Sýningar

01. maí 2015

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2015

Útskriftarsýning nemenda á BA stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands opnaði laugardaginn 25. apríl, í Listasafni Reykjavíku, og stendur til 10. maí. .
16. janúar 2015

Sýning | Borgarmynd opnar í SPARK

Borgarmynd opnar sýningu í SPARK, Föstudaginn 16. janúar kl.17.00. Borgarmynd eru þeir Snorri Þór Tryggvason, Pétur Stefánsson og Snorri Eldjárn Snorrason en þeir hafa síðustu fjögur ár gefið út fallegt og skemmtilegt handteiknað kort af Reykjavík. .
12. desember 2014

Sýning | Snjókoma eftir Postulínu í Harbinger

Laugardaginn 6. desember opnar Postulína sýninguna Snjókoma í Harbinger, sýningarrými við Freyjugötu 1. Snjókoma er postulíns-innsetning í 1000 þáttum sem hangir niður úr lofti gallerísins fram að jólum. .
31. október 2014

Sýning | Gamlar bækur öðlast nýtt líf með endurbókun

Laugardaginn 1. nóvember opnar sýningin Endurbókun í Gerðurbergi. Á sýningunni eru bókverk eftir sjö listakonur sem allar eru meðlimir í hópnum ARKIR. Verkin á sýningunni eiga það öll sameiginlegt að vera unnin úr gömlum bókum, sem lokið hafa hlutverki sínu en öðlast nýtt líf í listaverkum með endurbókun. .
15. október 2014

Íslenskir gullsmiðir fagna 90 ára afmæli félagsins

Laugardaginn 18. október opnar sýningin Prýði í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er haldin í tilefni af 90 ára afmæli Félags íslenskra gullsmiða, en þar verða gripir eftir 40 gullsmiði sem gefnar voru frjálsar hendur að smíða fyrir sýninguna eða velja úr eigin safni. .
29. september 2014

Sýning | RUGS í Norræna húsinu

Textílverk og málverk graffarans Jonathan Josefsson prýða anddyri Norræna hússins í september. Jonathan varð fyrst þekktur í Gautaborg sem graffitilistamaðurinn Ollio í kringum árið 2000. Hann skar sig frá öðrum gröffurum vegna þess hvernig hann valdi verkum sínum stað, einnig var hann meðal fyrstu graffara sem opinberaði hver hann var. .
02. september 2014

Sýning | Gagnvirkur veggur í Listasafni Reykjavíkur

Laugardaginn 6. september opnar sýning á verkinu Gagnvirkur veggur í Listasafni Reykjavíkur. Verkið er eftir listamennina Stewe Lawler og Shang Liang og er gagnvirkt listaverk samsett úr 200 myndum frá popplist og dægurmenningu Asíu og Vesturlanda. Steve Lawler sem gengur undir listamannanafninu Mojoko gerði grafíkina en Shang Liang sá um forritunina. Hljóðnemi er tengdur í verkið og geta sýningargestir talað, blístrað eða kallað í hann og myndirnar í verkinu breytast eftir hljómi eða hljóðstyrk. .
28. ágúst 2014

Sýning | Votlönd í Norræna húsinu

Laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00 opnar sýningin Votlönd í sýningarsal Norræna hússins. Að sýningunni stendur hópur íslenskra og finnskra listakvenna sem áður hefur sýnt bæði á Íslandi og í Finnlandi. Kveikjan að samstarfinu var áhugi fyrir samtali um keramik á breiðum grundvelli og þróun fagsins í báðum löndum. .
25. ágúst 2014

Sýning á verkum Hjalta Karlssonar í Hönnunarsafninu

Sýning á verkum grafíska hönnuðarins Hjalta Karlssonar stendur frá 14. júní til 5. október 2014 í Hönnunarsafni Íslands. Hjalti hlaut Torsten och Wanja Söderbergverðlaunin í nóvember á síðasta ári við hátíðlega athöfn í Gautaborg. Söderbergverðlaunin njóta mikillar virðingar og eru stærstu verðlaunin sem veitt eru norrænum hönnuði á hverju ári, að upphæð 1 milljón sænskra króna. .
15. ágúst 2014

Ljósmyndasýning í Þjóðminjahúsinu af tísku og torfbæjum

Sýning á verkum sænska ljósmyndarans Lisen Stibeck stendur frá 15. - 22. ágúst í Þjóðminjasafninu. Sýningin nefnist Torfhús og tíska en fyrirsæturnar á ljósmyndnum eru í fatnaði eftir Steinunni Sigurðardóttur, fatahönnuð. .
10. júlí 2014

Leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti?

Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 13. júlí nk. Í tilefni dagsins verður ókeypis aðgangur í Hönnunarsafni Íslands og kl. 14 verður Ástríður Magnúsdóttir með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands. .
24. júní 2014

Sýningin URBAN SPACE / BORGARLANDSLAG í Spark

Á sýningunni verða sýnd fimmtíu kort af höfuðborgum Evrópu sem arkitektinn Paolo Gianfrancesco hefur útfært. Kortin eru byggð á gögnum úr svokölluðu Open Street Map. Open Street Map (OSM) er opið samstarfsverkefni á netinu sem á uppruna sinn í hugmynd um að útbúa lifandi kort af heiminum sem notandinn getur breytt sjálfur. Sýningin opnar fimmtudaginn 3.júlí og stendur til 26. september 2014. .
19. júní 2014

Ummerki sköpunar – Úrval nýrra verka úr safneign Hafnarborgar

Ný sýning á völdum verkum úr safneign Hafnarborgar verður opin frá 21. júní til 24. ágúst 2014. Sýningin kynnir aðföng síðustu tíu ára en verkin eru unnin á árunum frá 1952 – 2014. .
16. júní 2014

Sýning á nýju húsgagnalínunni VITI BY VOLKI

Hönnunarteymið Volki er með sýningu á nýrri húsgagnalínu VITI BY VOLKI á Skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Aðalstræti 10 í sumar. Línan samanstendur af inni-& útihúsgögnum unnin út frá formi og hlutverki vitans. Sýningin stendur frá 26.maí - 19. ágúst 2014. .
08. júní 2014

Sýning | Vítamín Náttúra

Anna Birna Björnsdóttir, lauk nýverið meistaranámi frá Kunst- og designhøgskolen i Bergen, Noregi og hreppti útskriftarverðlaunin við það tilefni. Sýning á útskriftarverkefni hennar, Vítamín Náttúra, er til sýnis í Listasafni Árnesinga frá 29. maí – 6. júlí 2014. .
05. júní 2014

Síðasta sýningarhelgi á verkum Daggar Guðmundsdóttur

Á HönnunarMars 2014 opnaði yfirlitssýning á verkum Daggar Guðmundsdóttur, hönnuðar á Hönnunarsafni Íslands. Dögg er mikilvægur fulltrúi sístækkandi hóps íslenskra hönnuða sem starfar með alþjóðlegum framleiðendum. Fjölbreytt hönnun hennar endurspeglar tilraunir með nýjan efnivið úr íslensku hráefni. Safnið er opið frá kl. 12-17. .
04. júní 2014

Fegursta orðið í Smáralind

Sýningin fegursta orðið, sem sett var upp á HönnunarMars í Þjóðmenningarhúsinu verður sett upp í Smáralind í tengslum við Miðnæturopnun Smáralindar. Sýningin fer upp á fimmtudaginn 5. júní og verður uppi fram yfir helgi. .
03. júní 2014

Sýning | Hnallþóra í sólinni

Hnallþóra í sólinni er sýning á úrvali prent- og bókverka eftir Dieter Roth (1930 - 1998), en á sýningunni er lögð áhersla á framlag listamannsins til prentmiðilsins sem hann hafði mikinn metnað fyrir. Sýningin stendur til 8. júní 2014 .
30. maí 2014

Ljósmyndasýning Mapping Europe í Norræna húsinu

Ljósmyndasýningin Mapping Europe eftir sænsku listakonuna Katerina Mistal opnar í Norræna húsinu 31. maí og stendur til 29. júní. Myndlistarkonan Katerina Mistal býr og starfar í Stokkhólmi. Hún vinnur mikið með ljósmyndir og vídeólistaverk og í mörgum verka hennar má sjá svipuð viðfangsefni birtast aftur og aftur; náttúra, ókönnuð svæði og takmarkanir í landslagi. Katerina Mistal hefur áður sýnt hér á landi þegar hún var gestur á Listahátíð í Reykjavík 2009 með verkinu Riots. .
30. maí 2014

