07. nóvember 2019
Hönnunarsjóður úthlutaði í dag, 7. nóvember, 16 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Þetta er fjórða úthlutunin ársins 2019 og að þessu sinni var 14,5 milljónum króna úthlutað í almenna styrki en 1,4 milljón í ferðastyrki. Alls var sótt um rúmlega 140 milljónir að þessu sinni en sjóðurinn hefur 50 milljónir til úthlutunar á ári.
.