Fréttir

19. maí 2015

Ertu með góða hugmynd fyrir menningarnótt?

Menningarnótt fagnar 20 ára afmæli sínu þann 22. ágúst nk. Þessum merku tímamótum verður fagnað sérstaklega og að venju mun Landsbankinn styrkja skemmtilega og frumlega viðburði. .
19. maí 2015

Ráðstefna um tengsl hönnunar skólabygginga og kennsluhátta

Þann 21. maí er boðið til ráðstefnu um tengsl hönnunar skólabygginga og kennsluhátta. .
19. maí 2015

Opin vinnustofa um nýtt skipulag við Flensborgarhöfn

Fimmtudaginn 21. maí kl. 17 opnar vinnustofan Þinn staður, okkar umhverfi við Flensborgarhöfn en það er opin vinnustofa um nýtt skipulag við Flensborgarhöfn. Fjölbreytt viðburðadagskrá, gönguferðir um bæinn, kynningar og opnir fundir. .
18. maí 2015

Vilt þú gerast áskrifandi af HA?

Tímaritið HA fjallar um allt það helsta í hönnun og akritektúr á Íslandi. HA ristir undir yfirborðið en í fyrsta tölublaði má m.a. finna greinar um... .
08. maí 2015

Forval í samkeppni um einkenni HönnunarMars 2016

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir samkeppni um hönnun einkennis HönnunarMars 2016. Fjórtán umsóknir bárust, sem lýstu áhuga á þátttöku í samkeppninni. .
07. maí 2015

Handverk og hönnun haldin í Ráðhúsinu 14. - 18. maí

Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur verður haldin dagana 14. til 18. maí n.k. Sem fyrr er gróskan og fjölbreytnin mikil og meðal þess sem hægt er að skoða á sýningunni í maí eru skartgripir, barnaföt, munir úr tré og horni og beini, leðurvörur, skór og fatnaður. .
06. maí 2015

Gestagangur í LHÍ | Richard Saja

Miðvikudaginn 13. maí kl. 12.10 heldur Richard Saja fyrirlesturinn Historically Inaccurate í fyrirlestraröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
06. maí 2015

NORDIK | Norræn listfræðiráðstefna á Íslandi 13. –16. maí

NORDIK, alþjóðleg ráðstefna á sviði norrænna hönnunar- og listfræðirannsókna verður haldin dagana 13. – 16. maí í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin á Íslandi, en síðustu 30 ára hafa hin Norðurlöndin skipst á að halda hana á þriggja ára fresti. Yfirskrift ráðstefnunnar er Mapping Uncharted territories (Kortlagning ókannaðra svæða). .
06. maí 2015

Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar

Sýningin Samspil í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar opnaði 23. apríl. Þar er varpað nýju ljósi á tengsl danska arkitektsins Finns Juhl (1912-1989) og Sigurjóns Ólafssonar (1908-1982) á árunum 1939 til 1945, en þeir voru báðir brautryðjendur, hvor á sínu sviði, og fóru ótroðnar slóðir í tilraunum sínum með form og efni. .
01. maí 2015

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2015

Útskriftarsýning nemenda á BA stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands opnaði laugardaginn 25. apríl, í Listasafni Reykjavíku, og stendur til 10. maí. .
29. apríl 2015

Samkeppni | Einkenni HönnunarMars 2016

Kallað er eftir umsóknum hönnuða eða hönnunarteyma sem hafa áhuga á að útfæra einkenni HönnunarMars 2016. Úr umsóknum verða valdir þrír hönnuðir eða teymi til að taka þátt í lokaðri samkeppni um einkennið. Sérstaklega er hvatt til þverfaglegrar samvinnu hönnuða. Sækja þarf um þátttöku fyrir kl. 12 á miðnætti mánudaginn 4. maí 2015. .
27. apríl 2015

BORGARLANDSLAG | Málþing FÍLA þann 30. apríl

Í tilefni af alþjóðlegum mánuði landslagsarkitektúrs stendur Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, fyrir málþingi fimmtudaginn 30. apríl. .
27. apríl 2015

Sigga Heimis og Studio Granda hlutu menningarverðlaun DV

Sigga Heimis og Studio Granda hlutu menningarverðlaun DV fyrir hönnun og arkitektúr árið 2014. Þetta er í 36. skipti sem verðlaunin eru afhent, en þau eru veitt árlega fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu. .
16. apríl 2015

Auglýst eftir umsóknum í minningarsjóð Guðjóns Samúelssonar

Minningarsjóður dr. Phil. húsameistara Guðjóns Samúelssonar auglýsir eftir umsóknum um styrkveitingar úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til kl.12.00 mánudaginn 4. maí. .
15. apríl 2015

Opið fyrir umsóknir í hönnunarsjóð

Opið er fyrir umsóknir um styrki hönnunarsjóðs. Þetta er önnur úthlutun á árinu en hægt er að sækja um þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 28. apríl og úthlutun verður í lok maí. .
01. apríl 2015

Slush PLAY í Reykjavík dagana 28.–29. apríl 2015

Slush Play, ný ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika, verður haldin í fyrsta sinn dagana 28.-29. apríl í Gamla Bíó. Ráðstefnan er haldin undir merkjum og í samstarfi við Slush ráðstefnuna í Finnlandi sem er ein stærsta tækni- og sprotaráðstefna Evrópu. .
19. mars 2015

Sýningar sem eru enn í gangi eftir HönnunarMars

Aldrei hafa fleiri viðburðir verið skráðir í dagskrá en á Hönnunarmars 2015 og aldrei hefur veðrið verið verra. Ef þú náðir ekki að komst yfir alla dagskránna þá eru hér nokkrar sýningar sem standa ennþá opnar eftir HönnunarMars. .
19. mars 2015

Takk fyrir þátttökuna á HönnunarMars!

