Fréttir

29.11.2019

DesignTalks2020 I Fyrstu fyrirlesarar kynntir til leiks
„Ímyndunaraflið er mikilvægt núna. Það leikur enginn vafi á því að þessi nýja heimsmynd sem blasir við okkur kallar á að við horfumst í augu við vandann og ábyrgð okkar, kallar á aðgerðir og umbætur en ekki síður nýja framtíðarsýn. Að við veltum upp möguleikum, lausnum og jafnvel leiðum sem við viljum kannski ekki fara.Við verðum að halda áfram. Í það vísar þema dagsins.“

Hlín Helga Guðlaugsdóttir, stjórnandi DesignTalksFyrstu fyrirlesararnir sem kynntir eru til leiks og munu koma fram á DesignTalks 2020 í Hörpu þann 26. mars eru 
lífhönnuðurinn Natsui Audrey Chieza, stofnandi Faber Futures, og 
hönnunartvíeykið Studio Formafantasma, Andrea Trimarchi og Simone Farresin.Lífhönnuðurinn Natsui Audrey Chieza er stofnandi Faber Futures, þverfaglegrar „lífhönnunarframtíðarstofu“, sem starfar á mörkum náttúru, tækni og samfélags og leitar leiða til að tengja saman hönnun og vistkerfi í þeim tilgangi að takast á við vandamál heimsins, s.s. mengun og loftslagsbreytingar.Chieza, sem er með bakgrunn í arkitektúr og meistaranám í „Materials Futures“, tilheyrir nýrri kynslóð hönnuða sem kanna möguleikann á notkun lífefnaframleiðslu (e.biofabrication), þ.e.a.s. framleiðslu efna úr lifandi efnivið, í stað hefðbundinna framleiðsluaðferða. Chieza er mjög virk í hönnun og hafa verk eftir hana verið sýnd á virtum söfnum um allan heim, s.s. Cooper Hewitt, Centre Pompidou, Vitra hönnunarsafnið og V&A.
Fyrr á árinu vann hún Index verðlaunin fyrir verkefnið Coelicolor, sem kannar hvernig bakteríur geta komið í stað skaðlegra efna sem notuð eru til að lita efni í framleiðslu á fatnaði. Árið 2017 hélt hún TED fyrirlestur um aðferðir til að minnka sóun í tískubransanum.„Líffræði er ekki lengur fyrirbæri til að líkja eftir heldur samverkandi þáttur í
hönnunarferlinu og nýsköpuninni.“

Natsui Audrey ChiezaÍtölsku hönnuðirnir Andrea Trimarchi og Simone Farresin mynda 
hönnunartvíeykið Studio Formafantasma og eiga þeir langan og fjölbreyttan feril að baki.

Þeir hafa unnið fyrir fyrirtæki á borð við Fendi, Max Mara - Sportmax, Hermès, Droog og Flos og sýnt á söfnum víða um heim, s.s. MoMA, Victoria and Albert, Centre Pompidou, Stedelijk Museum o.fl. Nálgun þeirra er rannsakandi, tilraunakennd og sjálfbærnimiðuð, en verk þeirra einkennast af rannsóknum á efnivið og viðfangsefnum á borð við samband hefða og staðbundinnar menningar, gagnrýna nálgun á sjálfbærni og merkingu hluta sem
menningarlegra fyrirbæra (e. cultural conduit).

Undanfarin misseri hafa þeir meðal annars unnið að endurvinnslu á rafrusli
(e. e-waist) í verkefninu Ore Streams.
Þeir voru nýlega skipaðir stjórnendur í nýju meistaranámi við listaháskólann í Eindhoven, GEO-DESIGN, sem mun kanna þá samfélagslegu, landfræðilegu,
efnahagslegu og landstjórnmálalegu þætti sem móta hönnun í dag.

„Ég held að Ore Streams endurspegli þörf fyrir hönnun, ekki bara til að gefa hlutum form samkvæmt hefðinni, heldur líka til að laga það sem hefur brotnað.“
 
 
Simone Farresin, Formafantasma

Á DesignTalks 2020 munu framúrskarandi hönnuðir, arkitektar og hugsuðir veita ríkulegan innblástur til góðra verka og varpa ljósi á mikilvægt og síbreytilegt hlutverk hönnunar og arkitektúrs í heimi nýrra áskoranna og stórfelldra breytinga.


Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks hefur fest sig í sessi sem einn af lykilviðburðum HönnunarMars og a
Alls hafa um 100 manns komið þar fram. Þar má nefna arkitektinn Bjarke Ingels / BIG; tískufrömuðinn Calvin Klein; grafíska hönnuðinn
Jessicu Walsh / Sagmeister&Walsh; hönnunartvíeykið Studio Swine;
hönnunarstjórann Paul Bennett / IDEO; fatahönnuðinn, sjáflbærnifrumkvöðulinn og aktivistann Katharine Hamnett; matarhönnuðinn Marije Vogelzang;
arkitektinn Kristian Edwards / Snøhetta og þannig mætti lengi telja.

Kynnar DesignTalks 2020 verða Hlín Helga Guðlaugsdóttir, stjórnandi dagsins, og
Robert Thiemann, stofnandi og aðalritstjóri FRAME.

Hér er viðburðurinn á Facebook.

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á sérstöku forsöluverði. 
Síðustu ár hefur verið uppselt á DesignTalks svo það borgar sig að tryggja sér miða. 


ÝTTU HÉR TIL AÐ KAUPA MIÐA

DesignTalks 2020 er skipulagt af Hönnunarmiðstöð Íslands og styrkt af 
Arion Banka og Reykjavíkurborg.

Yfirliteldri fréttir