Fréttir

4.9.2018

Norræn hönnunarkeppni: Sjálfbærir stólar, nýir eða gamlir!Hleypt hefur verið af stokkunum norrænni hönnunarkeppni með áherslu á hönnun sjálfbærra stóla. Þeir sem komast í úrslit og sigurvegarar keppninnar verða kynnt í norræna skálanum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í desember.

Norræna ráðherranefndin kallar eftir tillögum frá húsgagnahönnuðum og húsgagna-
framleiðendum á Norðurlöndum, sem eru hvattir til að lítið yfir verk sín og rýna frá sjónarhorni sjálfbærni. Í kröfum neytenda gætir aukinnar vitundar um sjálfbærni á heimsvísu.

Í framtíðinni þurfum við að draga úr neyslu, framleiða minna – hugsa í hringrásum, framleiða á heildrænni hátt og sýna meiri tillitssemi. Algjörlega sjálfbær framleiðsla er afar flókið fyrirbæri – allt frá því hvernig afla skal efnis, framleiða vöruna, dreifa henni, nota hana og hvað skal gera við hana eftir að notkun lýkur.

Þetta er mikil áskorun fyrir hvert fyrirtæki og nánast ómögulegt fyrir hina – oftast litlu – norrænu húsgagnaframleiðendur og húsgagnahönnuði. Engu að síður eiga hönnuðir á Norðurlöndum að baki langa hefð samfélagslegrar ábyrgðar og eru stöðugt að víkka út hugtakið um sjálfbæra hönnun. Þegar norrænir hönnuðir og framleiðendur fella sjálfbæra þætti inn í hönnun hversdagslegra hluta, ryðja þeir smám saman brautina fyrir aðra. Norræna ráðherranefndin vill takast á við þá áskorun sem í sjálfbærri hönnun er fólgin með því að líta á það sem nú þegar er fyrir hendi og veltir upp spurningunni:


„Hversu sjálfbær er hönnun þeirra stóla sem nú eru í framleiðslu?“


Hvatt er til að þeir stólar sem teljast gerðir með sjálfbærum hætti séu sendir inn í keppnina ásamt útskýringum á hugmyndinni að baki þeim. Dómnefnd skipuð hæfum einstaklingum mun fara yfir innsend verk og velja þau sem skara fram úr.

Í fyrsta hluta keppninnar verða að hámarki tíu verk frá hverju Norðurlandanna valin áfram. Af þessum tíu verður einn sigurvegari valinn frá hverju Norðurlandanna. Auk verðlauna verða vinningsstólarnir einnig metnir af rannsóknaraðilum, með hliðsjón af hinum 17 sjálfbæru þróunarmarkmiðum SÞ.

Norræna ráðherranefndin vonast til að vekja umræðu um hugtakið sjálfbærni í framleiðslu stóla auk þess að koma af stað samræðu um hagnýtar leiðir til að takast á við þær áskoranir sem því fylgja. Þáttakendur eru hvattir til að taka þátt í umræðunum.

Verðlaun

1. Vinningsstólarnir frá Norðurlöndunum fimm verða hluti af sjálfbærnisýningu í „norræna skálanum“ á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi.
Stólarnir munu fá mikla athygli þar sem búist er við að yfir 30.000 manns sæki ráðstefnuna. Stólarnir verða einnig notaðir í pallborðsumræðum á sviði.

2. Vinningsstóllinn verður einnig til sýnis í Werck hönnunargalleríinu í Kaupmannahöfn í eitt ár. Vakin verður athygli á stólnum og hönnuðum/framleiðendum hans í alþjóðlegri kynningaráætlun um sjálfbærni sem leidd verður af norrænu ráðherranefndinni.

Þátttaka í norrænu hönnunarkeppninni

Sendið inn hönnun/stólinn fyrir kl. 14:00, þann 3. október. Til að taka þátt, sendið hönnun inn í gegnum einn af neðangreindum hlekkjum:

DK (Danmörk)
FI (Finnland)
IS (Ísland)
NO (Noregur)
SE (Svíþjóð)


Áður en sótt er um er tryggara að lesa til vel þátttökureglur!


