Fréttir

5.6.2019

Nýtt álverk frá Studio Portland dúkkar upp í sumar í miðborginniPétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls og þau Sölvi Kristjánsson og Karen Ósk Magnúsdóttir frá Studio Portland á ársfundi Samáls fyrr á árinu. 

Í sumar mun dúkka upp í miðborg Reykjavíkur nýtt álverk frá Studio Portland og byggir það á þeim grunni sem lagður var með endurvinnsluátaki sprittkerta, en það verður framleitt hjá Málmsteypunni Hellu.Þetta var tilkynnt á ársfundi Samáls sem fór fram í Hörpu í byrjun maí. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls afhenti Studio Portland 350 þúsund króna styrk til verksins sem hönnuðirnir Sölvi Kristjánsson og Karen Ósk Magnúsdóttir hjá Studio Portland veittu viðtöku.

Hér má sjá erindi Péturs á ársfundinum sem fjallaði um hringrásarhagkerfið og hér má finna erindi Sölva, Karenar og Sóleyjar Kristjánsdóttur frá ársfundi Samáls í fyrra, þar sem þau gerði vel heppnuðu endurvinnsluátaki sprittkerta skil.

Yfirliteldri fréttir