Sýningar

22. apríl 2014

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands

Útskriftarsýning bakkalárnema í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild opnar laugardaginn 26. apríl kl. 14:00 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við hönnunar- og arkitúrdeild Listaháskóla Íslands verður fimmtudagainn 24. apríl kl. 18:00. .
12. apríl 2014

Fyrsta útskriftarsýning MA nema í hönnun og myndlist

Laugardaginn 12. apríl kl. 15:00 opnar fyrsta útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands í Gerðarsafni, Kópavogi. .
09. apríl 2014

Sýningar sem eru opnar áfram eftir HönnunarMars

Hér má finna yfirlit yfir þær sýningar sem eru áfram opnar eftir HönnunarMars. Yfir hundrað spennandi viðburðir, sýningar og fyrirlestrar voru á dagskrá HönnunarMars í ár, svo hér gefst tækifæri að sjá hluta dagskrárinnar áfram. .
19. mars 2014

Nordic Fashion Biennale 2014

Viðburðurinn Nordic Fashion Biennale verður haldinn í Museum Angewandte Kunst í Frankfurt Þýskalandi dagana 21.mars - 22.júní 2014. Viðburðurinn samanstendur af ljósmyndum eftir ljósmyndarana Cooper og Gorfer, ásamt innsetningum eftir hönnuði frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Norræna húsið í Reykjavík er framleiðandi Nordic Fashion Biennale. .
05. mars 2014

Tehús opnar í Spark Design Space

Tehús verður opið í Sparki frá 5. – 20. mars næstkomandi. Varla er hægt að tala um sér-íslenskt tehús en verkefnið er einmitt leit og mögulega hornsteinn að íslensku tehúsi. Hönnunarteymið Attikatti stendur að tehúsinu og 11 hönnuðir taka þátt í samsýningu tengdu tehúsinu. .
26. febrúar 2014

Sýningarlok í Spark Design Space á Scintilla speglum

Linda Árnadóttir fathönnuður og hönnuður Scintilla hefur hingað til lagt áherslu á textílvörur fyrir heimili en kynnir nú til sögunnar nýjan efnivið, spegla. Sýning á nýjum speglum Scintilla hefur staðiði í Sparks Design Space síðan 21. nóvember og verða sýningarlok á föstudaginn 28. febrúar. .
14. febrúar 2014

Sýning | Ull og Silfur

Bergrós Kjartansdóttir og Dýrfinna Torfadóttir opna sýningu á safnasvæðinu Görðum Akranesi laugardaginn 15. febrúar kl. 14. Þar sýnir Bergrós handprjónaðar flíkur sem hún hefur hannað og kynnir vef sinn tíbrá.is og Dýrfinna sýnir nýjustu skartgripalínuna sína. Sýningin stendur til og með 21. febrúar. .
06. febrúar 2014

Sýning | Ertu tilbúin frú forseti

Á sýningu Hönnunarsafns Íslands, Ertu tilbúin frú forseti? er sýndur fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996. Sýningin stendur frá 6. febrúar til 5. október 2014. .
20. janúar 2014

Norræn bókverk í Norræna húsinu

Hópur listamanna frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð sýnir bókverk í Norræna hússinu frá 25. janúar til 23. febrúar 2014. Verkin eru unnin út frá hugleiðingum um heimili og heimkynni. .
07. janúar 2014

Sýningin Approach opnar í Ráðhúsi Reykjavíkur

Föstudaginn 10. janúar kl. 17 mun sendiherra Noregs á Íslandi Dag Wernø Holter opna sýninguna Approach eða Nálgun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin er samsýning þriggja norskra listakvenna, þeirra Solveigar Ovanger, Ingridar Larssen og Cecilie Haaland. .
05. janúar 2014

Sýning | 12 draumar arkitekta

Finnska arkitektastofan friman.laaksonen arkkitehdit sýnir óframkvæmdar draumsýnir og verk í anddyri Norræna hússins frá 9. - 30. janúar 2014. Fimmtudaginn 9. janúar kl. 16:00 opnar sýningin og þá verður jafnframt haldinn fyrirlestur í tengslum við sýninguna. .
03. janúar 2014

