Fréttir

30.6.2011

Hönnunarstefna | Hugmyndafundur 15. JÚNÍ

 

Í sól og sumaryl mættust aðilar stjórnsýslu, atvinnulífs, menntastofnana o.fl til að ræða stöðu hönnunar í samfélaginu, framtíð hennar og möguleika. Fundurinn var að morgni dags 15. júní í Iðnó.

Hönnun er enn ung grein hér á Íslandi en hefur ört vaxið fiskur um hrygg, sér í lagi síðastlin ár þar sem hönnuðir hafa tekið höndum saman, t.d. með hátíðinni HönnunarMars. Víða hafa þjóðir áttað sig á mikilvægi hönnunar í stærra samhengi og markað sér hönnunarstefnu. Hönnun er nefnilega talinn mikilvægur hvati í að auka samkeppnishæfni landa. Hönnun er annað og meira en fallegar vörur, hönnun er hugsunarháttur eða vinnuaðferð sem tengist öllum greinum atvinnulífsins.

Á fundinum var farið í gegnum tækifæri og áskoranir íslenskrar hönnunar, hvaða verkefni væru mest aðkallandi, og hver framtíðarsýn hönnuða er.
  • Rætt var um að fagfélögin væru dreifð og vegna smæðar hönnunargeirans hérlendis myndi sameining þeirra í eitt félag skila markvissara starfi.
  • Einnig voru menntamálin rædd: hönnunarmenntun á öllum stigum menntunar, frá grunnskóla og upp á meistarastig og frá endurmenntun yfir í fræðslu- og kynningarstarf.
  • Framleiðsla er enn fátækleg hérlendis. Innlend hönnun myndi hagnast af því ef ýtt væri undir innlenda framleiðslu og nýtingu íslensks efniviðar - það væri einnig atvinnu- og verðmætaskapandi.
  • Rætt var um mikilvægi þverfaglegrar vinnu í öllu starfi, samstarfi milli ólíkra atvinnugreina, hvort sem er í hönnunarvinnu eða í annarri verkefnavinnu.
Umræðan nýtist í undirbúningi Hönnunarstefnunnar sem áætlað er að verði kynnt á haustmánuðum 2011 og nýtist einnig í undirbúningi opinnar ráðstefnu sem er áformuð 26. ágúst næstkomandi.

Nánari upplýsingar má nálgast á www.honnunarstefna.is.


Glamour The Concept Boutique - www.glamour.is tók myndir á fundinum.


mynd © Glamour The Concept Boutique


mynd © Glamour The Concept Boutique


mynd © Glamour The Concept Boutique


mynd © Glamour The Concept Boutique


mynd © Glamour The Concept Boutique


mynd © Glamour The Concept Boutique
Yfirliteldri fréttir