Okkar verkefni | Veggur HönnunarmiðstöðvarGrafíski hönnuðurinn Siggi Eggertsson var fenginn til að hanna vegglistaverk fyrir Hönnunarmiðstöð Íslands. SWR hópurinn málaði verkið á gafl húss Hönnunarmiðstöðvarinnar í Vonarstræti. Hér má sjá framvinduna!SWR hópurinn málaði verkið á gafl húss Hönnunarmiðstöðvarinnar í Vonarstræti föstudaginn 1. júní og sama dag var haldið opnunarteiti til að fagna verkinu og komandi sumri. Margir komu við og fylgdust með framvindu verksins í sólinni.Vegglistaverkið er áhugaverð viðbót við borgarrýmið í Reykjavík og kemur samtímis staðsetningu Hönnunarmiðstöðvarinnar á kortið. Reykjavík hefur getið sér góðs orðs á alþjóðlegum vettvangi götulistar, m.a. vegna verka eftir þekkta listamenn, hönnuði og arkitekta svo sem Söru Riel og Theresu Himmer.Siggi sótti innblástur í gömul íslensk frímerki en með því vildi hann undirstrika samskipti fólks. Það á vel við því Hönnunarmiðstöð styður og miðlar íslenskri hönnun með margvíslegum hætti.

Siggi Eggertsson, lærði grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist árið 2006. Hann hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum tengdum myndskreytingum, grafískri hönnun, leturgerð og hreyfimyndum fyrir viðskipavini á borð við Wallpaper, Wired, New York Times, Iceland Airwaves, Coca Cola, Nike, Nokia og Mulberry. Þetta er hins vegar fyrsta vegglistaverk hönnuðarins.Siggi gerði myndskreytingar HönnunarMarsins 2011 og vann nýverið samkeppni um einkennismynd Listahátíðar í Reykjavík 2012.
Fleiri myndir af vegglistaverkinu má sjá á bloggi Hönnunarmiðstöðvar hér.
Bestu þakkir fyrir málninguna, Slippfélagið!

www.siggieggertsson.com
www.slippfelagið.is
www.huldasif.is
blog.icelanddesign.is