Fréttir

08. júlí 2016

Sumarlokun Hönnunarmiðstöðvar

Hönnunarmiðstöðin verður lokuð frá og með 10. júlí til 5. ágúst 2014. .
08. júlí 2016

Sýning | Öld barnsins í Norræna húsinu

Öld barnsins, sýning um norræna hönnun fyrir börn, opnar í Norræna húsinu þann 22. Júlí 2016. .
08. júlí 2016

Hönnunarsjóður | Opið fyrir umsóknir um ferðastyrki

Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki, þetta er þriðja úthlutun af fjórum í ár. Frestur til þess að sækja um rennur út á miðnætti þann 23.ágúst. .
30. júní 2016

Tulipop eykur hlutafé sitt um 250 milljónir

Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop hefur gert samning við sjóðinn Frumtak og núverandi hluthafa, Þorberg ehf., sem er félag í eigu Dóru Bjargar Marinósdóttur, um að leggja fyrirtækinu til tæplega 250 milljónir króna í nýtt hlutafé. .
29. júní 2016

Hönnunarsamkeppni um nýbyggingu fyrir Alþingi

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Alþingis býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um nýja byggingu fyrir Alþingi á Alþingisreit. Skilafrestur tillagna er 25. október 2016. .
29. júní 2016

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um styrki

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna fyrir verkefni sem unnin eru á árinu 2016. Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa einstaklingar sem starfa sem myndhöfundar. .
29. júní 2016

Samkeppnisúrslit | „Spot on Kársnes“ valin sem besta tillagan

Spot on Kársnes vann fyrstu verðlaun í samkeppninni Kársneshöfn – sjálfbær líftaug sem er hluti af The Nordic Built Cities Challenge, sem hleypt var á stokkinn þann 16. október 2015. .
28. júní 2016

Hugmyndasamkeppni um vistvænni skip

Íslenski sjávarklasinn, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslensk nýorka efna til samkeppni til að stuðla að auknum áhuga á umhverfisvænum lausnum og nýsköpun í tengslum við orkunotkun, skipatækni, veiðarfæri og annan tækni- og hugbúnað um borð í skipum. Skilafrestur er til 1. september 2016. .
27. júní 2016

Sýning | Arkitektúr og Akureyri

Laugardaginn 21. maí opnar sýningin Arkitektúr og Akureyri í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Á sýningunni er byggingarlist á Akureyri skoðuð í víðu samhengi og fjallað um byggingar sem ýmist hafa unnið í samkeppnum eða hlotið sérstakar viðurkenningar. Sýningin stendur til 28. ágúst. .
15. júní 2016

Hönnunarmiðstöð Íslands flytur úr Vonarstrætinu

Hönnunarmiðstöð hefur nú kvatt Vonarstræti og Torg vonar eftir sjö góð ár. Stjórnendur Listaháskóla Íslands hafa verið svo vinsamlegir að bjóða okkur tímabundna aðstöðu á jarðhæð skólans í Þverholti 11 á meðan við leitum okkur að nýjum og varanlegum heimkynnum. Kíkið í kaffi! .
13. júní 2016

Skilafrestur í samkeppni um aðkomutákn fyrir Garðabæ

Garðabær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands kynnti samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni / einkenni til að marka aðkomu að bænum í lok mars á þessu ári. Nú er komið að skilum en frestur til að senda inn tillögu er til kl.12:00, fimmtudaginn 23. júní 2016. .
01. júní 2016

Ný stjórn mynduð á aðalfundi Hönnunarmiðstöðvar Íslands

Aðalfundur Hönnunarmiðstöðvar var haldinn 26. maí 2016. Auk hefðbundna dagskrárliða var á úthlutað úr Hönnunarsjóði og ný stjórn mynduð, en í henni sitja fulltrúar allra fagfélaganna 9 sem eiga Hönnunarmiðstöð. .
30. maí 2016

26.5 milljónum úthlutað úr Hönnunarsjóði

Fimmtudaginn 26. maí, fór fram fyrsta stóra úthlutun Hönnunarsjóðs á árinu. 86 umsóknir bárust sjóðnum um hátt í 190 m.kr. en 18 verkefni voru styrkt um samanlagt 25 milljónir króna. Hæstu styrkirnir, 3.m.kr., hlutu Magnea Einarsdóttir og Hugdetta. .
21. maí 2016

Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Garðabæ

Garðabær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni / einkenni til að marka aðkomu að bænum. Skilafrestur tillagna er til 23. júní 2016. .
20. maí 2016

Gagarín vann til gullverðlauna á European Design Awards

Fyrirtækið Gagarín vann til gullverðlauna í samkeppni á vegum Evrópsku hönnunarverðlaunanna í flokki stafrænnar hönnunar. Verðlaunin voru afhent í Austurríki á dögunum en þetta er í þriðja sinn sem fyrirtækið hlýtur verðlaun á hátíðinni. .
19. maí 2016

Þriðja tölublað HA er komið út!

