Fréttir

4.1.2018

Geysir opnar nýja verslun þar sem íslensk hönnun er í fyrirrúmi


Geysir Heima, við Skólavörðustíg 7.

Nýverið opnaði ný verslun
Geysis á Skólavörðustíg 7, Geysir Heima, sem leggur áherslu á hönnunar- og gjafavöru. Verslunin, sem hönnuð er af Hálfdáni Pedersen, býður upp á mikið úrval af íslenskri hönnun úr ýmsum áttum.

Geysir Heima er ekki þó einungis verslun en í kjallara verslunaninnar er einnig starfrækt lítið hönnunar- og listagallerí, sem ber hið einfalda nafn; Kjallarinn.


Urban Nomad hillurnar eftir Jón Helga Hólmgeirsson fyrir FÓLK.

Í versluninni eru ýmsir íslenskir hönnunar og listmunir á boðstólnum frá merkjum á borð við Fólk Reykjavík, Litle Sun, Usee, Studio Brynjar & Veronika, Studio Berlinord, Skata og Geysir. Þá eru í boði veggspjöld eftir ýmsa hönnuði og listamenn, til að mynda frá hönnunarfyrirtækjunum WDLND og Atelier Dóttir.

Líffærafræði leturs eftir Siggu Rún fást þá í versluninni og einnig Rifdagatalið eftir Snæfríði og Hildigunni. Einnig voru plagöt sérprentuð fyrir búðina eftir Rán Flygenring, Auði Ómarsdóttur og Korkimon.


Stóllinn Skata eftir Halldór Hjálmarsson.

Boðið er líka upp á súkkulaði frá Omnom og bækur frá íslensku útgáfufyrirtækjunum Crymogeu og Angústúru. Tímarit eins og Neptún og HA tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr eru einnig til taks.
Yfirliteldri fréttir