HönnunarMars 2014HönnunarMars fer fram í sjötta sinn dagana 27. - 30. mars 2014.

HönnunarMarsinn spannar vítt svið, allt frá helstu hönnuðum þjóðarinnar sem sýna hvað í þeim býr, til nýútskrifaðra hönnuða sem eru stíga sín fyrstu skref. Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum.

HönnunarMars 2014 hefst með DesignTalks á fimmtudeginum 27. mars, þar sem framúrskarandi erlendir hönnuðir og arkitektar veita innblástur með þekkingu sinni og reynslu. Á föstudeginum 28. mars verður kaupstefnumótið DesignMatch haldið í Norræna húsinu þar sem íslenskum hönnuðum gefst tækifæri á að hitta norræna kaupendur.

Frá opnun hátíðarinnar á fimmtudeginum fram á sunnudag eru sýningar hönnuða og arkitekta opnar. Búast má við yfir 100 viðburðum á dagskrá hátíðarinnar, þar af sýningar, fyrirlestrar og innsetningar. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir af íslenskum hönnuðum og arktitektum, en þátttendur hátíðarinnar telja um 400 ár hvert.

Samkvæmt könnun Capacent sóttu rúmlega 30.000 manns einn eða fleiri viðburð á HönnunarMars sem eru 10% þjóðarinnar. Jafnframt má geta þess að 95% þjóðarinnar þekkja vörumerkið HönnunarMars.

Á vefsíðunni honnunarmars.is verður hægt að finna allar upplýsingar um hátíðina auk dagskrárvefjar. Einnig er hægt fylgjast með fréttum á Facebook HönnunarMars.

Hafir þú áhuga á því að taka þátt í HönnunarMars 2014 hvetjum við þig til að mæta á fundina Hönnuðir hittast sem haldnir eru fyrsta miðvikudag í mánuði á Bergson Mathúsi kl. 17:30-19. Sá hópur er líka til á facebook, hægt að sækja um aðgang hér. Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar fyrirspurnir eru. Skráning viðburða er í fullum gangi og verður opið fyrir skráningar til 7. febrúar, skráningareyðublaðið má finna hér.

Sjáumst 27.-30. mars 2014!

Til að rifja upp hvað það var gaman síðast þá er hægt að horfa á myndband um HönnunarMars 2013 hér:

See you in DesignMarch 27-30.03, 2014 from Iceland Design Centre on Vimeo.


Image: DesignMarch opening 2013
Photographer: Hulda Sif