Fréttir

01. september 2015

Katrín Ólína og Hugdetta á Helsinki Design Week

Katrín Ólína og Hönnunarteymið Hugdetta taka þátt í Helsinki Design Week, sem á sér stað dagana 3.-13. september. .
28. ágúst 2015

Opið fyrir umsóknir í hönnunarsjóð

Opið er fyrir umsóknir um styrki hönnunarsjóðs. Þetta er fjórða og síðasta úthlutunin á árinu en umsóknarfrestur er til 8.október og úthlutun verður í byrjun nóvember. .
28. ágúst 2015

Tulipop hlýtur virt bresk verðlaun

Tulipop hlaut hin virtu Smallish Design Awards 2015 sem afhent voru í Bretlandi þann 27. ágúst. Þar hlaut Tulipop viðurkenningu í flokknum „Best Newcomer", eða sem eitt besta nýja barnavörumerkið á breska markaðinum. .
27. ágúst 2015

Weaving DNA í Þjóðminjasafninu

Laugardaginn 15. ágúst kl. 14:00 opnar sýningin Weaving DNA í Þjóðminjasafninu. Weaving DNA er samvinnuverkefni íslenska vöruhönnuðarins Hönnu Dísar Whitehead og skoska textílhönnuðarins Claire Anderson. .
26. ágúst 2015

Verkefnastyrkir Creative Europe

Frestur til að skila inn umsóknum vegna samstarfsverkefna í menningarflokki Creative Europe er 7. október 2015, kl.11:00. .
25. ágúst 2015

Gaman í alvörunni | Fyrirlestur um styrki og styrkumsóknir

Fræðsluviðburðurinn Gaman í alvörunni, á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar, hefst að nýju mánudaginn 31. ágúst í Setri Skapandi greina við Hlemm. Á fyrsta fyrirlestri haustsins verður fjallað um styrki og styrkumsóknir. .
24. ágúst 2015

Fyrirlestur með Sascha Lobe og sýning í LHÍ

Miðvikudaginn 26. ágúst kl. 16:00 heldur Sascha Lobe, grafískur hönnuður og prófessor, fyrirlestur á vegum Hönnunar- og arkitektúrdeildar í fyrirlestrasal A, Þverholti 11. .
20. ágúst 2015

Málþing um sjónlist fyrir börn og unglinga

Myndlistaskólinn í Reykjavík stendur fyrir málþingi um sjónlist fyrir börn og unglinga, föstudaginn 28. ágúst frá kl. 9:00 - 14:00. .
18. ágúst 2015

Fyrirlestur um Kristínu Guðmundsdóttur innanhússarkitekt

Í tilefni af útgáfu Kristín Guðmundsdóttir Híbýlafræðingur / Interior Designer mun Halldóra Arnardóttir, ritstjóri bókarinnar, halda hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafninu, föstudaginn 21. ágúst kl. 12:15-13:00. .
10. ágúst 2015

Vinningstillaga að nýbyggingu við Lækjargötu

Tillaga Glámu Kíms Arkitekta varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hótel sem áformað er að byggja á lóðinni Lækjargata 12, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. .
10. ágúst 2015

Falinn skógur - rekaviður í hönnun

Sýningin Falinn skógur - rekaviður í hönnun opnar þann 7.júní í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík á Ströndum. Töluverð eftirvænting hefur ríkt fyrir sýningunni en þar er að finna verk eftir 26 sýnendur sem unnu ólík verk úr rekaviði. .
07. ágúst 2015

Cycle Music and Art Festival haldið í fyrsta sinni 13.-16. ágúst

Cycle listahátíð verður haldin í fyrsta skipti í sumar, dagana 13. til 16. ágúst 2015, í Kópavogi. Hátíðin leiðir saman stórstjörnur úr listheiminum en þar verða tónleikar, námskeið, málþing og listasýningar. .
07. ágúst 2015

Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2015

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna fyrir verkefni sem unnin eru á árinu 2015. Frestur er til 17. ágúst. .
10. júlí 2015

Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki

Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrk, þetta er þriðja úthlutunin á árinu en frestur til þess að sækja um rennur út 16. ágúst. .
07. júlí 2015

Sumarlokun Hönnunarmiðstöðvar

Hönnunarmiðstöðin verður lokuð frá og með 10. júlí til 5. ágúst 2014. Sumarkveðjur til ykkar allra frá starfsfólki Hönnunarmiðstöðvar. .
03. júlí 2015

Brynjar Sigurðarson með „pop-up“ vinnusmiðju/verslun í júlí

Brynjar Sigurðarson, vöruhönnuður, hefur opnað tímabundna vinnustofu/ sýningarrými í húsnæði Crymogeu, Barónstíg 27. Vinnustofan ber heitið Góðir vinir/ Good Friends og verður opin í allan júlí. .
02. júlí 2015

