HÖNNUNARMARS 2009 | SKOÐUNARFERÐIR19. mars 2009

Alþingi | Opnar byggingar

28.03 kl.13:00 - 14:00 | Kirkjustræti, 101 Reykjavík

Sigurður Einarsson arkitekt segir frá.  Með fyrirvara um að verði þingfundur þennan dag fellur heimsókn niður.  Max. 40 manns – fyrstir koma fyrstir fá!
 
Nánari upplýsingar í síma 840 47 95

meira
18. mars 2009

Hjólandi arkitektar, skoðunarferð á reiðhjólum

28.03 kl.11:00 - 13:00 | Við Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötumegin, 101 Reykjavík

Hjólað um miðborgina undir leiðsögn Hörpu Stefánsdóttur arkitekts og félaga úr ÍFHK. Vegir reiðhjólsins sem samgöngutækis kannaðir. .
19. mars 2009

Hæstiréttur | Opnar byggingar

27.03 kl.13:00 - 14:00 | Við Arnarhól - við aðalinngang, 101 Reykjavík

Steve Christer arkitekt segir frá.  Max  50 manns – fyrstir koma fyrstir fá!
meira
20. mars 2009

Opnar geymslur | 10 ára starfsafmæli Hönnunarsafns Íslands

27.03 kl.12| 28.03 kl.14:00 - 16:00 | 29.03 kl.14:00 - 16:00 | Lyngás 7, 210 Garðabær

Starfsfólk Hönnunarsafnsins mun veita leiðsagnir um geymslur Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ, en þetta er í fyrsta sinn sem almenningi gefst kostur á að skoða geymslurnar okkar. Leiðsögnin mun varpa ljósi á vinnubrögð við innsöfnun hluta, fjallað verður um sögu nokkurra muna úr safneigninni og rætt hvaða hlutverki safnið gegnir innan íslenskrar safnaflóru, gagnvart miðlun og þekkingu á íslenskri hönnun. Kaffiveitingar í boði.

Nánari upplýsingar í síma 840 47 96 .
19. mars 2009

Reiðtúr með íshestum

29.03 kl.16:00 - 19:00 | Sörlaskeiði 26, 220 Hafnarfirði

Farið verður á hestum frá Hafnafirði yfir Heiðmörk að Vífilstöðum. Þar verður boðið upp á leiðsögn um bygginguna.

Arkitektafélagið mun standa fyrir reiðtúr um Heiðmörk  að Vífilstaðaspítala, þar sem leiðsögn um bygginguna tekur við.  Byggingin er teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni 1910.  Guðjón Magnússon arkitekt verður leiðtogi ferðarinnar.
Bókun fer fram hjá Helgu hjá Arkitektafélagi Íslands í s: 5511465  (alla virka daga frá 9-13 ) eða í tölvupósti ai@ai.is.
Farið verður frá Sörlaskeiði 26.
Nánari upplýsingar í síma 840 4797 meira
19. mars 2009

Reykjavík á láði | bátsferð

28.03 kl. 16:00 - 19:00 | Farið frá Ægisgarði, 101 Reykjavík

Leiðsögn: Baldur Ó. Svavarsson arkitekt. Siglt verður um hafið bláa eftir strandlengju höfuðborgarsvæðisins að höfn Hafnafjarðar laugardaginn 28. mars. Baldur Ó Svavarsson arkitekt verður leiðtogi ferðarinnar og mun upplýsa okkur um margt skemmtilegt og fróðlegt á leiðinni. 

Bókun fer fram hjá Helgu hjá Arkitektafélagi Íslands í s: 5511465  (alla virka daga frá 9-13) eða í tölvupósti ai@ai.is.
Áætlaður brottfaratími er  kl: 16.00  frá Eldingu í Ægisgarði og komutími  kl: 19:00. - Nánari upplýsingar í síma 840 47 97 .
19. mars 2009

Tónlistarhúsið | Opnar byggingar

27.03 kl. 15:00 - 16:00 | Við upplýsingaskiltið, Sæbraut, 101 Reykjavík

Osbjørn Jacobsen arkitekt segir frá. Max 30 manns – Fyrstir koma fyrstir fá! meira
23. mars 2009

Þjóðleikhúsið | Opnar byggingar

28.03 kl.11:00 - 12:00 | Hverfisgata 19 við aðalinngang, 101 Reykjavík

Vigdís Jakobsdóttir segir frá. Hámark 20 manns. .