Fréttir

15.8.2017

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um styrki


Myndskreyting: Helga Páley Friðþjófsdóttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um verkefnastyrki og ferða-og menntunarstyrki Myndstefs 2017. Umsóknafrestur er til kl 14:00 föstudaginn 1. september.

Styrkveitingar sem og upphæðir styrkja eru ákveðnar af stjórn Myndstefs í samráði við löggiltan endurskoðanda hverju sinni.

Sérstök úthlutunarnefnd sér um afgreiðslu styrkbeiðna og ákvörðun styrkveitinga. Stjórn Myndstefs kýs þrjá fulltrúa í úthlutunarnefnd til tveggja ára í senn.

Fjármunir sem Myndstef úthlutar með þessum hætti eru hluti greiðslna til samtakanna vegna notkunar á vernduðum myndverkum en eitt af hlutverkum samtakanna er að koma þeim greiðslum til myndhöfundanna, meðal annars í formi styrkja.

Rétt til að sækja um verkefnastyrki hafa þeir myndhöfundar sem eru aðilar í Myndstefi og aðrir starfandi myndhöfundar. Rétt til að sækja um ferða- og menntunarstyrk hafa þeir myndhöfundar sem hafa verið félagsmenn í Myndstefi í a.m.k. eitt ár.

Nánar á myndstef.is
Yfirliteldri fréttir