Fréttir

12.9.2019

Hönnunarmiðstöð Íslands gerir samstarfsamning við Strætó
Hönnunarmiðstöð Íslands gerir samstarfsamning við Strætó.

Samningurinn nær til allra félagsmanna í aðildafélögum Hönnunarmiðstöðvar, sem vill með þessu sýna ábyrgð og hvetja til vistvænni ferðamáta og nýtingu á almenningssamgöngum hjá félagsmönnum.

Samgöngukort er 12 mánaða kort á verði 9 mánaða korts og gildir á stór-höfuðborgarsvæðinu. Innifalið í samgöngukorti Strætó er aðgangur að 
Zipcar sem er deilibílaþjónusta. Þeir sem eru með samgöngukort Strætó geta nálgast Zipcar bíla víðsvegar um borgina til að nýta í stuttar ferðir þegar þannig liggur við.Hægt er að bóka Zipcar eftir þörfum með appi allan sólarhringinn og er bílnum skilað aftur á sama stæðið þegar notkun lýkur.
Til þess að kaupa samgöngukort gegnum Hönnunarmiðstöð Íslands sendir þú nafn og kennitölu á netfangið gunnar@honnunarmidstod.is á milli
kl. 9.00 - 13.00 á virkum degi og hann sér um að opna aðgang strax.

Arkitektafélagið sér um skrá sína sína félagsmenn, ef þú ert í því félagi vinsamlegast sendu nafn og kennitölu á ai@ai.is. Athugið að sum fyrirtæki bjóða upp á samgöngustyrk en það er skattfrjáls styrkur, að hámarki 8.000 kr. fyrir það að koma til vinnu með öðrum hætti en einkabíl. Til þess að geta fengið slíkan styrk þarf starfsmaður að gera undirritaðan samning við sitt fyrirtæki um að nýta sér þess háttar ferðamáta. Við hvetjum félagsmenn að athuga hvort ykkar fyrirtæki/vinnustaður bjóði upp á það.Hér má nálgast frekari upplýsingar um samgöngukort Strætó.Yfirliteldri fréttir