Samkeppnir

Samkeppnisreglur Hönnunarmiðstöðvar Íslands

12. maí 2016

Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Garðabæ

Garðabær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni / einkenni til að marka aðkomu að bænum. Boðið verður upp á kynningarfund um Garðabæ þann 13. apríl í Hönnunarsafni Íslands en skilafrestur tillagna er til 23. júní 2016. .
13. apríl 2016

Hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis

Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðisins í Grafarvogi. Skilafrestur er til 19. apríl 2016. .
08. apríl 2016

Kynningarfundur vegna hugmyndasamkeppni

Garðabær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni/einkenni til að marka aðkomu að bænum. Í tilefni af því er boðið upp á kynningarfund um Garðabæ í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1, þann 13. apríl kl. 16.15. .
05. janúar 2016

Samkeppni um einkennismerki Grafíu

Grafía, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um einkennismerki fyrir félagið. .
04. nóvember 2015

Svör við fyrirspurnum vegna samkeppni á vegum Grafíu

Hér má finna svör við þeim fyrirspurnum sem hafa borist á samkeppni@honnunarmidstod.is, vegna samkeppni um hönnun á nýju einkennismerki fyrir Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum. .
25. september 2015

Rýnifundur vegna Hugmyndasamkeppni um skipulag Efstaleitis

Rýnifundur vegna Hugmyndasamkeppninnar um skipulag Efstaleitis verður haldinn mánudaginn 28. september klukkan 16 – 18 í matsal Listaháskóla Íslands í Þverholti 11. .
08. maí 2015

Forval í samkeppni um einkenni HönnunarMars 2016

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir samkeppni um hönnun einkennis HönnunarMars 2016. Fjórtán umsóknir bárust, sem lýstu áhuga á þátttöku í samkeppninni. .
29. apríl 2015

Samkeppni | Einkenni HönnunarMars 2016

Kallað er eftir umsóknum hönnuða eða hönnunarteyma sem hafa áhuga á að útfæra einkenni HönnunarMars 2016. Úr umsóknum verða valdir þrír hönnuðir eða teymi til að taka þátt í lokaðri samkeppni um einkennið. Sérstaklega er hvatt til þverfaglegrar samvinnu hönnuða. Sækja þarf um þátttöku fyrir kl. 12 á miðnætti mánudaginn 4. maí 2015. .
16. október 2014

Svör við fyrirspurnum vegna samkeppni um jafnlaunamerki

Hér má finna svör við þeim fyrirspurnum sem hafa borist á samkeppni@honnunarmidstod.is, vegna samkeppni um hönnun á nýju jafnlaunamerki. Hægt var að senda fyrirspurnir fyrir 14. október, en nú er sá frestur liðinn. Samkeppnin er opin öllum en veitt verða ein verðlaun að upphæð 1.000.000 kr. fyrir bestu tillöguna. .
08. október 2014

Samkeppni um jafnlaunamerki

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og Hönnunarmiðstöð Íslands standa fyrir samkeppni um hönnun á nýju einkennismerki, jafnlaunamerki fyrir vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012. Samkeppnin er öllum opin en veitt verða ein verðlaun að upphæð 1.000.000 kr. fyrir bestu tillöguna. Skilafrestur tilagna er til kl. 12:00, 5. nóvember 2014. .
16. september 2014

Forval | Hönnunarsamkeppni um Laugarveg og Óðinstorg

Í byrjun ágúst auglýsti Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), eftir hönnuðum til þátttöku í forvali vegna hönnunarsamkeppni um endurgerð á yfirborði tveggja svæða, annarsvegar Laugavegar milli Snorrabrautar og Skólavörðustígs og hins vegar á Óðinstorgi. .
05. ágúst 2014

