Fréttir

2.1.2018

HA 06 er komið út!Sjötta tölublað HA, tímarit um íslenska hönnun og arkitektur, kom út á dögunum en þarf gefur að líta rúmlega 140 blaðsíður af áhugaverðu efni enda af nógu að taka þegar kemur að íslenskri hönnunarsenu.

Í kynningu frá HA segir:

„í þessu sjötta tölublaði HA er margt áhugavert að finna. Við kynnumst nýrri hugvitsgræju sem býður upp á ótakmarkaða möguleika, heyrum sögu af því eþgar fatahönnuður fór í ímyndaða útlegð, skoðum ilmbanka í bígerð og fræðumst um verkefnin sem fengu verðlaun og hlutu viðurkenningu á Hönnunarverðlaunum Íslands 2017.

Umfram allt fáum við innsýn í þankagang hönnuða og arkitekta sem móta samfélög með verkum sínum. Það er von okkar að útgáfan ýti undir ubbyggilega og gagnrýna umræðu um íslenska hönnun og hvetji til frekara samtals og samvinnu.“

Nánar hér.

Fylgstu með HA á facebook og instagram.

HA er selt í öllum helstu hönnunarverslunum, bókabúðum og á www.hadesignmag.is


Yfirliteldri fréttir