Fréttir

23.8.2019

Hönnun á Menningarnótt 2019
Á morgun. 24. ágúst, fer fram Menningarnótt í Reykjavíkurborg þar sem bærinn fyllist af lífi og fjöri með uppákomum og viðburðum tengdum menningu. Ýmsir viðburðir á morgun eru með fókus á hönnun og hér eru nokkrir viðburðir sem fólk ætti ekki að missa af, en við hvetjum alla til að kynna sér dagskrá Menningarnætur hér.

Skartgripahönnuðurinn Hlín Reykdal, kynnir skartgripalínu sína Crystal Clear í Stefánsbúð /P3 á Ingólfsstræti 2b. Hér má finna viðburðinn á Facebook.
 
Í Safnahúsinu við Hverfisgötu verður listasmiðja sem ber yfirskriftina Kynjaskepnur og furðuverur. Smiðjustjóri er Unnur Mjöll Leifsdóttir, myndlistarkona. Smiðjan er opin milli klukkan 14:00 og 16:00. Hér er viðburðurinn á Facebook.
 
Síðsumarpartý í Yeoman en á menningarnótt verður gleði í verslun fatahönnuðarins Hildi Yeoman á Skólavörðustíg 22b. Happdrætti, tilboð og kokteilar. Hér má finna viðburðinn á Facebook.
 
Villt í Vasa, þögult uppboð í Kaolin á Menningarnótt. Nú er tækifæri til að bjóða í blómavasa eftir listamenn/keramikhönnuði í Kaolin Keramik Gallerí, á Skólavörðustíg 5. Hér er viðburðurinn á Facebook.
 
Brauðtertusamkeppni í Listasafni Íslands. Hönnuðirnir Tanja Levý og Valdís Steinarsdóttir í samstarfi við Brauðtertufélag Erlu&Erlu efnir til brauðtertusamkeppni í Hafnarhúsinu á Menningarnótt. Húsið opnar klukkan 14 þar sem almenningi gefst tækifæri til að skoða og smakka brauðterturnar. Frekari upplýsingar má finna á viðburðinum á Facebook hér.

Þetta og margt margt fleira á fjölbreyttri dagskrá Menningarnætur á morgun. Endilega kynnið ykkur dagskránna hér. Góða skemmtun!

Yfirliteldri fréttir