Fréttir

8.11.2019

Fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir fagnar 10 ára afmæli Mynd/ Aldís Pálsdóttir

Fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir opnaði eigin verslun með sinni hönnun fyrir 10 árum síðan og byrjar afmælisfögnuðurinn í dag.Andrea útskrifaðist úr fatahönnunarnámi í Danmörku vorið 2009 en samhliða náminu undirbjó hún opnun fyrirtækisins ásamt eiginmanninum sínum, Ólafi Ólasyni, arkitekt sem einmitt hannað lógóið. 

Verslunin AndreA opnaði svo á Strandgötu 19 í Hafnarfirði þann 24 október 2009. 


„Upprunalega átti þetta að vera vinnustofa og vefverslun en fljótlega þurftum við að flýja með vinnustofuna annað og einfaldlega stækka búðina,“ segir Andrea en í dag er verslunin staðsett í Norðurbakka í Hafnarfirði - þar sem slegið verið upp allsherjar afmælisveislu í dag milli 17-20. 20 prósent afsláttur verður af öllum vörum að því tilefni alla helgina.
 
Hér er Facebooksíða verslunarinnar fyrir frekari upplýsingar.

Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður - á sínu fyrsta ári þegar búðin opnaði 2009.
Yfirliteldri fréttir