Fréttir

5.3.2013

Morgunverðafundur ÍMARK á HönnunarMarsDavid Maher frá áströlsku markaðsstofunni The Taboo Group og Bobby Solomon, stofnandi vefsíðunnar The Fox is Black, vefsíðu um hönnun, kynna fyrirtækin sín og hugmyndafræðina bak þeim á Icelandair Hotel Reykjavik Natura,15.mars kl. 8:30 - 11:00. Viðburðurinn er skipulagður af ÍMARK og Hönnunarmiðstöðinni.


The Taboo Group
er ein þekktasta markaðsstofa Ástralíu sem sérhæfir sig í markaðssetningu til ungs fólks á skapandi og hugmyndaríkan hátt. David Maher er mikill áhugamaður um Ísland og Norðurlöndin og mun ferðast hálfan hnöttinn til að heimsækja HönnunarMars og deila með okkur reynslusögum frá Ástralíu í markaðssetningu og skapandi verkefnum.. Markaðssetning til ungs fólks getur verið mikil áskorun, bæði þar sem neytendahegðun ungs fólks á miðlum breytist hratt og það er einnig vand með farið að senda skilboð á hópinn sérstaklega því yngri sem markhópurinn er. David mun segja frá verkum Taboo, árangri þeirra og dæmisögur frá bæði fyrirtækinu og greininni í Ástralíu.

The Fox is Black
er þekkt vefsíða í Bandaríkjunum um hönnun þar sem áherslan er að byggja upp eigið samfélag og miðil á netinu. Bobby Solomon er frumkvöðull og er sagan á bakvið það hvernig hann hefur verið unnið að því að búa til eigið samfélag á netinu áhugaverð. Í dag getur í raun hver sem er byggt upp sinn miðil og haldið úti á internetinu. Áskorunin felst aðallega í því að ná til fólks sem hefur áhuga á að fylgja miðlinum eftir reglulega.

Hvar:
Icelandair Hotel Reykjavik Natura, Nauthólsvegur 52, 101 Reykjavík
Dags: 15.mars 2013
Tími: 8:30 - 11:00. Skráning og morgunverður opnar kl.8:30 og dagskrá hefst kl.9:00.
Verð: ÍMARK félagar 4.900 kr., almennt verð 7.900 og nemaverð 2.500.
Yfirliteldri fréttir