Hönnunarsamkeppni um Laugaveg og Óðinstorg

Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), auglýsir eftir hönnuðum til að taka þátt í forvali vegna hönnunarsamkeppni um endurgerð á yfirborði tvegga svæða í Reykjavík, annars vegar Laugarvegar milli Snorrabrautar og Skólavörðustígs og hins vegar Óðinstorgs. Samkeppnin er lokuð, umsóknarfrestur um þátttöku er til 15. ágúst. .
30. júní 2014

Hugmyndasamkeppni um Landmannalaugar

Sveitarfélagið Rangárþing ytra efnir til forvals fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Landmannalaugasvæðisins, í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Valdir verða 3-4 hópar til þátttöku sem fá greitt fyrir tillögurnar sínar. Umsóknarfrestur fyrir forvalið er 10. júlí en áætluð skil í samkeppnina eru um miðjan nóvember. .
04. júní 2014

Rýnifundur | Samkeppni um Geysissvæðið

Rýnifundur í hugmyndasamkeppninni sem haldin var nýlega um hönnun svæðisins við Geysi í Haukadal verður haldinn fimmtudaginn 5. júní klukkan 16:00 í Perlunni í Reykjavík. .
21. apríl 2014

Samkeppni | Heildarskipulag Háskólasvæðisins

Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands efna til hugmyndasamkeppni um heildarskipulag fyrir Háskólasvæðið. Þátttakendur geta skilað inn heildarhugmyndum sínum að framtíðarskipulagi eða lagt hugmyndir inn í umræðuna um þetta þýðingarmikla verkefni. Frestur til að skila inn tillögum hefur verið framlengdur til 12. maí og er áætlað að niðurstaða dómnefndar liggi fyrir í byrjun júní. .
10. apríl 2014

Framkvæmdarsamkeppni | Viðey

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar í samráði við menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar efnir til opinnar framkvæmdasamkeppni um ferjuhús fyrir Viðeyjarferju á Skarfabakka og biðskýli úti í Viðey. Skilafrestur tillagna er til 19. maí. .
10. mars 2014

Samkeppnisúrslit | Kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey

Niðurstaða dómnefndar í samkeppni um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbautinn í Grímsey var tilkynnt í dag, mánudaginn 10. mars kl. 14 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Dómnefnd var einróma um vinningstillöguna, sem er unnin af Kristni E. Hrafnssyni og Studio Granda. .
10. mars 2014

Samkeppnisúrslit | Skipulag og hönnun Geysissvæðisins

Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðisins í Haukadal liggja nú fyrir. Alls bárust 14 tillögur og var dómnefnd samhljóma þegar koma að því að velja vinningstillöguna en það tillaga Landmótunar sf. Sýning á öllum innsenndum tillögum er nú á Geysi í Haukadal. .
24. febrúar 2014

Samkeppnisúrslit | Nýtt merki fyrir Náttúruminjasafn Íslands

Úrslit úr samkeppni um nýtt merki fyrir Náttúruminjasafn Íslands voru gerð kunn á laugardaginn s.l. þann 22. febrúar 2014 í Þjóðminjasafni Íslands. Höfundur merkisins er Stefán Einarsson, grafískur hönnuður. .
02. janúar 2014

Samkeppni | Skóli, menningarmiðstöð, sundlaug og íþróttaaðstaða í Úlfarsárdal

Nýr skóli, menningarmiðstöð, sundlaug og íþróttaaðstaða í Úlfarsárdal er viðfangsefni opinnar hönnunarsamkeppni sem Reykjavíkurborg efnir til í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Samkeppnin er tveggja þrepa og skal tillögum í fyrra þrepi skila 1. apríl, fyrirspurnarfrestur er til 20. janúar 2014. .
09. desember 2013

Samkeppni um einkennismerki Náttúruminjasafns Íslands

Náttúruminjasafn Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands standa fyrir samkeppni um hönnun á nýju einkennismerki fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Samkeppnin er öllum opin en veitt verða ein verðlaun að upphæð 1.000.000 kr. fyrir bestu tillöguna. Samið verður sérstaklega við vinningsahafa um frekari útfærslu. Skilafrestur tilagna er til 15. janúar 2014. .
09. desember 2013

