Fréttir

18.10.2019

DesignTalks 2020 I Tryggðu þér miða á sérstökum kjörum
Búið er að opna fyrir miðasölu á DesignTalks 2020 og er takmarkaður fjöldi miða á sérstöku forsöluverði. Miðaverð núna er 9.900 krónur en fullt verð er 14.900 krónur.


Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks hefur fest sig í sessi sem einn af lykilviðburðum HönnunarMars. Þann 26. mars 2020 munu framúrskarandi hönnuðir, arkitektar og hugsuðir ræða síbreytilegt hlutverk hönnunar í heimi nýrra áskoranna og stórfelldra breytinga undir þemanu NÝR HEIMUR // NÝJAR LEIÐIR.
 
Ráðstefnan á erindi við allt fólk í skapandi greinum, fagfólk sem og áhugafólk, frumkvöðla, og aðra leiðtoga í einkageiranum og hjá hinu opinbera.

Ýttu hér til að kaupa miða.

Viðburðurinn fer fram í Hörpu og er líkt og síðustu ár, stjórnað af Hlín Helgu Guðlaugsdóttur, hönnuði, ráðgjafa og framtíðarrýni. Ásamt henni mun Robert Thiemann, stofnandi og aðalritstjóri FRAME stjórna dagskránni, en hann er framkvæmdastjóri Frame Publishers, sem gefur einnig út tímaritin Mark, Foam og Elephant og bækur á sviði hönnunar og arkitektúrs. Hann hefur einstaka innsýn í alþjóðlegu hönnunarsenuna og hefur verið í ráðgjafahlutverki fyrir fyrirtæki á borð við Chanel, Kering, Nespresso og Vitra ásamt því að sinna dómnefndarstörfum í hönnunarkeppnum út um allan heim.

Þetta er í tólfta sinn sem DesignTalks fer fram en ráðstefnunni er ætlað að varpa ljósi á áhrifamátt, hlutverk og ábyrgð hönnuða og arkitekta í samfélaginu.

Alls hafa um 100 manns komið við sögu og má þar nefna arkitektinn Bjarke Ingels / BIG, tískufrömuðinn Calvin Klein, grafíska hönnuðinn Jessicu Walsh / Sagmeister&Walsh, hönnunardúóið Studio Swine, hönnunarstjórann Paul Bennett / IDEO, fatahönnuðinn, sjáflbærni frumkvöðulinn og aktivtistann Katharine Hamnett, matarhönnuðinn Marije Vogelzang, arkitektinn Kristian Edwards / Snöhetta og þannig mætti lengi telja.

Fylgist með á næstunni þegar við tilkynnum hverjir koma fram á DesignTalks 2020. 

Tryggðu þér sæti á DesignTalks 2020 hér. DesignTalks er skipulagt af Hönnunarmiðstöð Íslands og styrkt af Arion banka og Reykjavíkurborg.


Yfirliteldri fréttir