Fréttir

6.9.2018

Er þetta hönnuður? Hjálpaðu okkur að finna rétta svarið!Samnorræna rannsóknarverkefnið Nordic Design Resource hefur það markmið að varpa ljósi á það virði sem auðlindir hönnunar skapa á norðurlöndum.

Þetta er langstærsta rannsókn sem gerð hefur verið á þessu sviði.

Við köllum eftir þinni aðstoð!

Með því að svara eftirfarandi könnun hjálpar þú okkur að kortleggja breitt starfsumhverfi hönnunar á Norðurlöndunum og þannig veita stjórnvöldum mikilvæga innsýn í það virði sem auðlindir hönnunar skapa.

Ert þú hluti af auðlindum hönnunar? Taktu þátt og fáðu svar við því hér (sjá tengil fyrir neðan).

Til þess að fá raunhæfa mynd af þeim sem tilheyra starfsumhverfi hönnunar á norðurlöndum biðjum við þig um að aðstoða okkur við að deila könnuninni og hvetja fólk til þess að svara í þágu okkar allra og nota: #nordicdesignresource       

Nánari upplýsingar um verkefnið:
https://danskdesigncenter.dk/en/about-nordic-design-resource


Yfirliteldri fréttir