HönnunarMars fór fram dagana 12.-15. mars. Um hundrað og þrjátíu spennandi viðburðir, sýningar og fyrirlestrar voru á dagskrá HönnunarMars. Hátíðin kynnir íslenska hönnun og arkitektúr, atvinnugreinar sem spanna vítt svið. .
19. mars 2015

Hönnunarverðlaun Íslands hlutu verðlaun á FÍT 2015

Hönnunarverðlaun Íslands hlutu viðurkenningu á FÍT verðlaununum 2015, sem voru afhent við hátíðlega athöfn þann 11. mars á KEX hostel. FÍT verðlaunin eru fagverðlaun íslenskra teiknara þar sem verðlaun og viðurkenningar eru veitt árlega fyrir þau verk sem þykja skara fram úr. .
09. mars 2015

Nýtt tímarit um hönnun og arkitektúr kemur út á HönnunarMars

Nýtt tímarit um hönnun og arkitektúr kemur út í fyrsta sinn á HönnunarMars 2015. Tímaritið ber nafnið HA og er gefið út af níu fagfélögum undir formerkjum Hönnunarmiðstöðvar Íslands, en því er ætlað að kynna og sýna fram á mikilvægi góðrar hönnunar. .
09. mars 2015

Opnunarhátíð HönnunarMars í Hörpu

Hönnunarmars verður settur í sjöunda sinn, fimmtudaginn 12. mars klukkan 18:00 á jarðhæð Hörpu. Við sama tilefni opna þrír íslenskir hönnuðir sýningu í Epal, Hörpu. .
09. mars 2015

Ögrun og fantasía á DesignTalks

DesignTalks fyrirlestadagur HönnunarMars markar upphaf hátíðarinnar, líkt og undanfarin ár. Einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta flytja erindi undir yfirskriftinni Play Away. Þar verður leikur skoðaður í víðu samhengi út frá mikilvægi hans í hönnun og nýsköpun. .
09. mars 2015

Hönnunarverðlaun Grapevine afhent í fimmta sinn

Hönnunarverðlaun Grapevine voru afhent í fimmta sinn, föstudaginn 6. mars síðastliðinn. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum; Fatahönnun ársins, Vara ársins, Verkefni ársins og Vörulína ársins. .
03. mars 2015

Sveitaball, Sigga Heimis, Float og fleira í dagskrá HönnunarMars

Mikil tilhlökkun er fyrir að birta fjölbreytta dagskrá HönnunarMars 2015, en von er á henni í næstu viku. Ljóst er að þema DesignTalks, fyrirlestradags HönnunarMars, sem er PlayAway hafi smitast yfir á hátíðina enda leikur og leikgleði einkennandi fyrir viðburði. .
02. mars 2015

Hugmyndasamkeppni um skipulag Efstaleitis

Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg auglýsa eftir þátttakendum í forvali fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. .
24. febrúar 2015

Einkenni HönnunarMars 2015

Við sköpun einkennis HönnunarMars 2015 var sóttur innblástur í staðsetningu og líflegt mannlíf viðburðarins. Reykjavík í fullum skrúða HönnunarMars er túlkuð með einföldum teikningum af hinum ýmsu kennileitum borgarinnar og iðar hún af lífi með fjölbreytilegri mannflóri. .
23. febrúar 2015

Tvö íslensk verkefni tilefnd til Mies van der Rohe verðlaunanna

Listi með þeim 40 verkum sem komast áfram og enn eiga möguleika á að verða valin til að hljóta þau eftirsóttu verðlaun sem kennd eru við þýska arkitektinn Mies van der Rohe var birtur í vikunni – þar af eru tvö íslensk. .
23. febrúar 2015

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | TVÖ KRADSVERK

Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 12.10 halda arkitektarnir Kristján og Kristján fyrirlestur um eigin verk í fyrirlestraröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
23. febrúar 2015

Opið fyrir umsóknir í Átak til atvinnusköpunar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á ný og rennur umsóknarfresturinn út klukkan 12:00 þann 25. febrúar nk. .
17. febrúar 2015

Hlutagerðin sýnir í GRAND-HORNU safninu í Belgíu

Hönnunarþríeykið Hlutagerðin sýnir verk sín Brynju og Skjöld á Grand Hornu nýlistasafninu í Belgíu. Sýningin Futur Archaïque samanstendur af verkum 30 hönnuða og hönnunarteyma sem horft hafa með jákvæðu viðhorfi til róta sinna og nýtt þá vitneskju í sinni hönnun. .
Yfirlit