Fréttir

8.4.2016

Kynningarfundur vegna hugmyndasamkeppniGarðabær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni/einkenni til að marka aðkomu að bænum. Í tilefni af því er boðið upp á kynningarfund um Garðabæ í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1, þann 13. apríl n.k.

Dagskrá

kl. 16:15 | Mæting við Hönnunarsafn Íslands á Garðatorgi
kl. 16:30 | Lagt af stað í rútuferð um Garðabæ. Leiðsögumenn Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri og Erla Bil Bjarnardóttir umhverfisstjóri
kl. 17:30 | Móttaka í Hönnunarsafni Íslands þar sem hægt er að ræða við forsvarsmenn keppninnar
kl. 18:30 | Dagskrá lýkur

Skráning í kynningarferð fer fram með því að senda póst á samkeppni@honnunarmidstod.is fyrir kl. 12:00 þann 11. apríl.

Samkeppnin er opin menntuðum hönnuðum, arkitektum og myndlistarmönnum. Skilafrestur tillagna er til 23. júní 2016. Verðlaunafé er 2.000.000 kr.

Smelltu hér til að lesa nánar um samkeppnina.

Yfirliteldri fréttir