Fréttir

2.9.2019

Opið fyrir umsóknir í nýsköpunarsamkeppnina Global Change Awards
Nýsköpunarkeppnin Global Change Awards opnar fyrir umsóknir þar sem 1 milljón evra er í boði fyrir fimm bestu hugmyndirnar.
 
Nýsköpunarkeppnin Global Change Award var sett á laggirnar árið 2015 af H&M Foundation, í samvinnu við Accenture og Konunglega sænska tækniháskólann KTH. Á þeim tíma hafa keppninni borist yfir 14.000 umsóknir frá 182 löndum. 
Keppnin miðar að því að draga úr neikvæðum áhrifum tískuiðnaðarins með því að styðja við og styrkja nýsköpun og þróun á sviði textíls- og fataframleiðslu. Margar af vinningshugmyndum fyrri ára hafa haldið áfram í þróunarvinnu og eru vörur þeirra komnar á markað.Á þeim fimm árum sem Global Change Award hefur verið starfrækt hefur keppnin reynst frábær stökkpallur fyrir frumkvöðla til að komast inn í tískuiðnaðinn og umbreyta honum innan frá. Við höfum séð fyrri sigurvegara fara frá hugmyndavinnu og yfir í að markaðssetja vöruna sína. Það sem er hinsvegar mikilvægast er að hvetja nýja kynslóð skapara, vísindamanna og frumkvöðla til að draga úr núverandi áhrifum tískuiðnaðarins á náttúruna með nýsköpun og þróunarvinnu. Næsta stóra hugmynd sem mun breyta öllu getur í raun komið frá hverjum sem er. Ef þú hefur hugmynd, sendu hana inn!“,segir Karl-Johan Persson, stjórnarmaður í H&M Foundation og forstjóri H&M í fréttatilkynningu frá sænska fataframleiðandanum.
 
Í viðbót við peningastyrkinn fá sigurvegararnir fimm sæti í eins árs nýsköpunarhraðaáætlun sem fer fram í Stokkhólmi, New York og Hong Kong. Sigurvegaranir hljóta stuðning frá H&M Foundation, Accenture og KTH við að þróa frekar hugmyndir sínar.
 
Vinningshugmyndin þarf að geta stuðlað að því að gera tískuiðnaðinn að hringlaga hagkerfi. Önnur viðmið eru að hugmyndin sé nýjung, að hún sé efnahagslega sjálfbær og að nýsköpunarteymið sé tilbúið í vinnuna framundan. Sigurvegararnir geta unnið með hverjum sem er. Hvorki H&M Foundation né H&M Group eiga neinn hlut í hugmyndinni né eiga tilkall til hugverkaréttinda hennar.
 
Skilafrestur umsókna er til 16. október 2019 og eru fimm sigurvegarar krýndir við hátíðalega verðlaunaafhendinguna í ráðhúsinu Stokkhólmi í apríl 2020.
 
Allt um Global Change Award, fyrri vinningshugmyndir og hvernig á að sækja um hér.
Yfirliteldri fréttir