Fréttir

17.9.2018

Lokaball – Undraveröld Kron by KronkronÞriðjudaginn 18. september lýkur sýningunni Undraveröld Kron by KronKron í Hönnunarsafni Íslands með lokaballi frá kl.20.00-22:00.


Kron by Kronkron er sköpunarverk þeirra Hugrúnar Árnadóttur og Magna Þorsteinssonar, hliðarheimur sem fylgir þeim í öllu sem þau gera.

Sýningin var opnuð með pompi og pragt á HönnunarMars 2018 en þar gefur að líta afrakstur þeirra síðustu 10 ár, en á þeim tíma hafa þau hannað, framleitt og selt um allan heim yfir 2000 tegundir hluta, þar af yfir 1200 skótengudnir sem eru uppistaðan á þessari sýningu.Sýningarstjórn og sýningarhönnun: Ástþór Helgason

Salsa hljómsveitin Mabolitos mun leika sambland af uppáhalds salsanúmerum hljómsveitarmeðlima ásamt frumsömdum latínukvæðum. Því er mælst til að gestir mæti með dansskóna með sér. Frítt er inn í boði Hönnunarsafns Íslands og allir velkomnir. Nánar hér.


Yfirliteldri fréttir