3.5.2017

Handverk og hönnun í Ráðhúsinu 4.-7.maíHANDVERK OG HÖNNUN heldur stóra sýningu og kynningu á handverki, hönnun og listiðnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 4.-7.maí.

Í kynningu segir: „Fjölbreytnin ræður ríkjum á sýningunni og er gróskan mikil í íslensku handverki, hönnun og listiðnaði. Meðal þess sem hægt verður að skoða eru munir úr horni og beini, skartgripir, barnaföt, leir- og trémunir, leðurvörur, skór og fatnaður. Þessi sýning hefur verið afar vinsæl frá upphafi en hún var fyrst haldin árið 2006 enda er þetta einstakt tækifæri fyrir alla að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun á einum stað.“

Það eru listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir sem kynna vörur sínar á sýningunni.

Opnunartíminn

Fimmtudagur 4. maí kl. 12-19
Föstudagur 5. maí kl. 12-19
Laugardagur 6. maí kl. 12-19
Sunnudagur 7. maí kl. 12-18

Viðburður á Facebook
yfirlit