Fréttir

23. apríl 2014

Copenhagen Fashion Summit í Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn

Copenhagen Fashion Summit verður haldið í þriðja sinn í Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn þann 24. apríl 2014. Ráðstefnan fjallar um sjálfbærni, tísku og samfélagslega ábyrgð tískuiðnaðarins og er viðburðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í heimi. 12 hönnuðir frá Norðurlöndunum sýna föt sem framleidd eru á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Þeirra á meðal er JÖR by Guðmundur Jörundsson. .
22. apríl 2014

Vísindaferð arkitekta

Næsta vísindaferð Arkitektafélagsins verður farin miðvikudaginn 23. apríl, á síðasti vetrardegi. Komið verður saman klukkan 16 í Hannesarholti og farið þaðan í gönguferð í Sæmundargarða og Stúdentakjallarann þar sem vetrarlokum verður fagnað. Öllum er hjartanlega velkomið að slást í för. .
22. apríl 2014

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands

Útskriftarsýning bakkalárnema í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild opnar laugardaginn 26. apríl kl. 14:00 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við hönnunar- og arkitúrdeild Listaháskóla Íslands verður fimmtudagainn 24. apríl kl. 18:00. .
21. apríl 2014

Samkeppni | Heildarskipulag Háskólasvæðisins

Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands efna til hugmyndasamkeppni um heildarskipulag fyrir Háskólasvæðið. Þátttakendur geta skilað inn heildarhugmyndum sínum að framtíðarskipulagi eða lagt hugmyndir inn í umræðuna um þetta þýðingarmikla verkefni. Frestur til að skila inn tillögum hefur verið framlengdur til 12. maí og er áætlað að niðurstaða dómnefndar liggi fyrir í byrjun júní. .
16. apríl 2014

Íslensk húsgögn vinna til verðlauna í hönnunarkeppni í Mílanó

Á dögunum var tilkynnt um verðlaun á “A’ Design Competition 2014” alþjóðlegu hönnunarkeppninni í Mílanó. Skrifborðið, EitthvaðYfir (e. SomethingRegal) var valið “A’Design Winner” í flokki húsgagna og hægindastóllinn Andagjöf (e. The Gift of the Spirit) fékk viðurkenninguna “Runner-up for A’Design Award”. Hönnuður þessara húsgagna er Jóhann Sigmarsson. .
12. apríl 2014

Fyrsta útskriftarsýning MA nema í hönnun og myndlist

Laugardaginn 12. apríl kl. 15:00 opnar fyrsta útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands í Gerðarsafni, Kópavogi. .
10. apríl 2014

Framkvæmdarsamkeppni | Viðey

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar í samráði við menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar efnir til opinnar framkvæmdasamkeppni um ferjuhús fyrir Viðeyjarferju á Skarfabakka og biðskýli úti í Viðey. Skilafrestur tillagna er til 19. maí. .
09. apríl 2014

Sýningar sem eru opnar áfram eftir HönnunarMars

Hér má finna yfirlit yfir þær sýningar sem eru áfram opnar eftir HönnunarMars. Yfir hundrað spennandi viðburðir, sýningar og fyrirlestrar voru á dagskrá HönnunarMars í ár, svo hér gefst tækifæri að sjá hluta dagskrárinnar áfram. .
08. apríl 2014

Gestagangur í LHÍ | Vísinda- og listamaðurinn Joe Davis

Miðvikudaginn 23. apríl kl. 12.10 heldur bandaríski vísindamaðurinn og listamaðurinn Joe
Davis erindið Apples and Aliens í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. Allir velkomnir! .
08. apríl 2014

Gestagangur í LHÍ | Boegli Kramp Architekten

Þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.00 heldur svissneski arkitektinn Adrian Kramp fyrirlestur sem hann nefnir Simply Complex, þar sem hann fjallar um verk arkitektastofunnar Boegli Kramp Architekten. Fyrirlesturinn er í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
04. apríl 2014

Fyrirlestraröð | Kraftur fjöldans: Orð í belg

Í kvöld, fimmtudag kl. 20:00 í Hafnarhúsinu heldur Nathan Woodhead, frá auglýsingastofunni The Brooklyn Brothers fyrirlestur. Nathan mun segja frá verkefnum Brooklyn Brothers og tala um sagnamennsku og samskipti á stafrænni öld, en á meðal verkefna stofunnar er herferðin Inspired by Iceland sem unnin hefur verið í samstarfi við Íslensku Auglýsingastofuna fyrir Íslandsstofu. .
03. apríl 2014