Sýningarlok | Óvænt kynni

Nú fer hver að verða síðastur að skoða í Hönnunarsafni Íslands þann hluta íslenskrar hönnunarsögu sem hefst með innreið módernismans í íslenska híbýlamenningu upp úr 1930 og áhrifa hans fram yfir 1980. Síðasti sýningardagur er 5. janúar 2014. .
01. janúar 2014

Sýning á verkum Rúnu - Sigrúnar Guðjónsdóttur í Hafnarborg

Á sýningunni eru verk frá fjölbreyttum ferli listakonunnar Rúnu, elstu verkin eru frá því um 1950 en þau nýjustu frá þessu ári. Rúna er á meðal frumkvöðla íslenskrar leirlistar en hún tók að sér fjölbreytt hönnunarverkefni fyrir virt erlend hönnunarfyrirtæki eins og danska postulínsfyrirtækið Bing & Grøndahl. Sýningin hefur verið framlengd til 26. janúar. .
04. desember 2013

Jóladagatal Noræna hússins

Á hverju ári heldur Norræna húsið lifandi Jóladagatal. Á hverjum degi kl. 12.34 frá 1. desember - 23. desember, opnar Norræna húsið nýjan glugga á dagatalinu og gestir fá að njóta atriðis í sal Norræna hússins. .
04. desember 2013

Sýningaropnun | Paradigm - Viðmið

Laugardaginn 7. desember næstkomandi kl. 16:30 mun sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Wernø Holter opna sýningu á norsku samtímalisthandverki í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin stendur til 9. mars 2014. .
02. desember 2013

Sýning | Kærleikskúlan 2003-2013 í Hafnarborg

Á aðventunni er sýning á Kærleikskúlum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðraf frá árunum 2003-2013 í glugga Hafnarborgar sem snýr að Strandgötu. Þar gefst tækifæri til að skoða allar gerðir Kærleikskúlunnar frá upphafi, auk þess sem sýndar eru handmálaðar frumgerðir, vinnuteikningar og fleira sem gefur innsýn í hugmyndavinnu listamannanna. .
29. nóvember 2013

Brynjar Sigurðarson opnar sýningu í Galerie Kreo í París

Brynjar Sigurðarson opnaði sýningu í Galerie Kreo í París í gær, 28. nóvember. Sýningin stendur til 8 febrúar 2014. Sýningin ber yfirskriftina "the Scilence Village". .
19. nóvember 2013

Sýningaropnun | Speglar Scintilla

Linda Árnadóttir fathönnuður og hönnuður Scintilla hefur hingað til lagt áherslu á textílvörur fyrir heimili en kynnir nú til sögunnar nýjan efnivið, spegla. Sýning á nýjum speglum Scintilla opnar í Sparks Design Space fimmtudaginn 21. nóvember kl. 18 og stendur til 28. febrúar. .
19. nóvember 2013

Fjölskylduleiðsögn og smiðja | Stólaleikur í Hönnunarsafninu

Sunnudaginn 24. nóvember kl.14 - 15.30 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi hjá Hönnunarsafni Íslands, með fjölskylduleiðsögn um sýninguna Óvænt kynni. Börn, og fullorðnir sem fylgja þeim, fá frítt inn. Verið velkomin! .
14. nóvember 2013

Sýning | Að móta Evrópu: Byggingarlist í 25 ár - Mies van der Rohe verðlaunin 1988-2013

Afmælissýning Mies van der Rohe verðlaunanna opnar laugardaginn 16. nóvember í Hörpu í tilefni þess að Harpa hlaut verðlaunin í ár. Þar verða sýnd líkön sýnd af öllum byggingum sem hafa hlotið verðlaunin í gegnum árin. Sýningin stendur til 19. janúar 2014. .
08. nóvember 2013

Sýning á auglýsingum Rafskinnu í Gallerí Fold

Sýning á auglýsingum Rafskinnu opnaði 1. nóvember og stendur til 17. nóvember í Gallerí Fold. Auk sýningarinnar í Gallerí Fold verða myndirnar til sýnis á hundrað strætóskýlum víðs vegar um bæinn. Frummyndir og eftirprentanir auglýsinganna eru til sölu í Gallerí Fold. .
08. nóvember 2013

