Fréttir

28.6.2018

Opið fyrir umsóknir í 'The Worth Partnership Project'Hefur þú áhuga á að efla tengslanet þitt og leita á nýja markaði, þá gæti WORTH verið eitthvað fyrir þig.

WORTH er stuðningsnet sem styður við frumlegar og nýjar hugmyndir í fata- og textílbransanum en einnig í innanhúshönnun og hönnun á skóbúnaði, skarti og öðrum fylgihlutum, svo dæmi séu tekin.

Íslenskir hönnuðir eru sérstaklega hvattir til að sækja um, en umsóknarfrestur er til 24. október, 2018.

Nánari upplýsingar á www.worthproject.eu – Einnig er hægt að hafa samband við Kolbrúnu Ýr Gunnarsdóttur, sem er sendiherra fyrir verkefnið hér á landi, í netfangið kolbrunreykjavik@gmail.com

Yfirliteldri fréttir