Fréttir

25.9.2019

1. október I Umsóknafrestir til að sækja um Listamannalaun og úr borgarsjóði Reykjavíkurborgar renna útFrá sýningu Studíó Fléttu á verkefninu Trophy á HönnunarMars 2019. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Penslaðu 1. október í dagatalið því þá renna út umsóknafrestir til að sækja um Listamannalaun og úr borgarsjóði Reykjavíkurborgar. Einnig má finna hér fyrir neðan nokkra umsóknarfresti í styrki og sjóði sem hönnuðir ættu að leggja á minnið næstu vikurnar. Ekki falla á tíma -  maður tapar engu á þvi að sækja um!


Listamannalaun er fyrir sjálfstætt starfandi hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld. Tilgangur þeirra er að efla listsköpun í landinu en það er Alþingi sem veitir árlega fé af fjárlögum til þess að launa listamenn í samræmi við lög.
Umsóknafrestur rennur út á miðnætti þann 1. október. Hér er hægt að sækja um.
 
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Borgarsjóði vegna starfsemi á árinu 2020. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: félags- og velferðarmála, skóla- og frístundamála, íþrótta- og æskulýðsmála, mannréttindamála, menningarmála.
Umsóknarfrestur rennur út á hádegi 1. október.
Hér má lesa nánari upplýsingar og sækja um.
 
Norrænir sjóðir sem vert að skoða líka og leggja umsóknafresti á minnið:
Nordic Cultur Point. Ýttu hér.
Nordisk Kulturfond.Ýttu hér.

Við minnum einnig á að búið er að opna fyrir umsóknir á HönnunarMars 2020. 
Umsóknarferlið stendur frá 10. september til 10. nóvember. Athugið að snemmskráningargjald er til 10. október, svo það borgar sig að falla ekki á tíma.
Ýttu hér til að sækja um á HönnunarMars 2020

Umsóknarfrestur í fjórðu og síðustu úthlutun úr Hönnunarsjóði fyrir almennna og ferðastyrki rennur út 15. október næstkomandi. Hér er hægt að sækja um í Hönnunarsjóð.
Yfirliteldri fréttir