Fréttir

16.9.2019

Óskað eftir tilnefningum til Distributed Design verðlaunin á Íslandi 
Óskað er eftir tilnefningum til Distributed Design verðlaunanna á Íslandi en verðlaunin beina sjónum sínum að nýrri tegund hönnuða á Íslandi sem aðlagast stafrænum heimi. Verðlaunin eru haldin í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Fab Lab á Íslandi.

Frestur til að skila inn ábendingum er til 1. október. 

Sigurvegari Distributed Design Awards Iceland fær 250 þúsund króna peningaverðlaun auk þess sem sigurvegari í íslensku keppninni er tilnefndur til alþjóðlegu verðlaunanna, Global Distributed Design Awards.

Hönnun og hlutverk hönnuðarins eru að þróast og aðlagast nýjum, stafrænum heimi. Ný tegund hönnuða er að ryðja sér til rúms, hönnuða sem vilja breyta því hvernig vörur eru framleiddar og hvernig viðskiptavinir tengjast vörum þeirra. Þetta kallast „dreifð hönnun“ (e.Distributed Design).
 
Þessir nýju hönnuðir hanna, framleiða sjálfir og eiga þátt í dreifingu vara sinna. Þeir vinna með nýja tækni og stafræn kerfi sem gera þeim kleift að deila verkum sínum, hanna þau í samstarfi og dreifa þeim um allan heim. Sífellt fleiri vörur eru nú hannaðar, búnar til og þeim deilt í gegnum alþjóðleg kerfi. Og þær eru framleiddar á hverjum stað með efni úr nágrenninu, í litlu magni og sérsniðnar að þörfum viðskiptavinarins.

Til þess að eiga möguleika á Distributed Design verðlaununum þarf varan að endurspegla nokkra af eftirfarandi þáttum:
 
- Er hönnunin eða gæti hönnunin verið framleidd á Íslandi?
- Er hönnunin gerð af natni og með áherslu á fagurfræði?
- Gerir hönnunin öðrum aðilum kleift að sérsníða hana?
- Tekur hönnunin tillit til þarfa notenda?Almennar kröfur til umsækjenda: Varan þarf að vera gerð af íslenskum hönnuði, þróuð og framleidd á Íslandi.

Distributed Design verðlaunin verða veitt og sigurvegari tilkynntur þann 4.október. Í fyrra var það Dagný Bjarnadóttir sem hlaut Distributed Design verðlaunin á Íslandi fyrir hönnun sína á Fang bekkjunum. Sjá meira hér.

Hér er hægt að senda inn ábendingur og sömuleiðis nálgast frekari upplýsingar.

 

Yfirliteldri fréttir