31. mars 2015

HA með í páskafríið

Vantar þig lesefni fyrir páskafríið? Þá er tilvalið að næla sér í fyrsta tölublað af HA sem kom út á HönnunarMars. Þar má finna áhugaverðar og fræðandi greinar um hönnun og arkitektúr sem varpa ljósi á gildi ólíkra hönnunargreina og er vettvangur fyrir faglega og gangrýna umræðu. Kynntu þér málið! .
31. mars 2015

Opið fyrir umsóknir í hönnunarsjóð

Opið er fyrir umsóknir um styrki hönnunarsjóðs. Þetta er önnur úthlutun á árinu en hægt er að sækja um þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 28. apríl og úthlutun verður í lok maí. .
31. mars 2015

Auglýst eftir umsóknum í minningarsjóð Guðjóns Samúelssonar

Minningarsjóður dr. Phil. húsameistara Guðjóns Samúelssonar auglýsir eftir umsóknum um styrkveitingar úr sjóðnum. .
25. mars 2015

Sigga Heimis og Studio Granda hlutu menningarverðlaun DV

Sigga Heimis og Studio Granda hlutu menningarverðlaun DV fyrir hönnun og arkitektúr árið 2014. Þetta er í 36. skipti sem verðlaunin eru afhent, en þau eru veitt árlega fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu. .
19. mars 2015

Sýningar sem eru enn í gangi eftir HönnunarMars

Aldrei hafa fleiri viðburðir verið skráðir í dagskrá en á Hönnunarmars 2015 og aldrei hefur veðrið verið verra. Ef þú náðir ekki að komst yfir alla dagskránna þá eru hér nokkrar sýningar sem standa ennþá opnar eftir HönnunarMars. .
19. mars 2015

Takk fyrir þátttökuna á HönnunarMars!

HönnunarMars fór fram dagana 12.-15. mars. Um hundrað og þrjátíu spennandi viðburðir, sýningar og fyrirlestrar voru á dagskrá HönnunarMars. Hátíðin kynnir íslenska hönnun og arkitektúr, atvinnugreinar sem spanna vítt svið. .
19. mars 2015

Hönnunarverðlaun Íslands hlutu verðlaun á FÍT 2015

Hönnunarverðlaun Íslands hlutu viðurkenningu á FÍT verðlaununum 2015, sem voru afhent við hátíðlega athöfn þann 11. mars á KEX hostel. FÍT verðlaunin eru fagverðlaun íslenskra teiknara þar sem verðlaun og viðurkenningar eru veitt árlega fyrir þau verk sem þykja skara fram úr. .
09. mars 2015

Nýtt tímarit um hönnun og arkitektúr kemur út á HönnunarMars

Nýtt tímarit um hönnun og arkitektúr kemur út í fyrsta sinn á HönnunarMars 2015. Tímaritið ber nafnið HA og er gefið út af níu fagfélögum undir formerkjum Hönnunarmiðstöðvar Íslands, en því er ætlað að kynna og sýna fram á mikilvægi góðrar hönnunar. .
09. mars 2015

Opnunarhátíð HönnunarMars í Hörpu

Hönnunarmars verður settur í sjöunda sinn, fimmtudaginn 12. mars klukkan 18:00 á jarðhæð Hörpu. Við sama tilefni opna þrír íslenskir hönnuðir sýningu í Epal, Hörpu. .
09. mars 2015

Ögrun og fantasía á DesignTalks

DesignTalks fyrirlestadagur HönnunarMars markar upphaf hátíðarinnar, líkt og undanfarin ár. Einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta flytja erindi undir yfirskriftinni Play Away. Þar verður leikur skoðaður í víðu samhengi út frá mikilvægi hans í hönnun og nýsköpun. .
09. mars 2015

Hönnunarverðlaun Grapevine afhent í fimmta sinn

Hönnunarverðlaun Grapevine voru afhent í fimmta sinn, föstudaginn 6. mars síðastliðinn. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum; Fatahönnun ársins, Vara ársins, Verkefni ársins og Vörulína ársins. .
03. mars 2015

Sveitaball, Sigga Heimis, Float og fleira í dagskrá HönnunarMars

Mikil tilhlökkun er fyrir að birta fjölbreytta dagskrá HönnunarMars 2015, en von er á henni í næstu viku. Ljóst er að þema DesignTalks, fyrirlestradags HönnunarMars, sem er PlayAway hafi smitast yfir á hátíðina enda leikur og leikgleði einkennandi fyrir viðburði. .
02. mars 2015

Hugmyndasamkeppni um skipulag Efstaleitis

Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg auglýsa eftir þátttakendum í forvali fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. .
24. febrúar 2015

Einkenni HönnunarMars 2015

Við sköpun einkennis HönnunarMars 2015 var sóttur innblástur í staðsetningu og líflegt mannlíf viðburðarins. Reykjavík í fullum skrúða HönnunarMars er túlkuð með einföldum teikningum af hinum ýmsu kennileitum borgarinnar og iðar hún af lífi með fjölbreytilegri mannflóri. .
23. febrúar 2015

Tvö íslensk verkefni tilefnd til Mies van der Rohe verðlaunanna

Listi með þeim 40 verkum sem komast áfram og enn eiga möguleika á að verða valin til að hljóta þau eftirsóttu verðlaun sem kennd eru við þýska arkitektinn Mies van der Rohe var birtur í vikunni – þar af eru tvö íslensk. .