Um íslenska hönnun og arktitektúrHönnunarsafn Íslands safnar hönnunargripum og varðveitir þá til vitnisburðar um íslenska hönnunar- og listhandverkssögu. Hönnunarsafnið miðlar íslenskri og erlendri hönnunarsögu með sýningum, útgáfum og fræðslu fyrir almenning.

ÓVÆNT KYNNI - Innreið nútímans í íslenska hönnun | 7.06-13.10.2013
Á sumarsýningu Hönnunarsafns Íslands er sjónum beint að nokkrum þáttum í komu módernismans í íslenska híbýlamenningu frá því um 1930 og fram yfir 1980.

Á sýningunni má líta bæði vel þekkta hönnunargripi, einkum húsgögn sem öðlast hafa sess með þjóðinni sem tímamótaverk, en einnig óvænta hluti sem greina má jafnt í verkum nafnlausra smiða sem og framsækinna húsgagna- og textílhönnuða á síðustu öld.

Hönnunarsafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12 - 17.
Verslunin Kraum er opin á sama tíma og safnið.

Hönnunarsafn Íslands
Garðatorg 1, 210 Garðabær
sími: 512 1525
honnunarsafn@honnunarsafn.is