Fréttir

16. september 2014

Forval | Hönnunarsamkeppni um Laugarveg og Óðinstorg

Í byrjun ágúst auglýsti Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), eftir hönnuðum til þátttöku í forvali vegna hönnunarsamkeppni um endurgerð á yfirborði tveggja svæða, annarsvegar Laugavegar milli Snorrabrautar og Skólavörðustígs og hins vegar á Óðinstorgi. .
15. september 2014

Á markað með nýtt nýsköpunarverkefni?

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átak til atvinnusköpunar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. Umsóknarfrestur rennur út klukkan 12:00 föstudaginn 26. september. .
12. september 2014

Auglýst eftir grafískum hönnuði

Aðildarfélög Hönnunarmiðstöðvar vinna nú að metnaðarfullu tímariti um hönnun og arkitektúr á Íslandi. Til verksins vantar frumlegan og metnaðarfullan grafískan hönnuð sem hefur brennandi áhuga á því að vinna að útliti og uppsetningu tímaritsins. Umsóknarfrestur er til og með 18. sept 2014. .
12. september 2014

Kynning á möguleikum hönnuða í Kína

Kynning á möguleikum hönnuða í Kína á sér stað í Hönnunarmiðstöð Íslands miðvikudaginn 17. september kl. 12.00. Með kynninguna fer Fabio Camastra, CEO, Asia Trading & Consulting og Brands2China, sem hefur unnið við að markaðssetja ítölsk vörumerki á kínverskum markaði, þá helst fyrir fatahönnuði. .
12. september 2014

Hönnunarsjóður Auroru kallar eftir umsóknum

Frestur til að skila inn umsóknum fyrir hönnunarsjóð Auroru rennur út mánudaginn 15. september. Hönnunarsjóður Auroru hefur að markmiði að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum og arkitektum fjárhagslega aðstoð. Nánari upplýsingar um úthlutaða styrki og leiðbeiningar vegna umsókna er að finna á www.honnunarsjodur.is. .
11. september 2014

Vegleg dagsskrá á Haustráðstefnu Advania

Haustráðstefna Advania verður haldin í tuttugasta sinn þann 12. september næstkomandi í Hörpu. Í ár er ráðstefnan helguð framtíðinni og ávinningur af tækni framtíðarinnar tekinn fyrir. Þar fara fyrirlesarar á heimsmælikvarða yfir það hvert upplýsingatækni stefnir og hvaða áhrif sú stefna hefur á líf okkar og störf. .
11. september 2014

Þrír íslenskir fulltrúar á Eurpoean Ceramic Context 2014

Um helgina á sér stað European Ceramic Context 2014, sem er hluti af tvíæringi fyrir evrópska gler- og leirlist, haldin á dönsku eyjunni Borgmundarhólmi. Tvíæringurinn er stærsti viðburður á sviði keramiks í Evrópu, en þrír listamenn og hönnuðir voru valdir úr innsendum tillögum til að sýna fyrir Íslands hönd. Þeir eru Hildur Ýr Jónsdóttir, Hanna Dís Whitehead og Ingibjörg Guðmundsdóttir. .
02. september 2014

Sýning | Gagnvirkur veggur í Listasafni Reykjavíkur

Laugardaginn 6. september opnar sýning á verkinu Gagnvirkur veggur í Listasafni Reykjavíkur. Verkið er eftir listamennina Stewe Lawler og Shang Liang og er gagnvirkt listaverk samsett úr 200 myndum frá popplist og dægurmenningu Asíu og Vesturlanda. Steve Lawler sem gengur undir listamannanafninu Mojoko gerði grafíkina en Shang Liang sá um forritunina. Hljóðnemi er tengdur í verkið og geta sýningargestir talað, blístrað eða kallað í hann og myndirnar í verkinu breytast eftir hljómi eða hljóðstyrk. .
28. ágúst 2014

Sýning | Votlönd í Norræna húsinu

Laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00 opnar sýningin Votlönd í sýningarsal Norræna hússins. Að sýningunni stendur hópur íslenskra og finnskra listakvenna sem áður hefur sýnt bæði á Íslandi og í Finnlandi. Kveikjan að samstarfinu var áhugi fyrir samtali um keramik á breiðum grundvelli og þróun fagsins í báðum löndum. .
25. ágúst 2014

