Fréttir

8.3.2019

5 fyrirlesarar bætast við á DesignTalks - dagskrá dagsins tilbúin!Nú er dagskráin tilbúin á DesignTalks sem markar upphaf HönnunarMars á hverju ári. Fimm fyrirlesarar bætast nú við góðan lista af áhugaverðum einstaklingum sem ætla að miðla visku sinni þann 28.mars í Hörpu. Það eru þau Moon Ribas, Michael Morris, Hrólfur Cela og Marcos Zotes hjá BASALT og Theodóra Alfreðsdóttir.


Moon Ribas
Listamaður og cyborg aktivisti
 
Moon Ribas er listamaður og cyborg aktivisti best þekkt fyrir að þróa bylgjuskynjun (e. Seismic Sense). Skynjari er græddur í fót hennar og í gegnum hann finnur hún fyrir öllum jarðskjálftum á jörðinni - og hræringum á tunglinu, í rauntíma. Moon Ribas er auk þess meðstofnandi Cyborg Foundation og Transpecies Society, sem eru samtök sem ljá ómennskum fyrirbærum rödd sína, ver frelsið til sjálfshönnunar og boðar hönnun nýrra skilningarvita og nýrra líffæra í samfélaginu.
Michael Morris
Einn aðaleigandi Morris Sato Studio Architecture og SEArch+

Michael Morris hefur það að meginmarkmiði að hanna arkitektónískar lausnir sem auðveldar fólki rannsóknir og búsetu í geimnum, en hann er einn aðaleigandi bæði Morris Sato Studio Architecture og SEArch+. Meðal núverandi samstarfsverkefna SEArch+ er Mars Ice Home með Langley rannsóknarsetri NASA og new Environmental Control Life Support Systems fyrir allar geimflaugar framtíðarinnar með United Technological Aerospace Systems.


Hrólfur Karl Cela og Marcos Zotes
arkitektar og meðeigendur Basalt arkitekta
 
Hrólfur Karl Celaog Marcos Zotes eru arkitektar og meðeigendur Basalt arkitekta.Basalt hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2018 fyrir framlag sitt til baðmenningar á Íslandi, nánar tiltekið fyrir The Retreat at Blue Lagoon Iceland og Geosea sjóböðin á Húsavík. Jafnframt hafa verkefni Basalt hlotið verðlaun fyrir bestu fjárfestingu í hönnun síðustu tvö ár. Mikilvægur þáttur í hönnun Basalt arkitekta er samhljómur við náttúruna og hefur stofan lagt ríkulega til arkitektúrs á Íslandi. 


Theódóra Alfreðsdóttir
Vöruhönnuður
 
Theódóra Alfreðsdóttirer vöruhönnuður, sem vinnur sjálfstætt og fyrir aðra hönnuði, s.s. Philippe Maouin og Bethan Laura Wood. Verk hennar snúast um þá sögu sem hlutir geta sagt okkur; sagan getur verið til vitnis um framleiðsluferlið sem þeir fóru í gegn um eða sagt til um hvað gerðist milli vélar, verkfæris, handverksmanns og efnis með það að leiðarljósi að endurskoða gildi efnisheimsins í kring um okkur.
 
 
Nú er listi yfir fyrirlesara á DesignTalks 2019 tilbúinn og hægt er að lesa nánar um alla hér. Við mælum með því að skrá sig og fylgjast með viðburðinum á Facebook hér.

DesignTalks 2019 varpar ljósi á á hlutverk og áhrifamátt hönnunar á tímum stórfelldra breytinga í heiminum og leggur til að "eina leiðin sé upp!”Viðfangsefnin spanna vítt svið, allt frá hönnun bygginga sem framleiða meiri orku en þær nota, til brautryðjendabaráttu fyrir sjálfbærni í tískuheiminum. Frá möguleikum og áskorunum stafrænna heima, til þáttar grafískrar hönnunar í nýliðnum pólitískum atburðum, að hnattrænum straumum og breytingaöflum. Frá staðbundinni menningu og vannýttum efnivið til búsetu á Mars og alla leið að hönnun nýrra lífvera.
DesignTalks er ætlað að veita hönnuðum og arkitektum, áhrifafólki í samfélaginu, viðskiptum, stjórnvöldum og almenningi, innblástur til samstarfs og framfara.

Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir setur daginn.Hægt er að tryggja sér miða á Harpa.is og á Tix.is

.
Dagsetning: 28.mars kl  9:00 – 16:30

Staðsetning: Harpa, SilfurbergDesignTalks er skipulagt af Hönnunarmiðstöð Íslands og styrkt af Arion banka og Reykjavíkurborg.
Yfirliteldri fréttir