Fréttir

13. október 2015

Samkeppni um einkennismerki Grafíu

Grafía, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um einkennismerki fyrir félagið. .
13. október 2015

Listamannaspjall í Hafnarborg fimmtudaginn 14. október

Fimmtudaginn  15. október kl. 20 munu myndlistakonurnar Björg Þorsteinsdóttir og Brynhildur Þorgeirsdóttir ræða við gesti Hafnarborgar um verk sín á sýningunni Heimurinn án okkar sem nú stendur yfir í Hafnarborg. .
12. október 2015

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | Endurunnar minningar

Miðvikudaginn 14. október kl. 12.10 heldur Friðrik Steinn Friðriksson erindið Endurunnar minningar í fyrirlestraröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
12. október 2015

Taktu þátt í Muuto Talent Award 2015

Danska hönnunarfyrirtækið Muuto leitar að nýjum „design talent“ frá Norðurlöndum til að vinna með fyrirtækinu. Þeir leita að hönnunar- eða arkitektanemum eða nýútskrifuðum hönnuðum. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. .
12. október 2015

Hönnuðir hittast á Holtinu

Fyrsti fundur Hönnuðir hittast fyrir HönnunarMars 2016 verður haldinn á Holtinu, miðvikudaginn 14. október kl. 17.15. .
11. október 2015

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamananstöðum árið 2016. Umsóknarfrestur er til kl.15:00, þann 16.október 2015. .
30. september 2015

Alþjóðlegur dagur arkitektúrs þann 5. október

Í tilefni af alþjóðlegum degi arkitektúrs, mánudaginn 5. október, stendur Arkitektafélag Íslands fyrir opnum fundi frá kl. 16 - 18 í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík. .
29. september 2015

Rán Flygenring sýnir í Spark Design Space

Fimmtudaginn 1. október kl.17:00 opnar sýning eftir Rán Flygenring í Spark Design Space. .
24. september 2015

Opið fyrir umsóknir í hönnunarsjóð

Opið er fyrir umsóknir um styrki hönnunarsjóðs. Þetta er fjórða og síðasta úthlutunin á árinu en umsóknarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 8.október og úthlutun verður í byrjun nóvember. .
23. september 2015

Hátíðarfyrirlestur | Hönnunarkennsla í 20 ár

Miðvikudaginn 30. september kl. 17:30 verður haldinn hátíðarfyrirlestur í tilefni af sextugsafmæli Godds, prófessors við hönnunar- og arkitektúrdeild. Í fyrirlestrinum fjallar Goddur um þróun hönnunarkennslu undanfarin 20 ár. .
21. september 2015

Viltu vita meira um uppruna og sögu íslensku lopapeysunnar?

Endurmenntun býður upp á námskeið um uppruna og sögu íslensku lopapeysurnnar í lok september. Námskeiðið fer fram 29. september og 6. október og er í umsjón Ásdísar Jóelsdóttur. .
17. september 2015

Yfirlitssýning á portrettverkum Kristínar Þorkelsdóttur

Föstudaginn 18. september kl. 17 opnar sýning á verkum eftir Kristínu Þorkels­dóttur í Listasal Mosfellsbæjar. .
15. september 2015

Fyrirlestur með barnabarni Eames hjónanna í Pennanum

Í tilefni sýningarinnar „Eames by Vitra“ stendur Penninn, Skeifunni 10, fyrir fyrirlestri með Eames Demetrios, sem er barnabarn hjónanna Charles og Ray Eames. .
14. september 2015

15 ferðastyrkir veittir í þriðju úthlutun hönnunarsjóðs 2015

Hönnunarsjóður úthlutar nú ferðastyrkjum í þriðja skipti til hönnuða og arkitekta, alls 1,5 milljón króna, fyrir árið 2015. Hver ferðastyrkur er að upphæð 100.000kr. .
09. september 2015

Íslenskir hönnuðir sýna á Révélations í París

Révélations - Fine Craft and Creation Fair er alþjóðlegur tvíæringur sem fram fer í París í annað skiptið dagana 10.-13. september. Hátt í 340 þátttakendur frá 15 löndum sýna um helgina, þar af 11 íslenskir hönnuðir. .
09. september 2015

Á markað með snjallt nýsköpunarverkefni?

