Fréttir

24.10.2019

Gleði á opnun afmælissýningar Félag íslenskra gullsmiða.
Félag íslenskra gullsmiða varð 95 ára þann 19. október síðastliðinn og að því tilefni sameinuðust rúmlega 30 gullsmiðir í sýningu til heiðurs félaginu í Austursal 5. hæð í Hörpu
.
Vel var mætt á opnunina sem var hátíðleg eins og myndirnar hér fyrir neðan sýna.

Félag íslenskra gullsmiða er eitt elsta fagfélag landsins og sýningin spannar breitt litróf gullsmiða.

Sýningin Eyland fagnar þessari fjölbreytni, þar sýna gullsmiðir sem spanna breitt litróf greinarinnar, gullsmiðir sem handsmíða hvern grip, gullsmiðir sem framleiða og selja skart víðsvegar um heiminn, hér sýna einnig gullsmiðir sem eru í þann mund að útskrifast á meðan elsti sýnandinn, Jóhannes Leifsson var til að mynda á fjórða aldursári þegar félagið var stofnað árið 1924. Þar sýnir líka elsti starfandi gullsmiður landsins, Dóra G. Jónsdóttir sem var fyrst kvenna kjörin formaður félagsins árið 1974.

Hér á myndum sjást meðal annars Ástþór Helgason sem var sýningarstjóri og hönnuður sýningar, Arna Arnardóttir formaður félags íslenskra gullsmiða og Unnur Eir Björnsdóttir sem er í
sýningarnefnd Félags íslenskra gullsmiða.

Við hvetjum sem flesta til að missa ekki af sýningunni sem er opin alla næstu helgi, föstudaginn 25. október til sunnudagsins 27. október frá 11-18.Yfirliteldri fréttir