11. apríl 2014

Opið fyrir umsóknir í hönnunarsjóð

Nú er opið fyrir umsóknir um Þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki og Markaðs- og kynningarstyrki hönnuarsjóðs. Umsóknarfrestur er til 15. apríl en einingis verður údeilt einu sinn á árinu í þessum styrkjarflokkum. Einnig er opið fyrir umsóknir um ferðastyrki, en ferðastyrkjum er úthlutað fjórum sinnum yfir árið. .
11. apríl 2014

Gestagangur í LHÍ | Boegli Kramp Architekten

Þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.00 heldur svissneski arkitektinn Adrian Kramp fyrirlestur sem hann nefnir Simply Complex, þar sem hann fjallar um verk arkitektastofunnar Boegli Kramp Architekten. Fyrirlesturinn er í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
10. apríl 2014

Fyrsta útskriftarsýning MA nema í hönnun og myndlist

Laugardaginn 12. apríl kl. 15:00 opnar fyrsta útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands í Gerðarsafni, Kópavogi. .
09. apríl 2014

Sýningar sem eru opnar áfram eftir HönnunarMars

Hér má finna yfirlit yfir þær sýningar sem eru áfram opnar eftir HönnunarMars. Yfir hundrað spennandi viðburðir, sýningar og fyrirlestrar voru á dagskrá HönnunarMars í ár, svo hér gefst tækifæri að sjá hluta dagskrárinnar áfram. .
04. apríl 2014

Fyrirlestraröð | Kraftur fjöldans: Orð í belg

Í kvöld, fimmtudag kl. 20:00 í Hafnarhúsinu heldur Nathan Woodhead, frá auglýsingastofunni The Brooklyn Brothers fyrirlestur. Nathan mun segja frá verkefnum Brooklyn Brothers og tala um sagnamennsku og samskipti á stafrænni öld, en á meðal verkefna stofunnar er herferðin Inspired by Iceland sem unnin hefur verið í samstarfi við Íslensku Auglýsingastofuna fyrir Íslandsstofu. .
03. apríl 2014

Kynningarfundur | Betri borgarbragur

Opinn kynningarfundur á verkefninu Betri borgarbragur verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 8. apríl 2014 kl. 16-18. Fundarstjóri er Egill Helgason. .
02. apríl 2014

Hönnuðir hittast | Endurmat á HönnunarMars 2014

Þátttakendum gefst tækifæri til að ræða saman og við skipuleggjendur hátíðarinnar um framkvæmdina, hvað gekk vel og hvað hefði mátt ganga betur. Endurmatsfundir líkt og þessir eru mikilvægir í þróun hátíðarinnar til framtíðar og þátttakendur og aðrir hönnuðir hvattir til að mæta. Sjáumst á Bergson Mathúsi, Templarasundi 3, miðvikudaginn 9. apríl kl. 17:30! .
01. apríl 2014

Takk fyrir þátttökuna á HönnunarMars!

HönnunarMars fór fram dagana 27. mars til 30 mars. Yfir hundrað spennandi viðburðir, sýningar og fyrirlestrar voru á dagskrá HönnunarMars í ár. Hátíðin kynnir íslenska hönnun og arkitektúr, atvinnugreinar sem spanna mjög vítt svið. Á HönnunarMars er efnt til stefnumóta milli hönnuða og annarra greina með sýningum, fyrirlestrum, málþingum, viðskiptafundum og gleði. .
26. mars 2014

Framkvæmdarsamkeppni | Viðey

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar í samráði við menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar efnir til opinnar framkvæmdasamkeppni um ferjuhús fyrir Viðeyjarferju á Skarfabakka og biðskýli úti í Viðey. Skilafrestur tillagna er til 19. maí. .
25. mars 2014

Samkeppni | Heildarskipulag Háskólasvæðisins

Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands efna til hugmyndasamkeppni um heildarskipulag fyrir Háskólasvæðið. Þátttakendur geta skilað inn heildarhugmyndum sínum að framtíðarskipulagi eða lagt hugmyndir inn í umræðuna um þetta þýðingarmikla verkefni. Frestur til að skila inn tillögum hefur verið framlengdur til 12. maí og er áætlað að niðurstaða dómnefndar liggi fyrir í byrjun júní. .
19. mars 2014

Verið velkomin á HönnunarMars!

HönnunarMars hefst í næstu viku og verður settur formlega fimmtudaginn 27. mars og stendur til sunnudagsin 30. mars. Dagskráin er nú aðgengileg á honnunarmars.is en prentaða dagskrárbókin fer í dreifingu um helgina og hægt er nálgast hana rafrænt hér. Gleðilegan HönnunarMars! .
19. mars 2014

Nordic Fashion Biennale 2014

Viðburðurinn Nordic Fashion Biennale verður haldinn í Museum Angewandte Kunst í Frankfurt Þýskalandi dagana 21.mars - 22.júní 2014. Viðburðurinn samanstendur af ljósmyndum eftir ljósmyndarana Cooper og Gorfer, ásamt innsetningum eftir hönnuði frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Norræna húsið í Reykjavík er framleiðandi Nordic Fashion Biennale. .
19. mars 2014

Pantið áhrifin á Satt Restaurant

Á Hönnunarmars opnar veitingastaðurinn Pantið áhrifin, á  Satt Restaurant (Icelandair Hotel Reykjavík Natura) þar sem gestir geta pantað sér mat út frá þeim áhrfinum sem maturinn hefur. Styrktu heilann, beinin eða hjartað! Verð fyrir þriggja rétta matseðil auk lystauka er 7.900 kr. .
19. mars 2014

Open Mic á HönnunarMars

Á sérstakri röð stuttra fyrirlestra, Open Mic, koma fram hönnuðir víðsvegar að og segja frá sér, starfi sínu og verkefnum. Fyrirlestrarnir fara fram í Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 28. mars kl. 13-16:45. Allir velkomnir! .
18. mars 2014

Lance Wyman heldur fyrirlestur í LHÍ

Fimmtudaginn 20. mars kl. 12.10 heldur grafíski hönnuðurinn Lance Wyman erindið A Design Career í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .

Fréttabréf 7. apríl 2014