Fréttir

6.9.2018

Lögmál framfara á áhrifaöld með Christine BolandChristine Boland, “Trend analyst“, verður með erindi á fyrsta morgunfundi ÍMARK sem haldinn er í Gamla bíói miðvikudaginn 12. september milli klukkan 09:00 og 11:30. 
 
Cristine Boland hefur síðastliðin 30 ár unnið við að spá fyrir um strauma og stefnur í samfélaginu ásamt því að hjálpa fyrirtækjum að móta sterka framtíðarsýn. Með því að hugsa fram á veginn og ná utan um þær hugmyndir, strauma og stefnur sem komandi tímar munu færa okkur, geta fyrirtæki verið betur í stakk búin til þess að takast á við þá hröðu framþróun sem hefur átt sér stað s.l. ár.
 
Hún hefur starfað fyrir fjölda stórfyrirtækja en þar ber helst að nefna Apple, Marks & Spencer, Victoria Secret, Bogaboo, Unilever o.fl.
 
Á morgunfundi ÍMARK 12. september fer Cristine yfir strauma og stefnur næstu ára, með sérstakri áherslu á vörumerki og smásölu.

Nánar á heimasíðu ÍMARK

Yfirliteldri fréttir