Kynningarfundur | Betri borgarbragur

Opinn kynningarfundur á verkefninu Betri borgarbragur verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 8. apríl 2014 kl. 16-18. Fundarstjóri er Egill Helgason. .
02. apríl 2014

Hönnuðir hittast | Endurmat á HönnunarMars 2014

Þátttakendum gefst tækifæri til að ræða saman og við skipuleggjendur hátíðarinnar um framkvæmdina, hvað gekk vel og hvað hefði mátt ganga betur. Endurmatsfundir líkt og þessir eru mikilvægir í þróun hátíðarinnar til framtíðar og þátttakendur og aðrir hönnuðir hvattir til að mæta. Sjáumst á Bergson Mathúsi, Templarasundi 3, miðvikudaginn 9. apríl kl. 17:30! .
01. apríl 2014

Opið fyrir umsóknir í hönnunarsjóð

Nú er opið fyrir umsóknir um Þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki og Markaðs- og kynningarstyrki hönnuarsjóðs. Umsóknarfrestur er til 15. apríl en einingis verður údeilt einu sinn á árinu í þessum styrkjarflokkum. Einnig er opið fyrir umsóknir um ferðastyrki, en ferðastyrkjum er úthlutað fjórum sinnum yfir árið. .
01. apríl 2014

Takk fyrir þátttökuna á HönnunarMars!

HönnunarMars fór fram dagana 27. mars til 30 mars. Yfir hundrað spennandi viðburðir, sýningar og fyrirlestrar voru á dagskrá HönnunarMars í ár. Hátíðin kynnir íslenska hönnun og arkitektúr, atvinnugreinar sem spanna mjög vítt svið. Á HönnunarMars er efnt til stefnumóta milli hönnuða og annarra greina með sýningum, fyrirlestrum, málþingum, viðskiptafundum og gleði. .
19. mars 2014

Verið velkomin á HönnunarMars!

HönnunarMars hefst í næstu viku og verður settur formlega fimmtudaginn 27. mars og stendur til sunnudagsin 30. mars. Dagskráin er nú aðgengileg á honnunarmars.is en prentaða dagskrárbókin fer í dreifingu um helgina og hægt er nálgast hana rafrænt hér. Gleðilegan HönnunarMars! .
19. mars 2014

Nordic Fashion Biennale 2014

Viðburðurinn Nordic Fashion Biennale verður haldinn í Museum Angewandte Kunst í Frankfurt Þýskalandi dagana 21.mars - 22.júní 2014. Viðburðurinn samanstendur af ljósmyndum eftir ljósmyndarana Cooper og Gorfer, ásamt innsetningum eftir hönnuði frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Norræna húsið í Reykjavík er framleiðandi Nordic Fashion Biennale. .
19. mars 2014

Pantið áhrifin á Satt Restaurant

Á Hönnunarmars opnar veitingastaðurinn Pantið áhrifin, á  Satt Restaurant (Icelandair Hotel Reykjavík Natura) þar sem gestir geta pantað sér mat út frá þeim áhrfinum sem maturinn hefur. Styrktu heilann, beinin eða hjartað! Verð fyrir þriggja rétta matseðil auk lystauka er 7.900 kr. .
19. mars 2014

Open Mic á HönnunarMars

Á sérstakri röð stuttra fyrirlestra, Open Mic, koma fram hönnuðir víðsvegar að og segja frá sér, starfi sínu og verkefnum. Fyrirlestrarnir fara fram í Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 28. mars kl. 13-16:45. Allir velkomnir! .
18. mars 2014

Lance Wyman heldur fyrirlestur í LHÍ

Fimmtudaginn 20. mars kl. 12.10 heldur grafíski hönnuðurinn Lance Wyman erindið A Design Career í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
17. mars 2014

Advania samstarfsaðili DesignTalks 2014

Á föstudaginn s.l., þann 14. mars var samstarfssamningur á milli Advania og Hönnunarmistöð undirritaður, en samstarfið snýr að fyrirlestradegi HönnunarMars, DesignTalks, sem haldinn verður með stuðningi frá Advania. .
17. mars 2014

