Fréttir

18. október 2017

Nýr skrifstofustjóri Hönnunarmiðstöðvar ráðinn

Gunnar Gunnsteinsson hefur verið ráðinn sem skrifstofustjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. .
06. október 2017

Tulipop teiknimyndir komnar í loftið!

Tulipop hefur sett YouTube rás í loftið þar sem er að finna fyrstu þættina í nýrri teiknimyndaseríu. .
04. október 2017

Linda Björg fyrsti Íslendingurinn á VENICE DESIGN 2018

Linda Björg Árnadóttir textíl- og fatahönnuður mun taka þátt í alþjóðlegu hönnunarsýningunni VENICE DESIGN 2018 sem opnar 24. maí 2018. .
28. september 2017

Uppskeruhátíð Nordic Angan í Hönnunarsafni Íslands

Laugardaginn 30. september frá kl. 12-17 fagnar Nordic Angan ilmandi uppskeru sumarsins í Hönnunarsafni Íslands. .
22. september 2017

Frá leikmanni til fagmanns - Líf að loknu námi í LHÍ

Vetrastarf Hollnemafélags Listaháskólans hefst með Listaspjalli næstkomandi þriðjudag 26. september í Mengi kl. 20. ÍListaspjallið mæta hollnemar í pallborðsumræður og deila reynslu sinni að loknu námi. .
21. september 2017

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir tilnefnd til virtra verðlauna

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, hönnuður Ihanna, er ein af fimm hönnuðum frá Norðurlöndunum sem tilnefnd voru til Formex Nova Design Awards 2017. .
20. september 2017

Tískusýning | Geysir frumsýnir haust- og vetrarlínu 2017

Föstudaginn 22. september frumsýnir Geysir haust- og vetrarlínu sína, Skugga-Sveinn, í Héðinshúsinu við Seljaveg 2 í 101 Reykjavík. .
20. september 2017

Sýningaropnun | Leit að postulíni

Föstudaginn 22. september kl. 16:00 opnar sýningin „Leit að postulíni" í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði. Sýningin stendur til 15. janúar. .
20. september 2017

Málþing | Lifað af listinni: Höfundaréttastefna, til hvers?

Samstarfshópur höfundaréttarsamtaka og Bandalags íslenskra listamanna gengst fyrir málþingi um höfundaréttarstefnu í Norræna húsinu 22. september nk. kl. 13:00 – 16:00. .
19. september 2017

Sýningin Artek – Art & Technology opnar í Pennanum

Sýningin Artek – Art & Technology opnar í Pennanum í Reykjavík þann 21. september næstkomandi klukkan 17.00.  Sýningin stendur fram til 8. október. .
08. september 2017

Auglýst eftir skrifstofustjóra í Hönnunarmiðstöð Íslands

Hönnunarmiðstöð Íslands leitar að kraftmiklum, úrræðagóðum, talnaglöggum og skipulögðum skrifstofustjóra í nokkuð margslungið en hálft starf. .
05. september 2017

16 ferðastyrkir veittir í þriðju úthlutun hönnunarsjóðs 2017

Hönnunarsjóður úthlutar nú ferðastyrkjum í þriðja skipti til hönnuða og arkitekta, alls 1,6 milljón króna, fyrir árið 2017. .
04. september 2017

Kallað eftir tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands

Óskað er eftir tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands 2017. Opnað verður fyrir tilnefningar föstudaginn 1. september, en hægt er að benda á eigin verk og verk annarra til miðnættis laugardagin 30. september. .
04. september 2017

Haustsýning Hafnarborgar 2018 – Kallað eftir tillögum

Hafnaborg óskar eftir hugmyndum að samsýningum fyrir haustið 2018. Frestur til að skila inn tillögum rennur út sunnudaginn 29. október 2017. .
03. september 2017

Kolbrún Ýr hreppti 2. sætið í BLUE FASHION CHALLENGE

Fatahönnuðirinn Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir hreppti 2. sætið í BLUE FASHION CHALLENGE, vinnusmiðja sem haldin var í Færeyjum dagana 22.-28. ágúst. .
01. september 2017

Óskarsverðlaunahafi í tæknibrellum með fyrirlestur í LHÍ

Mánudaginn 4. september kl. 12.15 heldur Dan Lemmon, hönnuður og óskarsverðlaunahafi fyrir tæknibrellur (special effects) fyrirlestur um störf sín og verkefni. Frítt inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. .
18. ágúst 2017

