Fréttir

26. mars 2015

Slush PLAY í Reykjavík dagana 28.–29. mars 2015

Slush Play, ný ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika, verður haldin í fyrsta sinn helgina 28.-29. mars í Gamla Bíó. Ráðstefnan er haldin undir merkjum og í samstarfi við Slush ráðstefnuna í Finnlandi sem er ein stærsta tækni- og sprotaráðstefna Evrópu. .
25. mars 2015

Sigga Heimis og Studio Granda hlutu menningarverðlaun DV

Sigga Heimis og Studio Granda hlutu menningarverðlaun DV fyrir hönnun og arkitektúr árið 2014. Þetta er í 36. skipti sem verðlaunin eru afhent, en þau eru veitt árlega fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu. .
19. mars 2015

Sýningar sem eru enn í gangi eftir HönnunarMars

Aldrei hafa fleiri viðburðir verið skráðir í dagskrá en á Hönnunarmars 2015 og aldrei hefur veðrið verið verra. Ef þú náðir ekki að komst yfir alla dagskránna þá eru hér nokkrar sýningar sem standa ennþá opnar eftir HönnunarMars. .
19. mars 2015

Takk fyrir þátttökuna á HönnunarMars!

HönnunarMars fór fram dagana 12.-15. mars. Um hundrað og þrjátíu spennandi viðburðir, sýningar og fyrirlestrar voru á dagskrá HönnunarMars. Hátíðin kynnir íslenska hönnun og arkitektúr, atvinnugreinar sem spanna vítt svið. .
19. mars 2015

Hönnunarverðlaun Íslands hlutu verðlaun á FÍT 2015

Hönnunarverðlaun Íslands hlutu viðurkenningu á FÍT verðlaununum 2015, sem voru afhent við hátíðlega athöfn þann 11. mars á KEX hostel. FÍT verðlaunin eru fagverðlaun íslenskra teiknara þar sem verðlaun og viðurkenningar eru veitt árlega fyrir þau verk sem þykja skara fram úr. .
09. mars 2015

Nýtt tímarit um hönnun og arkitektúr kemur út á HönnunarMars

Nýtt tímarit um hönnun og arkitektúr kemur út í fyrsta sinn á HönnunarMars 2015. Tímaritið ber nafnið HA og er gefið út af níu fagfélögum undir formerkjum Hönnunarmiðstöðvar Íslands, en því er ætlað að kynna og sýna fram á mikilvægi góðrar hönnunar. .
09. mars 2015

Opnunarhátíð HönnunarMars í Hörpu

Hönnunarmars verður settur í sjöunda sinn, fimmtudaginn 12. mars klukkan 18:00 á jarðhæð Hörpu. Við sama tilefni opna þrír íslenskir hönnuðir sýningu í Epal, Hörpu. .
09. mars 2015

Ögrun og fantasía á DesignTalks

DesignTalks fyrirlestadagur HönnunarMars markar upphaf hátíðarinnar, líkt og undanfarin ár. Einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta flytja erindi undir yfirskriftinni Play Away. Þar verður leikur skoðaður í víðu samhengi út frá mikilvægi hans í hönnun og nýsköpun. .
09. mars 2015

Hönnunarverðlaun Grapevine afhent í fimmta sinn

Hönnunarverðlaun Grapevine voru afhent í fimmta sinn, föstudaginn 6. mars síðastliðinn. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum; Fatahönnun ársins, Vara ársins, Verkefni ársins og Vörulína ársins. .
03. mars 2015

Sveitaball, Sigga Heimis, Float og fleira í dagskrá HönnunarMars

Mikil tilhlökkun er fyrir að birta fjölbreytta dagskrá HönnunarMars 2015, en von er á henni í næstu viku. Ljóst er að þema DesignTalks, fyrirlestradags HönnunarMars, sem er PlayAway hafi smitast yfir á hátíðina enda leikur og leikgleði einkennandi fyrir viðburði. .
03. mars 2015

Opið fyrir umsóknir í hönnunarsjóð

Opið er fyrir umsóknir um styrki hönnunarsjóðs. Þetta er önnur úthlutun á árinu en hægt er að sækja um þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 28. apríl og úthlutun verður í lok maí. .
02. mars 2015

Hugmyndasamkeppni um skipulag Efstaleitis

Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg auglýsa eftir þátttakendum í forvali fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. .
24. febrúar 2015

Einkenni HönnunarMars 2015

Við sköpun einkennis HönnunarMars 2015 var sóttur innblástur í staðsetningu og líflegt mannlíf viðburðarins. Reykjavík í fullum skrúða HönnunarMars er túlkuð með einföldum teikningum af hinum ýmsu kennileitum borgarinnar og iðar hún af lífi með fjölbreytilegri mannflóri. .
23. febrúar 2015

Tvö íslensk verkefni tilefnd til Mies van der Rohe verðlaunanna

Listi með þeim 40 verkum sem komast áfram og enn eiga möguleika á að verða valin til að hljóta þau eftirsóttu verðlaun sem kennd eru við þýska arkitektinn Mies van der Rohe var birtur í vikunni – þar af eru tvö íslensk. .
23. febrúar 2015

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | TVÖ KRADSVERK

Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 12.10 halda arkitektarnir Kristján og Kristján fyrirlestur um eigin verk í fyrirlestraröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
23. febrúar 2015

Opið fyrir umsóknir í Átak til atvinnusköpunar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á ný og rennur umsóknarfresturinn út klukkan 12:00 þann 25. febrúar nk. .
17. febrúar 2015

