríður Ragnarsdóttir heldur fyrirlestur um sögu íslenskrar leirlistar frá árinu 1930-1970 núna á sunnudaginn, 24.nóvember kl. 13 í Hönnunarsafni Íslands í tengslum við skráningu á keramiksafni Önnu Eyjólfsdóttur.
.
21. nóvember 2019

Leit að postulíni í Gryfjunni í Ásmundarsal

Þau Brynhildur Pálsdóttir hönnuður, Ólöf Erla Bjarnadóttir, keramiker og Snæbjörn Guðmundsson,jarðfræðingur hafa komið sér fyrir í Gryfjunni í Ásmundarsal með verkefnið sitt, Leitin að postulíni.
.
20. nóvember 2019

Nýr dagskrárstjóri fyrir HönnunarMars 2020

Ellen Loftsdóttir hefur verið ráðin dagskrárstjóri HönnunarMars 2020 og mun halda utanum dagskrá hátíðarinnar í samstarfi við stjórnanda HönnunarMars, Þóreyju Einarsdóttur, 6 manna valnefnd og aðra verkefnastjóra hátíðarinnar. .
19. nóvember 2019

Styrkir Reykjavíkurborgar - framlengdur frestur

Umsóknarfrestur um styrki frá Reykjavíkurborg fyrir starfsemi á árinu 2020 hefur verið framlengdur til 22. nóvember næstkomandi.
.
19. nóvember 2019

Framúrskarandi hönnun fagnað

Það var hátíðleg stemming í Iðnó á fimmtudaginn þegar Hönnunarverðlaun Íslands 2019 voru afhent Genki Instruments auk þess sem Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt, hlaut Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og Omnomm fékk viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2019.
.
19. nóvember 2019

Tíunda tölublað HA er komið út

Útgáfa 10. tölublaðs HA markar fimm ára afmæli tímaritsins sem eru merk tímamót í útgáfu fagrita um íslenska hönnun og arkitektúr. .
18. nóvember 2019

Vel heppnað málþing Hönnunarmiðstöðvar

Það er óhætt að segja að húsfyllir hafi verið á málþingi Hönnunarmiðstöðvar, Hannað í hring - hönnun sem tæki til að þróa nýjar leiðir og sjálfbærar lausnir í Iðnó sem haldið var í tengslum við Hönnunarverðlaun Íslands 2019. .
15. nóvember 2019

Genki Instruments hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2019

Wave eftir Genki Instruments er handhafi Hönnunarverðlauna Íslands 2019. Viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun hlýtur Omnom og Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands er Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt.
.
15. nóvember 2019

Blessuð sértu sveitin mín - ný mynd frá Farmers Market 

Ljúfir tónar í sveitasælu umkringdir íslenskri hönnun frá Farmers Market .
Yfirlit