Fréttir

20.8.2019

Fimm nýjir inn í stjórn Hönnunarmiðstöðvar ÍslandsNý stjórn Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Frá vinstri: Kristján Örn Kjartansson [AÍ], formaður stjórnar, 
Rósa Dögg Þorsteinsdóttir [Félag húsgagna- og innanhússarkitekta] varaformaður stjórnar, Sigrún Jóna Norðdahl [Leirlistafélagið], 
Svava Þorleifsdóttir [FÍLA],
  

Magnea Einarsdóttir [Fatahönnunarfélagið]
, Betina Elverdam Nielsen [Textílfélagið], Ólöf Garðarsdóttir [FÍT], Ása Gunnlaugsdóttir [Félag íslenskra gullsmiða] og Kristín María Sigþórsdóttir [Félag iðn- og vöruhönnuða].

Ný stjórn Hönnunarmiðstöðvar var kjörin í byrjun sumars og tók formlega til starfa á ársfundi Hönnunarmiðstöðvar Íslands þann 6.júní síðastliðinn.
 
Hörður Lárusson, hættir sem formaður stjórnar, en hann hefur setið í stjórn Hönnunarmiðstöðvar fyrir hönd Félag íslenskra teiknara frá árinu 2013 og sem formaður síðastliðin þrjú ár. Við þökkum Herði kærlega fyrir unnin störf og gott samstarf. 

Kristján Örn Kjartansson, arkitekt tekur við sem formaður stjórnar Hönnunarmiðstöðvar en hann hefur áður setið sem varaformaður. Rósa Dögg Þorsteinsdóttir tekur sæti varaformanns em hún situr í stjórn fyrir hönd Félags húsgagna-og innanhúsarkitekta. Þau ásamt framkvæmdastjóra Hönnunarmiðstöðvar, Höllu Helgadóttir, skipa framkvæmdastjórn Hönnunarmiðstöðvar.
 
Alls komu fimm nýjir inn í stjórn. Þeir eru: 
Ólöf Birna Garðarsdóttir  [FÍT], Rósa Dögg Þorsteinsdóttir  [Félag húsgagna-og innanhússarkitekta], Bethina Elverdam Nielsen [Textílfélagið], Kristín María Sigþórsdóttir [Félag vöru-og iðnhönnuða] og Ása Gunnlaugsdóttir [Félag íslenskra gullsmiða].
 

Þeir sem létu af stjórnarsetu í þetta sinn eru: Dóra Hansen  [Félag húsgagna-og innanhússarkitekta], Ragna Fróðadóttir [Textílfélagið], Brynhildur Pálsdóttir[Félagvöru-og iðnhönnuða] og Arna Arnarsdóttir [Félag íslenskra gullsmiða]. Við þökkum þeim einnig kærlega fyrir vel unnin störf.
 
Í stjórn Hönnunarmiðstöðvar sitja formenn félaganna níu sem eiga Hönnunarmiðstöð, eða fulltrúi tilnefndur af stjórn viðkomandi félags. Stjórnin fundar amk. einu sinni í mánuði eða eins og þörf er á. Stjórn ber að móta félaginu stefnu og hafa eftirlit meðþví aðþeirri stefnu sé framfylgt. Stjórnin á einnig að stuðlaað vexti og viðgangi félagsins og hafayfirumsjón með rekstrinum. Stjórninni ber að gæta hagsmunaallra hluthafa. Stjórn leitast viðað ná samstöðu um ákvarðanir án atkvæðagreiðslu. Komi til atkvæðagreiðslu verði þó ekki teknar ákvarðanir sem varðatiltekna starfsgrein gegn vilja fulltrúa hennar í stjórn.
 
Hér er nýskipuð stjórn Hönnunarmiðstöðvar Íslands í heild sinni: 


Kristján Örn Kjartansson [AÍ], formaður stjórnar 
Rósa Dögg Þorsteinsdóttir [Félag húsgagna- og innanhússarkitekta] varaformaður stjórnar 
Ása Gunnlaugsdóttir [Félag íslenskra gullsmiða] 
María Kristín Sigþórsdóttir [Félag iðn- og vöruhönnuða] 
Ólöf Garðarsdóttir [FÍT]
 Magnea Einarsdóttir [Fatahönnunarfélagið]
Sigrún Jóna Norðdahl [Leirlistafélagið]
 Svava Þorleifsdóttir [FÍLA]
 Betina Elverdam Nielsen [Textílfélagið]Hörður Lárusson með tölu á ársfundi Hönnunarmarmiðstöðvar. Mynd/Eyþór Árnason


Fráfarandi stjórn Hönnunarmiðstöðvar Íslands ásamt framkvæmdastjóra.
Yfirliteldri fréttir