Fréttir

18.9.2019

The Retreat við Bláa Lónið verðlaunað fyrir Besta arkitektúr ársins 2019 af Architecture Masterprize. 
The Retreat við Bláa Lónið hlaut á dögunum verðlaun fyrir Besta arkitektúr ársins 2019 af Architecture Masterprize.

Það eru Basalt arkitektar sem eiga heiðurinn að hönnun þessa nýja lúxushótels við Bláa Lónið í samvinnu við Design Group Italia, Eflu verkfræðistofu, VSS, Jáverk og Bláa Lónið.
 
Fyrstu verðlaun eru veitt því verkefni sem þykir skara fram út þvert á 42 flokka og innsendum tillögum sem skipta hundruðum. 

Meðal þess sem kemur fram í umsögn dómnefndar er „að The Retreat veiti einstaka leið til að upplifa baðmenningu Íslendinga. Arkitektarnir leystu það verkefni vera vinna á mörkum náttúrunnar, arkitektúrs og upplifunar með það fyrir sjónum að leyfa gestum að finna fyrir tengslum við íslenska náttúru.“
 
Hér er hægt að lesa nánar um umsögn dómnefndar.
 
Verðlaunaafhending verður þann 14. október í Guggenheim safninu í Bilbao.
 
Basalt arkitektar hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2018 fyrir arkitektúr í íslenskri baðmenningu.
Yfirliteldri fréttir