Sýningin Tölt opnar í Norræna húsinu

Sýningin Tölt opnar í Nærræna húsinu 31. maí en hún var fyrst sett upp í sýningarrými Norrænu sendiráðanna í Berlín, Fælleshus, sumarið 2013 á ári hestsins og að tilefni þess að heimsmeistarmót íslenska hestsins fór fram í Berlín á sama tíma. Íslenskum samtímalistamönnum og hönnuðum hefur verið gefinn laus taumur til að skapa og sýna listaverk sem innblásin eru af íslenska hestinum; fegurð hans og þokka; litum og örlögum. .
21. maí 2014

Þrívíð sköpun og tækni í Spark á Listahátíð

Í þínar hendur er lifandi vinnustofa listamanna, hönnuða og tölvunarfræðinga þar sem könnuð verður sú bylting í framleiðsluferlinu sem þrívíð prenttækni kann að leiða til, mögulega tilfærslu úr höndum stórra eininga og fyrirtækja, í hendur einstaklinga og teyma. Vinnustofan er hluti af dagskrá Listahátíðar og hefst 22. maí kl. 18:00 í Spark Design Space og stendur til 5. júní. .
16. maí 2014

Vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík

Vorsýning Diplómadeilda Myndlastaskólans í Reykjavík verður opin frá 15. -18. maí. Sýningn er í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, á 4. hæð. Deildirnar sem um ræðir eru mótun, teikning og textíll. .
12. maí 2014

Handverk og hönnun í Ráðhúsinu

Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur verður haldin dagana 15. til 19. maí n.k. Á meðal þess sem hægt er að skoða á sýningunni í maí er handspunnið band, skartgripir, barnaföt, munir úr tré, leðurvörur, skór og fatnaður. Auk þessa verður á sýningunni sérstök kynning á hugmyndafræði MAKE by Þorpið og þeirri þjónustu við skapandi fólk sem verið er að byggja upp á Austurlandi. .
09. maí 2014

Sýning | Harri Syrjänen

Harri Syrjänen frá Finnlandi heldur sýningu á skartgripum og töskum í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5. Harri er í flokki fremstu listamanna í heimalandi sínu og hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga. Sýningin stendur til 4. júní. .
08. maí 2014

Sýningarleiðsögn um sýninguna Shop Show í Hafnarborg

Róshildur Jónsdóttir vöruhönnuður tekur þátt í leiðsögn um sýninguna Shop Show og ræðir við gesti um verk sín sunnudaginn 11. maí kl. 15. Sýningin var opnuð á HönnunarMars en henni lýkur nú um helgina. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 11. maí. Sýningin er opin frá 12-17 alla daga fram að sýningarlokum og til kl. 21 fimmtudaginn 8. maí. .
02. maí 2014

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands

Útskriftarsýning bakkalárnema í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild opnar laugardaginn 26. apríl kl. 14:00 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við hönnunar- og arkitúrdeild Listaháskóla Íslands verður fimmtudagainn 24. apríl kl. 18:00. .
02. maí 2014

Sýning | Sól sítrónur og salt

Guðný Hafsteinsdóttir keramiker og hönnuður opnar sýningu hjá Fríðu gullsmið og skartgripahönnuði í Strandgötu 43 Hafnarfirði 3.maí frá kl:14:00- 17:00. Sýningin stendur til 30. maí. .
28. apríl 2014

Fyrsta útskriftarsýning MA nema í hönnun og myndlist

Laugardaginn 12. apríl kl. 15:00 opnar fyrsta útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands í Gerðarsafni, Kópavogi. .
09. apríl 2014

Sýningar sem eru opnar áfram eftir HönnunarMars

Hér má finna yfirlit yfir þær sýningar sem eru áfram opnar eftir HönnunarMars. Yfir hundrað spennandi viðburðir, sýningar og fyrirlestrar voru á dagskrá HönnunarMars í ár, svo hér gefst tækifæri að sjá hluta dagskrárinnar áfram. .
19. mars 2014

Nordic Fashion Biennale 2014

Viðburðurinn Nordic Fashion Biennale verður haldinn í Museum Angewandte Kunst í Frankfurt Þýskalandi dagana 21.mars - 22.júní 2014. Viðburðurinn samanstendur af ljósmyndum eftir ljósmyndarana Cooper og Gorfer, ásamt innsetningum eftir hönnuði frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Norræna húsið í Reykjavík er framleiðandi Nordic Fashion Biennale. .

eldri sýningar
yfirlit