Sýning á verkum Hjalta Karlssonar í Hönnunarsafninu

Sýning á verkum grafíska hönnuðarins Hjalta Karlssonar stendur frá 14. júní til 5. október 2014 í Hönnunarsafni Íslands. Hjalti hlaut Torsten och Wanja Söderbergverðlaunin í nóvember á síðasta ári við hátíðlega athöfn í Gautaborg. Söderbergverðlaunin njóta mikillar virðingar og eru stærstu verðlaunin sem veitt eru norrænum hönnuði á hverju ári, að upphæð 1 milljón sænskra króna. .
24. ágúst 2014

Óskað er eftir innsendum greinum í Mænu

Mæna er ritrýnt tímarit um grafíska hönnun á Íslandi, gefið út bæði í prentaðri og rafrænni útgáfu af Listaháskóla Íslands. Nú er óskað eftir greinum vegna næstu útgáfu, í mars 2015, en skilafrestur á innsendum greinum er 22. september 2014. Þemað að þessu sinni er kerfi. .
21. ágúst 2014

Menningarnótt 2014 | Viðburðir tengdir hönnun og arkitektúr

Á laugardaginn er hin árlega Menningarnótt í miðbæ Reykjavíkur og því fjölmargir viðburðir tengdir hönnun og arkitektúr á boðstólnum. Hér má finna samantekt á hönnunartengdum viðburðum og er beinn tengilll á hvern viðburð. .
07. ágúst 2014

Ný námslína fyrir hönnuði og arkitekta í HR

Ný námslína fyrir hönnuði og arkitekta sem vilja byggja upp eða auka við viðskiptalegan grunn sinn hefst 18. september í Háskólanum í Reykjavík og stendur námskeiðið til 18. nóvember 2014. Kennt er tvisvar í viku frá kl. 17:15-20:15. Hönnuðum og arkitektum býðst 15% afsláttur af námskeiðsgjöldum. Umsóknarfrestur rennur á mánudaginn, 11. ágúst. .
05. ágúst 2014

Hönnunarsamkeppni um Laugaveg og Óðinstorg

Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), auglýsir eftir hönnuðum til að taka þátt í forvali vegna hönnunarsamkeppni um endurgerð á yfirborði tvegga svæða í Reykjavík, annars vegar Laugarvegar milli Snorrabrautar og Skólavörðustígs og hins vegar Óðinstorgs. Samkeppnin er lokuð, umsóknarfrestur um þátttöku er til 15. ágúst. .
14. júlí 2014

Ráðstefnan Arts & Audiences í Hörpu í október

Norræna ráðstefnan Arts & Audiences verður haldin í Hörpu 20. og 21. október 2014, í fyrsta sinn á Íslandi en áður hafa þær verið haldnar í Bergen, Stokkhólmi og Helsinki. Að þessu sinni verður sjónum sérstaklega beint að stafrænum miðlunar- og sköpunarleiðum. Forsölumiða er hægt að kaupa til og með 15. júlí. .
11. júlí 2014

Sumargöngur í Hafnarfirði

Menningargöngur með leiðsögn um miðbæ Hafnarfjarðar eru öll fimmtudagskvöld í sumar kl. 20. Gengið er frá Hafnarborg. Nú eru þrjár göngur eftir, á fimmtudaginn verður farið í sögugöngu um gamla bæinn, í næstu viku verða kirkjurnar skoðaðar og í vikunni þar á eftir verður farið yfir sögu bíóhúsanna. .
08. júlí 2014

Nýtt starfsfólk í Hönnunarmiðstöð

Þrír nýir starfsmenn hefja störf Hönnunarmiðstöð í ágúst. Um er að ræða stöðu verkefnastjóra í Hönnunarmiðstöð, verkefnastjóra HönnunarMars og ritstjóra nýs tímarits um hönnun og arkitektúr. .
02. júlí 2014

Verk Söru Riel afhjúpað í Breiðholti

Listasafn Reykjavíkur býður íbúum í Breiðholti og öðrum borgarbúum á formlega afhjúpun á vegglistarverkinu Fjöðrinni eftir Söru Riel sem er á fjölbýlishúsinu Asparfelli 2-12 laugardaginn 5. júlí kl. 15. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson afhjúpar verkið. .
02. júlí 2014

Listamannaíbúðir í Vín 2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um listamannaíbúðir/dvöl í Vín á næsta ári 2015 í 1-3 mánuði á vegum KulturKontakt Austria. Umsækjendur þurfa að vera undir fertuga og starfa á sviðum lista eða hönnunar. .
02. júlí 2014

Verkefnastyrkir Creative Europe

Frestur til að skila inn umsóknum vegna samstarfsverkefna í menningarflokki Creative Europe er 1. október nk. Minnst 3 lönd þurfa að vera í samstarfi um verkefni og geta verkefnin gengið þvert á listgreinar. .
01. júlí 2014

