Fréttir

8.6.2018

Stjórnandi HönnunarMars - laus staða!


Ljósmynd: Lilja Jónsdóttir.

Hönnunarmiðstöð Íslands óskar eftir að ráða skapandi, framsækinn og kraftmikinn einstakling í starf stjórnanda HönnunarMars.

HönnunarMars er hátíð hönnuða og arkitekta haldin í Reykjavík á mörkum veturs og vors, þar sem framsækin hönnun og nýjungar leiða samtal þátttakenda og áhorfenda. HönnunarMars er hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið, höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða, menningarheima og þekkingar þar sem nýjungar og óvænt nálgun mætist.

Stjórnandi ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd HönnunarMars í samstarfi við framkvæmdarstjóra Hönnunarmiðstöðvar og stjórn HönnunarMars. Starfið er yfirgripsmikið og krefst góðrar þekkingar á hönnun og arkitektúr, samskiptahæfni, góðrar yfirsýnar og framkomuhæfileika. Stjórnandi mun einnig taka þátt í og hafa umsjón með öðrum verkefnum á vegum Hönnunarmiðstöðvar.
 

Lykilverkefni stjórnanda

 • Stýra og halda utan um verkefnið HönnunarMars
 • Dagskrár- og viðburðastjórnun
 • Samskipti og ráðgjöf
 • Kynningaarmál, samskipti við fjölmiðla og fréttaflutningur
 • Gerð markaðs- og kynnningarefnis
 • Fundarstjórn og kynningar
 

Hæfnis- og menntunarkröfur

 • Frumkvæði, sterk sýn, áræðni og brennandi áhugi á verkefninu.
 • Þekking á hönnun og arkitektúr á Íslandi og erlendis
 • Reynsla af fjármögnun, gerð og umsjón með fjárhagsáætlunum
 • Háskólamenntun eða reynsla sem nýtist í starfinu
 • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun / viðburðastjórnun
 • Sjálfstæð vinnubrögð og frammúrskarandi skipulagshæfileikar
 • Tölvu og tæknilæsi
 • Þekking á vefumhverfi og samfélagsmiðlum,
 • Góð íslenskukunnátta, enskukunnátta og færni í Norðurlandamáli


Frá opnun HönnunarMars í Hafnarhúsinu 2018.

Hönnunarmiðstöð Íslands
er upplýsinga- og kynningarmiðstöð fyrir íslenska hönnun og arkitektúr á Íslandi og erlendis. Meginhlutverk Hönnunarmiðstöðvar er að efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi hönnunar fyrir samfélag, menningu og íslenskt efnahagslíf og benda á þá miklu verðmætasköpun sem getur falist í íslenskri hönnun fyrir þjóðfélagið allt. Hönnunarmiðstöð stuðlar að framgangi íslenskra hönnuða erlendis.
 
Í Hönnunarmiðstöð starfa 4 starfsmenn auk tímabundinna starfsmanna. Lögð er áhersla á samvinnu, opin samskipti, frumkvæði og gott andrúmsloft.

Umsóknarfrestur er til og með 21. júní.

Umsjón hefur Ragnheiður Dagsdóttir, ragnheidur.dagsdottir@capacent.is. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á síðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.Yfirliteldri fréttir