Rekstrarnám fyrir hönnuði

Opni háskólinn býður upp á nýja námslínu í haust fyrir hönnuði og listafólk. Á námskeiðinu fá hönnuðir tæki og tól sem þeir geta nýtt sér til að koma vöru sinni á framfæri og fá tækifæri til að kynnast viðskiptaumhverfinu betur. .
24. júní 2015

Alvar Aalto í Norræna húsinu

Sýningin Aalto og Norræna húsið; byggingarlist og hönnun, hugmyndafræði og list, opnar í Norræna húsinu fimmtudaginn 25. júní kl.17.00. .
18. júní 2015

Brynjar Sigurðarson hlýtur Swiss Design Awards 2015

Brynjar Sigurðsson, vöruhönnuður, er einn þeirra sem hlýtur svissnesku hönnunarverðlaunin, Swiss Design Awards 2015, í flokki vöru- og hlutahönnunar. .
15. júní 2015

Nýja Ísland opnar í Spark Design Space á 17. júní

Sýningin Nýja Ísland eftir Bjarna H. Þórarinsson opnar í Spark Design Space á 17. júní. Þar verður kynntur afrakstur nýjustu deildar Vísindaakademíunnar, Donettur. .
12. júní 2015

Vilt þú gerast áskrifandi að HA?

Tímaritið HA fjallar um allt það helsta í hönnun og akritektúr á Íslandi. HA ristir undir yfirborðið en í fyrsta tölublaði má m.a. finna greinar um... .
08. júní 2015

Sumargöngur Hafnafjarðar alla fimmtudaga í sumar

Í sumar verður boðið upp á menningargöngu með leiðsögn um svæðið umhverfis miðbæ Hafnarfjarðar öll fimmtudagskvöld kl. 20. Hver ganga tekur um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. .
05. júní 2015

Opið fyrir umsóknir fyrir sumarmarkað Bernhöfts Bazaar

Bernhöfts Bazaar er nýr og skemmtilegur sumar markaður hannaður og stýrður af Þóreyju Björk Halldórsdóttur og Laufeyju Jónsdóttur, fyrir bæði eintaklinga og fyrirtæki sem verður haldin sex laugardaga í sumar. Vertu með! .
04. júní 2015

„Fifty dining“ eftir Dögg Guðmundsdóttir valinn á danska hönnunarsýningu

Stóll Daggar Guðmundsdóttur, „Fifty dining“ hefur verið valinn sem einn af sýningargripum á hönnunarsýningunni „Kvinder i dansk møbeldesign“ í Trapholt í Danmörku sem opnar 10. júní og stendur til 24. janúar. .
04. júní 2015

Gagarín hlaut tvenn verðlaun á European Design Awards

Gagarín hlaut bæði gull- og silfurverðlaun í flokki stafrænnar hönnunar í samkeppni á vegum European Design Awards fyrir gagnvirk sýningaratriði sem fyrirtækið hefur unnið að í Noregi og Kanada. Fulltrúi Gagarín tók á móti verðlaununum síðastliðna helgi á veglegri hátíð í Istanbul í Tyrklandi. .
04. júní 2015

Fuzzy á forsíðunni

Fuzzy kollur Sigurðar Helgasonar var í aðalhlutverki á opnunarhátíð á vegum Index Design, sem haldin var í Montreal í Canada þann 21. maí. .
04. júní 2015

Omnom tóku heim bronsið á European Design Awards 2015

Sælgætisframleiðendurnir og brautriðjendurnir hjá Omnom hafa vakið mikla athygl bæði hér og erlendis fyrir sérsstæða og framúrstefnulega umbúðahönnun svo að það ætti ekki að hafa komið neinum að óvörum þegar þeir unnu til bronsverðlaunanna á European Design Awards 2015. .
03. júní 2015

Stofnun Alumni félags Listaháskóla Íslands

Undirbúningshópur fyrrum nemenda úr öllum deildum Listaháskóla Íslands vinnur nú að stofnun Alumni félags. .
03. júní 2015

Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir og Þórunn Árnadóttir tilnefndar til Formex Nova Designer of the Year

Dómnefnd Formax Nova Designer of the Year 2015 tilnefndir Ragnheiði fyrir „fallega nútímalega nálgun á hefðbundnum keltneskum og norskum munstrum“ og Þórunni fyrir „að brjóta hún upp hlutverk hversdagslegra hluta á smekklegan hátt og gefa þeim nýtt og frumlegt hlutverk“. .
03. júní 2015

Leynivopnið fær gullverðlaun í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni

Leynivopnið fær Graphis Gold Award fyrir veggspjalda-seríu hannaða fyrir Float og hefur verið valin til birtingar í bókinni Graphis Poster Annual 2016. Float er íslensk hönnun gerð til að upplifa vellíðan í vatni, losa um streitu og stuðla að heilbrigði. .


Yfirlit