Hlutagerðin sýnir í GRAND-HORNU safninu í Belgíu

Hönnunarþríeykið Hlutagerðin sýnir verk sín Brynju og Skjöld á Grand Hornu nýlistasafninu í Belgíu. Sýningin Futur Archaïque samanstendur af verkum 30 hönnuða og hönnunarteyma sem horft hafa með jákvæðu viðhorfi til róta sinna og nýtt þá vitneskju í sinni hönnun. .
17. febrúar 2015

Fleiri glefsur úr dagskrá HönnunarMars 2015

Hér gefur að líta glefsur úr þeirri fjölbreyttu dagskrá sem fram fer á HönnunarMars 2015. .
17. febrúar 2015

Íslensk hönnun á hönnunarvikunni í Stokkhólmi

Hátt í 50 íslenskir hönnuðir sýna á Hönnunarvikunni í Stokkhólmi í ár á vegum WE LIVE HERE, þar að auki sýnir Þórunn Árna á vegum Summit Travel Fund, Hring eftir hring kynnir nýja skartgripalínu og Dögg Guðmundsdóttir og Brynhildur Bolladóttir taka þátt í Stockholm Furniture Fair. .
17. febrúar 2015

Gaman í alvörunni á Hlemmi með Karolina Fund

Fræðsluviðburðurinn Gaman í alvörunni á Hlemmi verður haldinn með óhefðbundnum hætti n.k. fimmtudag 19. febrúar milli kl. 17:00 og 19:00, en Nýsköpunarmiðstöð og Karolina Fund ætla að bjóða til viðburðar með léttu ívafi. .
16. febrúar 2015

Hvernig stofnar maður frumkvöðlafyrirtæki í Reykjavík?

Stofnendur Tulipop, Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir, verða með erindi í Setri skapandi greina við Hlemm miðvikudaginn 18. febrúar kl. 18.30. Ásamt þeim munu fulltrúar fjölbreyttra frumkvöðlafyrirtækja koma fram og bjóða upp á pallborðsumræður þar sem rætt verður um frumkvöðla- og stuðningsumhverfið og hvaða tækifæri eru til staðar. .
30. janúar 2015

Hefja sambúð á Stockholm Design Week 2015

Íslenskir og finnskir hönnuðir rugla saman reytum og hefja sambúð á hönnunarvikunni í Stokkhólmi sem haldin er í byrjun febrúar 2015. Flutt verður í fallega íbúð í miðborg Stokkhólms, sem verður í senn sýningar- og viðburðarrými. .
30. janúar 2015

Íslensku lýsingarverðlaunin afhent í fyrsta sinn

Íslensku lýsingarverðlaunin verða afhent í fyrsta sinn, föstudaginn 7. febrúar, við hátíðlega athöfn í Perlunni. Í kynningu segir: „ Ár ljóssins er hafið...Félagar í Ljóstæknifélag Íslands setja Perluna í annan búning með ljósinnsetningum og búa til skemmtilega umgjörð um Íslensku lýsingarverðlaunin. Þetta verður gaman að sjá og upplifa!“ .
29. janúar 2015

Sigga Heimis sýnir í Hannesarholti

Laugardaginn 31. janúar kl.14.00 opnar sýningin LÍFRÆNT í Hannesarholti eftir Siggu Heimis. 
Sýningin stendur yfir í febrúar og verður opin á opnunartíma Hannesarholts frá kl. 11-17. .
21. janúar 2015

Handverk og hönnun haldin í 13. sinn – opið fyrir umsóknir

Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur verður haldin í þrettánda sinn í maí n.k. Á sýningunni er handverk, hönnun og listiðnaður í öndvegi og er áhuginn og aðsóknin mjög mikil. Haldnar eru tvær sýningar á ári, um miðjan maí og í byrjun nóvember. .
21. janúar 2015

Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki

Frestur til að senda inn umsóknir um fyrstu úthlutun hönnunarsjóðs um ferðastyrk fyrir árið 2015 rennur út 3.febrúar. Ferðastyrkirnir eru ætlaðir hönnuðum og arkitektum til að auka möguleika á að taka þátt í erlendum samstarfs- og kynningarverkefnum, sýningum, viðburðum, ráðstefnum og viðskiptastefnumótum. .
21. janúar 2015

Fyrirlestur | Dr. Harpa Stefánsdóttir um ánægjulegar hjólreiðar

Föstudaginn 23. janúar klukkan 16.00 flytur Dr. Harpa Stefándsdóttir arkitekt FAÍ, fyrirlestur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur undir yfirskriftinni; Ánægjulegar samgönguhljólreiðar – borgarrými og gildi fegurðarupplifunar. .
20. janúar 2015

Or Type opnar nýjan vef í Mengi

Or Type opnar nýjan vef miðvikudaginn 21. janúar kl.20 í Mengi, Óðinsgötu 2. Or Type er fyrsta og eina sérhæfða leturútgáfa Íslands. Hún var formlega opnuð með sýningu á HönnunarMars 2013, en það eru Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund Brunse sem standa á bakvið útgáfuna. .
19. janúar 2015

Opnunarhátíð Gulleggsins 2015

Opnunarhátíð Gulleggsins 2015 fer fram í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 22. janúar og hefst kl.18:00. Tilkynnt verður um fjölda hugmynda en í fyrra bárust 377 hugmyndir og stóðu um 700 einstaklingar á bak við þær. .
17. janúar 2015

Jessica Walsh hjá Sagmeister & Walsh á HönnunarMars

Jessica Walsh, annar eigandi hönnunarskrifstofunnar Sagmeister & Walsh verður meðal fyrirlesara á DesignTalks fyrirlestrardegi HönnunarMars sem haldinn verður í Reykjavík frá 12. til 15. mars næstkomandi. .
Yfirlit