Fréttir

5.6.2018

Sjöundu útgáfu HA fagnað í Ásmundarsal



Hönnuðir og arkitektar fögnuðu sumarútgáfu HA í Ásmundarsal, fimmtudaginn 31. maí.

HA er tímarit sem fjallar um íslenska hönnun og arkitektúr sem kom fyrst út á HönnunarMars 2015. Tímaritið er gefið út tvisvar á ári á íslensku og ensku.

Í þessu tölublaði má meðal annars lesa um hugmyndafræði og verk ólíkra hönnuða og arkitekta sem leggja áherslu á skapandi endurnýtingu hráefna, sækja innblástur í íslenskan menningararf, hvetja til gagnrýnnar umræðu um áhrif tækniþróunar og ögra fyrirframgefnum hugmyndum okkar um heiminn.




Fylgstu með HA á facebook og instagram.

HA er selt í öllum helstu hönnunarverslunum, bókabúðum og á www.hadesignmag.is


















Yfirlit



eldri fréttir