Fréttir

29.8.2019

Gefur gömlum flíkum frá 66°Norður nýtt líf
Bergur Guðnason fatahönnuður hefur í samstarfi við 66°Norður þróað nýja línu þar sem hefðbundnar hettupeysur og fleira sem nú þegar er til hafa fengið nýtt líf.

Með þessu vill 66°Norður undirstrika að það þarf ekki alltaf að kaupa allt nýtt og það má almennt hugsa betur út í hvernig hægt er að breyta og endurnýta hluti, en gera þá samt spennandi. 

Bergur Guðnason útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og hefur síðan þá m.a. unnið hjá Acne Studios í París.
 
Fyrir þessa línu langaði mig til að gera þetta grafískt með mikið af litum. 66°Norður lógóið þekkja allir Íslendingar og langaði mig til þess að brjóta það aðeins upp og ögra lógóinu með því t.d. að taka tvær peysur og sameina þær þannig að þær passi samt ekki alveg saman. Í öðrum flíkum er sjálfri flíkinni ekki breytt en við lékum okkur með að sauma Kríuna á mismunandi staði,” segir Bergur í fréttatilkynningu frá 66°Norður.
 
Um takmarkað upplag er að ræða þar sem engar tvær flíkur eru eins en línan er öll unnin á saumastofu 66°Norður í Garðabænum. 

Verkefnið verður kynnt í verslun 66°Norður á Laugavegi milli 17-19 í dag.
 
Hér er viðburðurinn á Facebook.Yfirliteldri fréttir