Fréttir

4.9.2019

Pólskt götubitaboð í Hönnunarsafninu
Föstudaginn 6. september kl. 17.30 – 19.00 verður Pólskt götubitaboð í Hönnunarsafninu í tengslum við sýninguna Borgarlandslag eftir Paolo Gianfrancesco, arkitekt.
 
Eftir leiðsögn Paolo Gianfrancesco um sýninguna, þar sem hann leggur sérstaka áherslu á Varsjá, tekur Pola Sutryk við keflinu. Pola, sem er frá Varsjá hefur nýlega sest að í Reykjavík og ætlar að segja okkur sína sögu af Varsjá í gegnum götubita (e.street food), drykk og forvitnilegan eftirrétt , sem var hannaður eftir stríð sem tákn endurreisnar höfuðborgarinnar. 

Pola er bæði kokkur og kennari og sér um veitingarnar en hún er með brennandi áhuga á ferðalögum, sjálfbærni í matargerð, staðbundnu lostæti, listum, hönnun og kvikmyndum, sem reynir stöðugt að vinna með allar þessar ástríður í einu! “I fell in love in the Icelandic way of living, the light, colors and landscapes and I’ve never felt more peaceful in my life.”Pan Thorarensen heldur utanum lagalistann en hann er  tónlistarmaður, framleiðandi og listrænn stjórnandi á Extreme Chill Festival, Berlin X Reykjavik og The New Neighborhoods Festival, sem var vettvangur fyrir íslenska og pólska tónlistarmenn. Veislustjórn er í höndunum á Hlín Helgu Guðlaugsdóttur, einn sýningarstjóra sýningarinnar. Leiðsögn um sýninguna er á ensku.

 Aðgangseyrir: 1500 kr - frítt fyrir börn.

Leiðsögn um sýninguna, smakk af Póllandi, veitingar.
 Miðar verða seldir á staðnum.

Hér er viðburðinn á Facebook.
Yfirliteldri fréttir