Smelltu hér til að lesa þátttökureglurnar
(Leiðbeiningar eru á ensku, íslensk þýðing á reglum hér fyrir neðan)_


Hvernig taka á þátt
(þátttökureglur á íslensku, sjá tengil fyrir ofan)

Stólar sem sendir eru í keppnina skulu vera til nú þegar, annað hvort í framleiðslu eða frumgerð til af þeim, og hægt verður að vera að flytja þá.

 • Titill
  Nafn stólsins, nafn hönnuðar og nafn framleiðanda
 • Vefsíða
  Hlekkur á síðu þar sem stóllinn er kynntur (valkvætt)
 • Hvernig hafa á samband við viðkomandi
 • Hver er tilgangur og hverjir eru notkunarmöguleikar stólsins?
  Hámark 200 orð
 • Lýsið sjálfbærum þáttum stólsins
  Hámark 500 orð
 • Látið fylgja þrjár myndir af stólnum í góðri upplausn

Áríðandi


Ef innsendur stóll er meðal hinna tíu sem valdir eru í úrslit verður að senda hann á lokafund dómnefndar. Hann skal berast eigi síðar en klukkan 16:00 þann 19. október svo dómnefndin geti metið hann þann 23. október og valið sigurvegara frá ykkar landi. Þið eruð ábyrg fyrir að koma stólnum á fund dómnefndar.

Fundir dómnefnda verða haldnir á eftirtöldum stöðum:
 • Í Danmörku / Bryghusgade 8, inngangur C, önnur hæð, 1473 Kaupmannahöfn
 • Í Finnlandi / Annankatu 16 B 35-36, 00120 Helsinki
 • Á Íslandi / Aðalstræti 2, 101 Reykjavík
 • Í Noregi / Hausmanns gate 16, 0182 Osló
 • Í Svíþjóð / Svensksundsvägen 13, III 49 Stokkhólmur

Til að uppfylla skilyrði norrænu hönnunarkeppninnar um sjálfbæra stóla þurfa innsendar tillögur að endurspegla svör við eftirfarandi spurningum:
 • Á hvaða hátt er hönnunin sjálfbær?
 • Á hvaða hátt er hönnunin nýstárleg?
 • Hvað gerir þetta að vel heppnaðri hönnun?
 • Hvernig endurspeglar þetta gildi norrænnar hönnunarhefðar?

Almenn þátttökuskilyrði

 • Stóllinn verður að vera eftir hönnuð frá viðkomandi Norðurlandi

Dómnefndin hefur eftirfarandi þætti til hliðsjónar við matið:

 • Gæði hönnunar – frágangur, fagurfræði, form
 • Arfleifð – norræn gildi, notkunarmöguleikar, heildræn hugsun
 • Stig nýsköpunar – framsýn, nýstárleg, ögrandi
 • Sjálfbær – ending, endurvinnslumöguleikar, tengsl við sjálfbær þróunarmarkmið SÞ

Vinna dómnefndar

Dómnefnd innir vinnu sína af hendi í þremur stigum:

1. þrep
3. september – 3. október. Framleiðendur, hönnuðir og hönnunarnemar skila inn sjálfbærum stólum.

2. þrep
Frá mánudegi 8. október til föstudags 12. október velur dómnefnd tíu af innsendum tillögum í úrslit með rafrænu atkvæðakerfi.

3. þrep
16. október er tilkynnt hverjir hafi komist í úrslit.

4. þrep
Milli mánudags 22. október og fimmtudags 24. október velur dómnefnd sigurvegara úr hópi þeirra sem komust í úrslit á lokafundi.

5. þrep
Fimmtudaginn 1. nóvember eru nöfn sigurvegaranna tilkynnt.

6. þrep
Meðan á 24. loftslagsráðstefnu SÞ stendur, 3. – 14. des nk., munu gestir og fulltrúar í norræna skálanum velja norræna sigurvegarann úr hópi hinna fimm útvöldu tillagna.


Yfirliteldri fréttir