Leynivopnið hlýtur silfurverðlaun í hönnunarkeppni Graphis

Hönnunarstofan Leynivopnið hlýtur silfurverðlaun í hönnunarkeppni Graphis, Design Annual 2015. Verðlaunin eru fyrir merki sem hannað var fyrir Systrasamlagið sem er heilsuhof á Seltjarnarnesi, rekið af tveimur systrum, sem bjóða upp á heilsusamlegt góðgæti. .
30. júní 2014

Hugmyndasamkeppni um Landmannalaugar

Sveitarfélagið Rangárþing ytra efnir til forvals fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Landmannalaugasvæðisins, í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Valdir verða 3-4 hópar til þátttöku sem fá greitt fyrir tillögurnar sínar. Umsóknarfrestur fyrir forvalið er 10. júlí en áætluð skil í samkeppnina eru um miðjan nóvember. .
30. júní 2014

Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2014

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna fyrir verkefni sem unnin eru á árinu 2014. Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa allir myndhöfundar. Umsóknarfrestur rennur út 18. ágúst 2014. .
24. júní 2014

Sýningin URBAN SPACE / BORGARLANDSLAG í Spark

Á sýningunni verða sýnd fimmtíu kort af höfuðborgum Evrópu sem arkitektinn Paolo Gianfrancesco hefur útfært. Kortin eru byggð á gögnum úr svokölluðu Open Street Map. Open Street Map (OSM) er opið samstarfsverkefni á netinu sem á uppruna sinn í hugmynd um að útbúa lifandi kort af heiminum sem notandinn getur breytt sjálfur. Sýningin opnar fimmtudaginn 3.júlí og stendur til 26. september 2014. .
24. júní 2014

Hátíðin Play Nordic í Felleshus í Berlín

Play Nordic er þriggja mánaða hátíð sem kynnir tónlist og hönnun frá Norðurlöndunum. Hátíðin er haldin í húsi sendiráða Norðurlandanna í Berlín, Felleshús. Hátíðin hefst 4. júlí og stendur til 5. október 2014. .
21. júní 2014

Íslenskur arkitekt hlýtur útskriftaverðlaun KTH í Stokkhólmi

Katla Maríudóttir, arkitekt hlaut verðlaunin Offecct Prize 2014 fyrir lokaverkefni hennar Jarðnæði, frá KTH School of Architecture í Stokkhólmi. Verðlaunin eru veitt á ári hverju fyrir lokaverkefni sem þykir framúrskarandi hjá KTH. .
20. júní 2014

Hönnun á umbúðum Norðursalts tilefnt til Cannes Ljónins

Auglýsingastofan Jónsson & Le’macks var tilnefnd til Cannes verðlaunanna 2014 í hönnunarflokki fyrir umbúðir sem stofan hannaði fyrir Norðursalt. Þetta eru stærstu og virtustu auglýsingaverðlaun heims með tæplega 40.000 innsendingar allsstaðar að úr heiminum. .
19. júní 2014

Ummerki sköpunar – Úrval nýrra verka úr safneign Hafnarborgar

Ný sýning á völdum verkum úr safneign Hafnarborgar verður opin frá 21. júní til 24. ágúst 2014. Sýningin kynnir aðföng síðustu tíu ára en verkin eru unnin á árunum frá 1952 – 2014. .
18. júní 2014

5 íslenskir keramikhönnuðir taka þátt í New Designers í London

New Designers er stærsti viðburður sem haldinn er fyrir nýútskrifaða hönnuði í Bretlandi. Markmið sýningarinnar að sýna það allra nýjasta sem er að gerast hjá upprennandi hönnuðum landsins, á sama tíma gefa þeim tækifæri til þess að koma hönnun sinni á framfæri. 5 íslenskir hönnuðir sem eru að ljúka BA námi í kermaikhönnun frá University of Cumbria taka þátt í sýningunni sem fer fram dagana 25. júní til 28.júní í Business Design Center í London. .
16. júní 2014

Sýning á nýju húsgagnalínunni VITI BY VOLKI

Hönnunarteymið Volki er með sýningu á nýrri húsgagnalínu VITI BY VOLKI á Skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Aðalstræti 10 í sumar. Línan samanstendur af inni-& útihúsgögnum unnin út frá formi og hlutverki vitans. Sýningin stendur frá 26.maí - 19. ágúst 2014. .

Yfirlit