Fréttir

6.11.2019

Verkefnið Misbrigði sýnir nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum
Verkefnið Misbrigði er unnið af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands.
Rannsakaðar eru leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar.
 
Nemendurnir sem sýna í ár eru níu talsins:
 
Berglind Ósk Hlynsdóttir
Emilíana Birta Hjartardóttir
Gerða Jóna Ólafsdóttir
Guðmundur Magnússon
Julia Alexandra Binder
Karen Thuy Duong Andradóttir
Margrét Rún Styrmisdóttir
Saga Sif Gísladóttir
Valbjörg Rúna Björgvinsdóttir

 
Tískusýningin verður laugardaginn 9. nóv. í leikhúsrými Listaháskóla Íslands Laugarnesvegi 91, gengið inn um listkennsluinngang.
 
Tískusýningin verður sýnd tvisvar, kl. 18 og kl. 19 og er aðgangur ókeypis en nauðsynlegt er að næla sér í miða í gegnum tix.is þar sem sætafjöldi er takmarkaður.Hér er hægt að næla sér í miða.
Hér er viðburðurinn á Facebook.
Yfirliteldri fréttir