Fréttir

23.10.2019

Vöruhönnuðurinn Þórunnar Árnadóttur gerir kerti í samstarfi við Tim Burton
Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður, gerir Pyropet kerti fyrir sýningu leikstjórans, kvikmyndagerðamannsins og listamannsins Tim Burton í Neon Museum í Las Vegas. Um er að ræða kerti sem byggt er á lógó sýningarinnar, Spaðakertið, sem hefur vakið mikla lukku.

Það kom þannig til að fyrirtækið sem sér um skipuleggja sýningu Burton þekkti til hönnunarmerkisins 54 Celsius sem Þórunn stýrir ásamt Dan Koval, en aðalvörulína merkisins eru Pyropet kertin, kerti sem eru með beinagrind inn í sér. Tim sjálfur varð strax spenntur fyrir að gera kertin og búa til vörur með þeim sem tengdist sýningunni. „Við byrjuðum strax að skoða mögulegar útfærslur, en þegar þessar hugmyndir komu til okkar þá var tíminn of naumur til að ná að útfæra og framleiða eitthvað af þeim fyrir sýningaropnun. Svo við ákváðum í sameiningu að byrja á því að hanna kerti út frá lógói sýningarinnar. Viðtökurnar hafa verið alveg frábærar og Spaðakertið rýkur út úr safnabúðinni. Við erum nú að skoða möguleikann á að halda áfram með einhverjar af skissunum hans. Vonandi verður af því, því þetta eru alveg geggjaðar hugmyndir!,“ segir Þórunn en einnig er nýkomið annað kerti sem þau hönnuðu út frá Tim Burton myndinni "Nightmare Before Christmas".


„En það verkefni er búið að vera í vinnslu síðan í fyrra, og er unnið í samstarfi við Disney fyrir Hot Topic verslanakeðjuna í Bandaríkjunum. Kertið er vísun í eitt frægt atriði í myndinni þar sem aðalkarakterinn Jack Skellington laumar sér inn í Jólaland og felur sig innan í snjókalli.

Þórunn útskrifaðist með BA í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands 2007 og MA í Design Products frá Royal Collage of Arts í London 2011. Hún var hluti af hönnunarteyminu sem stóð að baki Austurland: Designs from Nowhere og hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2014.

Hér er heimasíða Þórunnar .
 
Hér er hægt að sjá myndir af kertununum.
Yfirliteldri fréttir