Samkeppni | Kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey

Akureyrarbær, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands, efnir til hugmyndasamkeppni um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey. Kennileitinu er ætlað að vekja athygli á Grímsey sem ferðamannastað. Verðlaunaféð er 1.000.000 króna auk virðisaukaskatts og verður veitt fyrir þá tillögu sem valin verður í fyrsta sæti. Samkeppnin er opin hönnuðum, arkitektum og myndlistamönnum. Skilafrestur gagna er til 31. janúar 2014. .
28. október 2013

Hugmyndasamkeppni um skipulag Vogabyggðar við Elliðaárvog

Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag Vogabyggðar og nánasta umhverfis. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og Hömlur ehf. Umsóknarfrestur til þátttöku í samkeppninni er til 5. nóvember. .
25. september 2013

Samkeppni | Skipulag og hönnun Geysissvæðisins í Haukadal

Markmið samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um skipulag og uppbyggingu svæðisins. Geysir er einstakt náttúrufyrirbæri og frægasti goshver heims og er hverasvæðið einn fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi. Samkeppnisgön verða afhent á skrifstofu AÍ, Vonarstræti 4b, milli kl. 9:00 og 13:00 virka daga frá 24. september. Skilafrestur tillagna er til 30. janúar 2014. .
10. september 2013

Samkeppni | Skipulag Öskjuhlíðar

Umhverfis– og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, minna á að skilafrestur í samkeppni um skipulag Öskjuhlíðar er 30. september 2013. Í tilkynningu frá dómefnd 3.maí segir að allir þátttakendur sem hafa þegar skráð sig þurfa að gera það aftur og fá nýtt lykilorð. .
05. september 2013

Samkeppni | Dyrfjöll - Stórurð

Efnt til opinnar hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk í Stórurð og næsta nágrenni Dyrfjalla. Að samkeppninni standa sveitarfélögin Fljótsdalshérað og Borgarfjarðarhreppur í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Skilafrestur tillagna í samkeppnina er til 8. október 2013. .
02. september 2013

Samkeppni | Alþjóðleg veggspjaldasamkeppni

Spænska vínfyrirtækið TERRAS GAUDA stendur fyrir hönnunarsamkeppni á veggspjaldi,  11th Francisco Mantecon International Poster Design Competition. Grafískum hönnuðum og háskólanemendum í grafískri hönnun er velkomið að taka þátt í samkeppninni. Skilafrestur er 30. september og verðlaunaféð er 16.000 € .
16. ágúst 2013

Samkeppni | Einkenni HönnunarMars 2014

Kallað er eftir umsóknum hönnuða eða hönnunarteyma sem hafa áhuga á að útfæra einkenni HönnunarMars 2014. Úr umsóknum verða valdir þrír hönnuðir eða teymi til að taka þátt í lokaðri samkeppni um einkennið. Sérstaklega er hvatt til þverfaglegrar samvinnu hönnuða. Sækja þarf um þátttöku fyrir kl. 12 á hádegi þann 6. september 2013. .
27. júní 2013

Samkeppni | Viðbygging og útisundlaug við Sundhöll Reykjavíkur

Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands efna til opinnar samkeppni um hönnun á viðbyggingu og útilaugasvæði við Sundhöllina í Reykjavík sem er friðuð bygging. Skilafrestur tillagna í samkeppnina er til og með 17. september 2013. .
20. júní 2013

Samkeppni um bestu viðskiptahugmyndirnar í matvæla- og líftækniiðnaði

Matís og Landsbankinn efna til nýsköpunarkeppni fyrir viðskiptahugmyndir í matvæla- og líftækniiðnaði sem byggjast skulu á íslensku hráefni eða hugviti. Veitt verða peningaverðlaun fyrir bestu hugmyndina auk tæknilegrar ráðgjafar og aðstöðu hjá Matís. Umsóknarfrestur er til kl.17 þann 2. september 2013. .
eldri samkeppnir