Þriðja tölublað HA, tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr, kemur út fimmtudaginn 12. maí. Í tilefni af því er haldið útgáfuhóf í Norr11, Hverfisgötu 18a, kl. 17.30. .
18. maí 2016

Hildur Yeoman sýnir á Listahátíð í Reykjavík

Hildur Yeoman sýnir á Listahátíð í Reykjavík í Lækningaminjasafninu, föstudaginn 3. júní, kl.20:00. Sýningin ber heitið Transcendence og er innsetning þar sem telft er saman hönnun, ljósmyndun og myndlist. .
18. maí 2016

Aðalfundur Hönnunarmiðstöðvar og úthlutun úr Hönnunarsjóði

Aðalfundur Hönnunarmiðstöðvar Íslands verður haldinn á neðri hæðinni í Sjávarklasanum, fimmtudaginn 26. maí 2016 frá kl. 17:00-19:00. Þá fer einnig fram 2. úthlutun úr Hönnunarsjóði fyrir árið 2016. .
18. maí 2016

Málþing um samhengi arkitektúrs og borgarrýma

Föstudaginn 20. maí, frá kl.12:10-13:00, verður haldið málþing á vegum Arkitektafélags Íslands og Listaháskóla Íslands um samhengi arkitektúrs og borgarrýma. Málþingið fer fram í Þverholti 11, Sal A. Frítt inn og allir velkomnir. .
17. maí 2016

Ert þú með góða hugmynd fyrir Menningarnótt 2016?

Auglýst er eftir áhugasömum og frumlegum hugmyndasmiðum til þess að fylla inn í viðburðalandslag Menningarnætur 2016, en hún verður haldin í 21. sinn þann 20. ágúst næstkomandi. .
17. maí 2016

Vorsýning hönnunarbrautar Tækniskólans

Nú stendur yfir vorsýning Hönnunarbrautar Tækniskólans og verður hún opin fram til 22. maí í aðalbyggingu skólans á Skólavörðuholti. .
12. maí 2016

Vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík

Árleg vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík verður opnuð fimmtudaginn 12. maí í húsnæði skólans á 2. og 3. hæð í JL-húsinu, Hringbraut 121. .
06. maí 2016

SmallTalks | Sigga Heimis í Hörpu

Sigga Heimis verður með erindi á SmallTalks, fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands í samstarfi við Listaháskóla Íslands, mánudaginn 9. maí, kl. 20:00, í sal Kaldalón Hörpu. Yfirskrift fyrirlestursins er: „Hönnuðir + stór markaðsfyrirtæki (t.d. IKEA) = hórdómur eða velgengni?“ .
19. apríl 2016

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2016

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2016 opnar laugardaginn 23. apríl. Þar sýna nemendur á BA stigi í myndlistar og hönnunar- og arkitektúrdeild verk sín í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17. .
17. apríl 2016

Hönnunarsjóður | Opið fyrir umsóknir til 28. apríl

Opið er fyrir umsóknir um styrki til hönnunarsjóðs. Þetta er önnur úthlutun á árinu en umsóknarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 28.apríl. .
16. apríl 2016

Myndlistarskólinn auglýsir eftir deildarstjóra textíldeildar

Myndlistarskólinn í Reykjavík auglýsir 50% starf deildarstjóra textíldeildar laust til umsóknar. Umsóknir skulu vera skriflegar og þurfa að berast skrifstofu skólans fyrir kl. 17:00 mánudaginn 2. maí 2016. .
16. apríl 2016

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist

Fyrsti viðburður útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands 2016 er útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist. .
15. apríl 2016

Sýning | The Weather Diaries í Norræna húsinu

Sýningin The Weather Diaries (þýð. Veðurdagbækurnar) opnar með viðhöfn föstudaginn 18. mars í Norræna húsinu kl. 17. Sýningin mun standa til 5. júlí 2016. .
14. apríl 2016

Óskað er eftir tilnefningum til Vaxtarsprotans 2016

Vaxtarsproti ársins verður valinn í tíunda sinn í maí 2016, því er óskað eftir tilnefningum en frestur til að skila inn í forval er til miðvikudags 25. apríl. .
13. apríl 2016

Hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis

Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðisins í Grafarvogi. Skilafrestur er til 19. apríl 2016. .
Yfirlit