Fréttir

3.5.2018

Brynjar Sigurðarson hlýtur hin virtu Torsten og Wanja Söderberg verðlaunin


Brynjar er fimmti Íslendingurinn sem hlýtur Torsten og Wanja Söderberg verðlaunin.

Brynjar Sigurðarson vöruhönnuður fær hin virtu sænsku Torsten og Wanja Söderberg-verðlaun fyrir árið 2018. Verðlaunaféð er rúmar ellefu milljónir íslenskra króna.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að verk Brynjars vísi í íslenskan menningararf, frásagnarlistina og fiskveiðar. Hönnun hans tvinni saman fortíð og samtíð með ósviknum hætti.

„Geta hans til að vinna með fólki úr öðrum fögum, líkt og sjómenn, kvikmyndagerðarmenn, rithöfunda, tónlistarmenn, fornleifafræðinga og handverksmenn er lykilatriði í öllum verkum hans. Forvitni hans og einlægni mettar hönnunarverkefni hans, sem mætti lýsa sem „norrænni nálgun“ á helstu strauma í evrópskri hönnun.“


Hægt er að kynna sér verk Brynjars á www.biano.is

Sýning á hönnun Brynjars verður opnuð í haust í Röhsska safninu í Gautaborg í tilefni af verðlaununum, sem veitt verða fjórða nóvember. .

Yfirliteldri fréttir