30. maí 2016

Hönnunarmiðstöð Íslands flytur úr Vonarstrætinu

Við erum að flytja og komust ekki mikið að lyklaborðunum 30.–31. maí! .
30. maí 2016

26.5 milljónum úthlutað úr Hönnunarsjóði

Fimmtudaginn 26. maí, fór fram fyrsta stóra úthlutun Hönnunarsjóðs á árinu. 86 umsóknir bárust sjóðnum um hátt í 190 m.kr. en 18 verkefni voru styrkt um samanlagt 25 milljónir króna. Hæstu styrkirnir, 3.m.kr., hlutu Magnea Einarsdóttir og Hugdetta. .
18. maí 2016

Þriðja tölublað HA er komið út!

Þriðja tölublað HA, tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr, kemur út fimmtudaginn 12. maí. Í tilefni af því er haldið útgáfuhóf í Norr11, Hverfisgötu 18a, kl. 17.30. .
18. maí 2016

Aðalfundur Hönnunarmiðstöðvar og úthlutun úr Hönnunarsjóði

Aðalfundur Hönnunarmiðstöðvar Íslands verður haldinn á neðri hæðinni í Sjávarklasanum, fimmtudaginn 26. maí 2016 frá kl. 17:00-19:00. Þá fer einnig fram 2. úthlutun úr Hönnunarsjóði fyrir árið 2016. .
18. maí 2016

Hildur Yeoman sýnir á Listahátíð í Reykjavík

Hildur Yeoman sýnir á Listahátíð í Reykjavík í Lækningaminjasafninu, föstudaginn 3. júní, kl.20:00. Sýningin ber heitið Transcendence og er innsetning þar sem telft er saman hönnun, ljósmyndun og myndlist. .
18. maí 2016

Málþing um samhengi arkitektúrs og borgarrýma

Föstudaginn 20. maí, frá kl.12:10-13:00, verður haldið málþing á vegum Arkitektafélags Íslands og Listaháskóla Íslands um samhengi arkitektúrs og borgarrýma. Málþingið fer fram í Þverholti 11, Sal A. Frítt inn og allir velkomnir. .
17. maí 2016

Ert þú með góða hugmynd fyrir Menningarnótt 2016?

Auglýst er eftir áhugasömum og frumlegum hugmyndasmiðum til þess að fylla inn í viðburðalandslag Menningarnætur 2016, en hún verður haldin í 21. sinn þann 20. ágúst næstkomandi. .
17. maí 2016

Vorsýning hönnunarbrautar Tækniskólans

Nú stendur yfir vorsýning Hönnunarbrautar Tækniskólans og verður hún opin fram til 22. maí í aðalbyggingu skólans á Skólavörðuholti. .
12. maí 2016

Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Garðabæ

Garðabær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni / einkenni til að marka aðkomu að bænum. Boðið verður upp á kynningarfund um Garðabæ þann 13. apríl í Hönnunarsafni Íslands en skilafrestur tillagna er til 23. júní 2016. .
12. maí 2016

Vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík

Árleg vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík verður opnuð fimmtudaginn 12. maí í húsnæði skólans á 2. og 3. hæð í JL-húsinu, Hringbraut 121. .
06. maí 2016

SmallTalks | Sigga Heimis í Hörpu

Sigga Heimis verður með erindi á SmallTalks, fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands í samstarfi við Listaháskóla Íslands, mánudaginn 9. maí, kl. 20:00, í sal Kaldalón Hörpu. Yfirskrift fyrirlestursins er: „Hönnuðir + stór markaðsfyrirtæki (t.d. IKEA) = hórdómur eða velgengni?“ .
19. apríl 2016

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2016

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2016 opnar laugardaginn 23. apríl. Þar sýna nemendur á BA stigi í myndlistar og hönnunar- og arkitektúrdeild verk sín í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17. .
17. apríl 2016

Hönnunarsjóður | Opið fyrir umsóknir til 28. apríl

Opið er fyrir umsóknir um styrki til hönnunarsjóðs. Þetta er önnur úthlutun á árinu en umsóknarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 28.apríl. .
16. apríl 2016

Myndlistarskólinn auglýsir eftir deildarstjóra textíldeildar

Myndlistarskólinn í Reykjavík auglýsir 50% starf deildarstjóra textíldeildar laust til umsóknar. Umsóknir skulu vera skriflegar og þurfa að berast skrifstofu skólans fyrir kl. 17:00 mánudaginn 2. maí 2016. .
16. apríl 2016

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist

Fyrsti viðburður útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands 2016 er útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist. .