Sýningarleiðsögn | „Óvænt kynni“ í Hönnunarsafninu

Næstkomandi sunnudag 10. nóvember kl. 14:00 mun Arndís S. Árnadóttir ganga um sýninguna Óvænt kynni ásamt Þorbjörgu Þórðardóttur textíllistakonu, þar sem áhersla verður lögð á textílþrykk og Gallerí Langbrók. Arndís er sýningarstjóri sýningarinnar ásamt Elísabetu V. Ingvarsdóttur. .
07. nóvember 2013

Ný hugmyndasmiðja fyrir börn á Kjarvalsstöðum

Hugmyndasmiðja fyrir börn á öllum aldri verður opnuð á Kjarvalsstöðum, fimmtudaginn 7. nóvember kl. 16. Markmiðið með henni er að bæta enn frekar aðgengi og áhuga hjá yngri gestum safnsins. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er hugmyndasmiður og hönnuður að smiðjunni en þar er einnig veggverk eftir listamanninn Huginn Þór Arason. .
06. nóvember 2013

Handverk og Hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur

Fimmtudaginn 7. nóvember hefst sýningin Handverk og Hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta er í tíunda sinn sem sýningin er haldin en núna er sýningunni í fyrsta sinn skipt í tvo hluta vegna fjölda umsækjanda. Sýnendur eru 90 og mun helmingur þeirra kynna vörur sínar frá 7. – 11. nóvember og hinn helmingurinn frá 13. – 17. nóvember. .
01. nóvember 2013

Sýning | Dögg Guðmundsdóttir í Design Museum Danmark

Í gær, 31. október opnaði húsgagnasýning í Design Museum Danmark þar sem 42 húsgagnasmiðir og hönnuðir sýna nýjar hyrslur. Þeirra á meðal er Dögg Guðmundsdóttir vöru- og iðnhönnuður sem kynnir þar nýtt húsgagn sem hún vinnur í samstarfi við One Collection. .
01. nóvember 2013

Sýning | Glerlíffæri eftir Siggu Heimis

Sýning á glerlíffærum Siggu Heimis opaði í Designgarlleriet í Stokkhólmi í gær, 31. október og stendur til 15 nóvember. Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á líffæragjöfum. .
18. október 2013

Sýningarstjóraspjall | Óvænt kynni

Sunnudaginn 20. október kl. 14:00 verður Elísabet V. Ingvarsdóttir með leiðsögn og spjallar við gesti um sýninguna Óvænt kynni í Hönnunarsafni Íslands. Elísabet er sýningarstjóri sýningarinnar ásamt Arndísi S. Árnadóttur. Sýningin hefur verið framlengd til 5.janúar 2014. .
11. október 2013

Sýning | Veggspjöld eftir Sigga Eggertsson í Spark

Sýning Sigga Eggertssonar SKVÍS opnar 11. október kl. 20 í Spark Design Space, Klapparstíg 33 og stendur til 16. nóvember. Sýningin samanstendur af nýjum veggspjöldum eftir grafíska hönnuðinn Sigga Eggertsson. .
11. október 2013

Sýning | Shop Show í Form design Center í Malmö

Sýningin Shop Show opnar í Form design Center í Malmö þann 18.október og stendur til 26. Janúar 2014. Á sýningunni er samspilið á milli framleiðslu og neyslu skoðað en þátttakendur á sýningunni eru Hönnuðir frá öllum Norðurlöndunum. Íslensku hönnuðirnir í Hugdett og Vík Prónsdóttur taka þátt í sýningunni. .
10. október 2013

Sýning | Herberg Eðvaldssdóttir í Kirsuberjatrénu

Herborg Eðvaldsdóttir leirlistakona opnar sýningu í Kirsuberjatrénu á Vesturgötu í dag, fimmtudag 10. kl. 17.00. Þar sýnir hún vasa og skálar úr postulíni, ásamt útsaumsmyndum af nokkrum helstu fjöllum æskustöðvanna. Sýningin stendur til 22. október. .

eldri sýningar


yfirlit