Fréttir

30.11.2016

Jóladagatal (& -verslun) Hönnunarmiðstöðvar ÍslandsHönnunarmiðstöð blæs til jólagleði fimmtudaginn 1. desember kl. 17-20 þar sem opnaður verður fyrsti „glugginn“ í stórglæsilegu tveggja metra háu jóladagatali miðstöðvarinnar (líklega því stærsta á Íslandi).

Á hverjum degi fram að jólum verður „gluggi“ opnaður með glæ-nýrri vöru frá Íslenskum hönnuði, en þann dag verður varan fáanleg á sérstöku jólatilboði. Fylgist með tilboðunum á instagram og facebook síðu Hönnunarmiðstöðvar.Vörurnar verða til sölu í PopUp búð í húsnæði Hönnunarmiðstöðvar í Aðalstræti 2 en hún verður einskonar forsmekkur að því sem koma skal, því á nýju ári mun verslun með íslenska hönnun opna á neðri hæð hússins.

Verslunin verður opin alla virka daga og um helgar frá kl.12-17.

Verkefnið er unnið í samstarfi við PopUpVerzlun & And AntiMatter sem hannaði dagatalið.


Yfirliteldri fréttir