Fréttir

26.1.2017

RFF haldin í sjöunda sinn á HönnunarMars 2017


Mynd: Lorena Sendic Silvera

Reykjavík Fashion Festival verður endurvakin í ár, og er því haldin í sjöunda sinn dagana 23.-26. mars 2017. Hátíðin er haldin samhliða HönnunarMars en viðburðir fara fram í SIlfurbergi, Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Hörpu.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á heimasíðu RFF en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 7. janúar. Hægt er að finna umsókn á heimasíðu hátíðarinnar www.rff.is.

Um RFF

Fyrsta Reykjavik Fashion Festival hátíðin var haldin í marsmánuði árið 2010 og hefur hún verið haldin reglulega síðan. Hátt í 180 manns taka þátt í undirbúningi RFF ár hvert og stendur undirbúningurinn yfir í sex mánuði. RFF hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt og verið frábær vettvangur fyrir hæfileikaríka íslenska fatahönnuði og má segja að hún hafi fest sig í sessi sem ein af aðalhátíðum Reykjavíkur.

Nánar á heimasíðu RFF.

Yfirliteldri fréttir