Fréttir

30.6.2017

Hönnunarmiðstöð kynnir opnun AkkúratAkkúrat, ný hönnunarverslun, hefur nú verið opnuð í húsakynnum Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Aðalstræti 2. Verslunin er staðsett á jarðhæðinni.

Akkúrat
er hönnunarverslun sem selur sérvaldar hönnunarvörur frá Íslandi og öðrum norrænum þjóðum. Einnig verður hægt að finna þar örfáar spennandi hönnunarvörur frá alþjóðasamfélaginu.

Í kynningu segir:

„Akkúrat starfar með hönnuðum og listafólki í að búa til lifandi rými þar sem viðburðir og sýningar eiga heima. Akkúrat vill veita innblástur og styðja íslenska hönnun.“

Á bak við Akkúrat standa Sigrún Guðný Markúsdóttir og Döðlur ehf. Nánar hér.


Akkúrat, hönnunarverslun, stendur við Aðalstræti 2.

Opnun Akkúrat verður formlega fagnað laugardaginn 8.júlí frá kl.15-18. Allir velkomnir!


Verslunin er opin alla virka daga frá 10-20, laugardaga frá 10-18 og sunnudaga frá 10-17.

Akkúrat á Facebook
Akkúrat á Instagram
Yfirliteldri fréttir