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átak til atvinnusköpunar. Umsóknarfrestur til kl.12:00 á hádegi þann 28. september. .
09. september 2015

Ráðstefna Gæðaráðs íslenskra háskóla hjá Listaháskóla Íslands

Gæðaráð íslenskra háskóla boðar til ráðstefnu þar sem sérstaklega verður til umfjöllunar nýjasta úttekt ráðsins á gæðum náms við Listaháskóla Íslands. .
07. september 2015

Katrín Ólína og Hugdetta á Helsinki Design Week

Katrín Ólína og Hönnunarteymið Hugdetta taka þátt í Helsinki Design Week, sem á sér stað dagana 3.-13. september. .
04. september 2015

SmallTalks | John Wood í Hörpu

John Wood er heiðursprófessor í hönnun við Goldsmith University í London. Á fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar og Listaháskóla Íslands í Kaldalóni, Hörpu, þann 9. september kl. 20:00, mun John fjalla um hlutverk hönnuða í samtímanum og hugtakið ‘metadesign’. .
04. september 2015

Mánaðarlegir þemafundir hjá AÍ í vetur

Í vetur mun Arkitektafélagið gangast fyrir mánaðarlegum opnum þemafundum, Samtali, þar sem afmörkuð mál/þemu verða rædd. Fyrsti fundurinn verður n.k. miðvikudag 9. september kl. 12 í Hannesarholti og verður þemað um staðsetningu Landsbankans. .
28. ágúst 2015

Tulipop hlýtur virt bresk verðlaun

Tulipop hlaut hin virtu Smallish Design Awards 2015 sem afhent voru í Bretlandi þann 27. ágúst. Þar hlaut Tulipop viðurkenningu í flokknum „Best Newcomer", eða sem eitt besta nýja barnavörumerkið á breska markaðinum. .
27. ágúst 2015

Weaving DNA í Þjóðminjasafninu

Laugardaginn 15. ágúst kl. 14:00 opnar sýningin Weaving DNA í Þjóðminjasafninu. Weaving DNA er samvinnuverkefni íslenska vöruhönnuðarins Hönnu Dísar Whitehead og skoska textílhönnuðarins Claire Anderson. .
26. ágúst 2015

Verkefnastyrkir Creative Europe

Frestur til að skila inn umsóknum vegna samstarfsverkefna í menningarflokki Creative Europe er 7. október 2015, kl.11:00. .
25. ágúst 2015

Gaman í alvörunni | Fyrirlestur um styrki og styrkumsóknir

Fræðsluviðburðurinn Gaman í alvörunni, á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar, hefst að nýju mánudaginn 31. ágúst í Setri Skapandi greina við Hlemm. Á fyrsta fyrirlestri haustsins verður fjallað um styrki og styrkumsóknir. .
24. ágúst 2015

Fyrirlestur með Sascha Lobe og sýning í LHÍ

Miðvikudaginn 26. ágúst kl. 16:00 heldur Sascha Lobe, grafískur hönnuður og prófessor, fyrirlestur á vegum Hönnunar- og arkitektúrdeildar í fyrirlestrasal A, Þverholti 11. .
20. ágúst 2015

Málþing um sjónlist fyrir börn og unglinga

Myndlistaskólinn í Reykjavík stendur fyrir málþingi um sjónlist fyrir börn og unglinga, föstudaginn 28. ágúst frá kl. 9:00 - 14:00. .
18. ágúst 2015

Fyrirlestur um Kristínu Guðmundsdóttur innanhússarkitekt

Í tilefni af útgáfu Kristín Guðmundsdóttir Híbýlafræðingur / Interior Designer mun Halldóra Arnardóttir, ritstjóri bókarinnar, halda hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafninu, föstudaginn 21. ágúst kl. 12:15-13:00. .
10. ágúst 2015

Vinningstillaga að nýbyggingu við Lækjargötu

Tillaga Glámu Kíms Arkitekta varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hótel sem áformað er að byggja á lóðinni Lækjargata 12, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. .
10. ágúst 2015

Falinn skógur - rekaviður í hönnun

Sýningin Falinn skógur - rekaviður í hönnun opnar þann 7.júní í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík á Ströndum. Töluverð eftirvænting hefur ríkt fyrir sýningunni en þar er að finna verk eftir 26 sýnendur sem unnu ólík verk úr rekaviði. .
07. ágúst 2015

Cycle Music and Art Festival haldið í fyrsta sinni 13.-16. ágúst

Cycle listahátíð verður haldin í fyrsta skipti í sumar, dagana 13. til 16. ágúst 2015, í Kópavogi. Hátíðin leiðir saman stórstjörnur úr listheiminum en þar verða tónleikar, námskeið, málþing og listasýningar. .
Yfirlit