Málþing á HönnunarMars | Hönnun fyrir lítil samfélög

Alþjóðlegt málþing verður haldið í Hannesarholti þann 28. mars kl. 9.30-13.30 á HönnunarMars 2014 þar sem samfélagshönnum og hönnun fyrir lítil samfélög verður í brennidepli. Skráning á málþingið er hafin, verð kr. 3200 og hádegisverður er innifalinn. .
17. mars 2014

Mælingar á umfangi tískuiðnaðarins á Íslandi hefjast í vor

KPMG, Hönnunarmiðstöð Íslands og Reykjavik Fashion Festival skrifuðu undir samstarfssamning síðastliðinn föstudag, 14. mars. Samningurinn tekur til mælinga sem KPMG mun ráðast í, á umfangi tískuiðnaðarins á Íslandi. .
17. mars 2014

Fundur á HönnunarMars | Sjálfbærni í tískuiðnaði 2014

Fatahönnunarfélagið og Deloitte bjóða til fundar þar sem hönnuðir deila reynslu sinni af sjálfbærri hönnun og framleiðslu. Í framhaldi munu sérfræðingar leiða umræður um viðskiptalegan ávinning samfélagsábyrgðar og „NICE“ sýnina – tíska sem drifkraftur breytinga. Fundurinn fer fram föstudaginn 28. mars kl. 14–16 í Norræna húsinu. .
16. mars 2014

Kallað eftir þátttakendum í Think Tank á HönnunarMars

Hlin&Co, HAF Studio, Kvennadeild Landspitalans, Líf Styrktarfélag og svissneska hugveitan W.I.R.E. standa fyrir annarskonar viðburði á HönnunarMars 2014. Fólk þvert á fagreinar verður leitt saman í Think Tank 26. Mars kl. 17-19 og þar verða ræddar hugmyndir um sjúkrahús framtíðar, með sérstakri áherslu á kvennadeild. .
14. mars 2014

Hönnunarverðlaun Grapevine 2014

Hönnunarverðlaun Grapevine voru afhent í dag, 14. mars 2014. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum, verkefni ársins, vara ársins, vörulína ársins og fatahönnun ársins. Marsblaðið kom út í dag, en það er tileiknað HönnunarMars og í blaðinu birtist jafnframt dagskrá hátíðarinnar. Nældu þér í eintak af 3. tölublaði Grapevine! .
11. mars 2014

Menningarverðlaun DV fyrir arkitektúr og hönnun

Menningarverðlaun DV voru afhent við hátíðlega athöfn í gær, 11. mars í Iðnó. Gláma Kím hlaut verðlaun í flokki arkiktúrs fyrir Háskólann á Akureyri og Guðmundur Jörundsson hlaut verðlaun í flokki hönnunar fyrir JÖR.. Hönnunarmiðstöðin óskar þeim innllega til hamingju! .
11. mars 2014

Hönnuðir hittast | Upptaktur að HönnunarMars

Á Hönnuðir hittast miðvikudaginn 12.mars á Bergson Mathúsi kl. 17:30, verður yfir hvaða erlendu blaðamenn eru væntanlegir og stiklað verður á helstu viðburðum, opnunum og partýum. Ef þú villt vita hvenær er best að vera hvar borgar sig að mæta á þennan fund. .
10. mars 2014

Fyrirlestraröð | Dagný Bjarnadóttir - Úrgangur / Efniviður

Á fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar, þann 13. mars mun Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt kynna verkefni sem byggja á endurnýtingu hráefnis sem áður hefur verið sett til hliðar sem úrgangur. Á fyrirlestrinum fjallar hún um hugmyndafræði, hönnun og úrvinnslu þeirra verkefna sem hún er með hugann við þessa dagana. Fyrirlesturinn fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fimmtudaginn 13. mars kl. 20. .
10. mars 2014

Samkeppnisúrslit | Kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey

Niðurstaða dómnefndar í samkeppni um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbautinn í Grímsey var tilkynnt í dag, mánudaginn 10. mars kl. 14 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Dómnefnd var einróma um vinningstillöguna, sem er unnin af Kristni E. Hrafnssyni og Studio Granda. .
Yfirlit