Hönnunarsjóður | Opið fyrir umsóknir um ferðastyrki

Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki, þetta er þriðja úthlutun af fjórum í ár. Frestur til þess að sækja um rennur út á miðnætti þann 28. ágúst. .
17. ágúst 2017

PING PONG mót í hönnunarversluninni YPSILON

Hönnunarverslunin YPSILON býður gestum og gangandi að taka þátt í ping pong móti á Menningarnótt milli klukkan 16-18. .
17. ágúst 2017

Tískusýning á ODDSSON á Menningarnótt

Arnar Már Jónsson, fatahönnuður, sýnir útskriftarlínu sína frá Royal College of Art á ODDSSON á Menningarnótt. .
15. ágúst 2017

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um styrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um verkefnastyrki og ferða-og menntunarstyrki Myndstefs 2017. Umsóknafrestur er til kl 14:00 föstudaginn 1. september. .
14. júlí 2017

Óskað eftir innsendum greinum í Mænu

Tímaritið Mæna óskar eftir innsendum greinum vegna næstu útgáfu. Mæna er tímarit gefið út bæði í prentaðri og rafrænni útgáfu af Listaháskóla Íslands. Frá árinu 2016 hefur allur texti í Mænu verið hvoru tveggja á íslensku og ensku. .
13. júlí 2017

Creative Business Cup fyrir skapandi frumkvöðla

Nýsköpunarmiðstöð Íslands leitar að öflugu frumkvöðlafyrirtæki til að taka þátt í alþjóðlegu frumkvöðlakeppninni Creative Business Cup. Umsóknarfrestur hérlendis er til 7. ágúst .
12. júlí 2017

Opnunarpartý YPSILON fimmtudaginn 13. júlí

Fimmtudaginn 13. júlí kl.17:00 opnar YPSILON, ný hönnunarverslun, á 2. hæð Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Aðalstræti 2. .
30. júní 2017

Hönnunarmiðstöð kynnir opnun Akkúrat

Akkúrat, ný hönnunarverslun, hefur nú verið opnuð í húsakynnum Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Aðalstræti 2. .
15. júní 2017

Fimmta tölublað HA er komið út

Vorútgáfu HA, tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr, var fagnað á dögunum í Hönnunarmiðstöð Íslands. Í fimmta tölublaði HA er hrist upp í hefðbundnum aðferðum, starað djúpt í einsleitan síbreytileikann og við látum okkur dreyma. .
14. júní 2017

Áhugaverð nýsköpunarráðstefna - Endurnýting á notuðum veiðarfærum

Dagana 17. og 18. júlí fer fram ráðstefna í Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Myndlistaskólanum í Reykjavík þar sem stefnt er saman fólki úr vísindum, skapandi greinum og viðskiptalífinu með markmið að rannsaka fjölbreytta möguleika til endurnýtingar á notuðum veiðarfærum. .
12. júní 2017

Lifandi sýning Nordic Angan í Hönnunarsafni Íslands

Í anddyri Hönnunarsafns Íslands hefur Nordic Angan komið sér upp sýningar- og vinnuaðstöðu. Á bak við verkefnið standa þær Sonja Bent og Elín Hrund Þorgeirsdóttir, en í sumar munu þær nýta þessa lifandi vinnustofu til að rannsaka og kortleggja ilmi úr íslenskri náttúru.
.
12. júní 2017

Íslenskir hönnuðir á XpoNorth í Skotlandi

Dagana 7. og 8. júní fór XpoNorth fram í bænum Inverness í Skotlandi. Um er að ræða tveggja daga árlegan viðburð þar sem áhersla er á fjölbreyttar skapandi greinar. .
01. júní 2017

Sýning | Borgarveran í Norræna húsinu

Þann 25. maí kl.17:00 opnar sýningin BORGARAVERAN í Norræna húsinu. Sýningin varpar fram spurningunni: Hvernig verður daglegt líf í borg framtíðarinnar, en hún stendur yfir til 5. nóvember 2017. .
01. júní 2017

Kallað eftir umsóknum í BLUE FASHION CHALLENGE

Kallað er eftir umsóknum í BLUE FASHION CHALLENGE, vinnusmiðju sem fer fram í Færeyjum dagana 22.-28. ágúst 2017. Gert er ráð fyrir 10 hönnuðum frá Norðurlöndunum en umsóknarfrestur er til 13. júní. .
Yfirlit