HönnunarMars 2013 | Hönnuðir hittastSú nýbreytni hefur verið tekin upp í aðdraganda HönnunarMars 2013, að verkefnastjórafundirnir sem haldnir hafa verið undanfarin ár, eru nú opnir fyrir alla, sem hafa áhuga á að taka þátt í Marsinum. Fundunum er ætlað að vera gagnlegum hönnuðum og miðla hagnýtum upplýsingum um þátttöku í HönnunarMars, en jafnramt veita möguleika á nánari innsýn inn í það sem gerist bakvið tjöldin og tækifæri á að nýta sér HönnunarMarsinn enn betur.

Dagskrá vetrarins:
26. sept | Almennur kynningarfundur - HönnunarMars 2013
24. okt | Þátttaka í HönnunarMars - Undirtónninn 2013
14. nóv | Framsetning, PR og markaðsmál
9. jan | DesignMatch þátttaka og framkoma
30. jan | Vika í skil á efni í dagskrá, næstu skref, spurningar og svör
6. mars | Upptaktur að HönnunarMars
10. apríl | Endurmat HönnunarMars

Hönnuðir hittast á miðvikudögum þessa ofantalda daga, á Bergson,
Templarasundi 3, kl. 17:30-19:00