20. október 2014

Kallað er eftir tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands 2014

Kallað er eftir tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands, en opið er fyrir tilnefningar til miðnættis föstudaginn 24. október. Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands. Tilgangur þeirra er að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs ásamt því að veita hönnuðum/arkitektum hvatningu og viðurkenningu fyrir vel unnin störf. .
20. október 2014

Bók um hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi

Hörgull í allsnægtum - Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi, er ný bók um arkitektúr sem kemur út á dögunum. Bókin er gefin út á ensku en í henni má finna greinar eftir hina ýmsu fræðimenn, listamenn, arkitekta og aðgerðasinna. Aðalritstjóri bókarinnar er Arna Mathiesen, arkitekt, en hún kemur til með að kynna bókina í Listaháskóla Íslands í hádeginu föstudaginn 24.október. .
17. október 2014

Landmótun fagnar 20 ára starfsafmæli

Þann 15. september var Landmótun 20 ára. Landmótun hefur starfað sem ráðgjafastofa frá því að hún var stofnuð 1994 og verið í stöðugri þróun. Stofan hefur ávallt leitast við að vera í fararbroddi við að færa út verksvið landslagsarkitektúrs og skipulagsfræða. Af tilefni afmælisins gefur Landmótun út bókina, Að móta land í 20 ár. .
16. október 2014

Svör við fyrirspurnum vegna samkeppni um jafnlaunamerki

Hér má finna svör við þeim fyrirspurnum sem hafa borist á samkeppni@honnunarmidstod.is, vegna samkeppni um hönnun á nýju jafnlaunamerki. Hægt var að senda fyrirspurnir fyrir 14. október, en nú er sá frestur liðinn. Samkeppnin er opin öllum en veitt verða ein verðlaun að upphæð 1.000.000 kr. fyrir bestu tillöguna. .
15. október 2014

Frumvarp um breytingar á tollalögum fyrir hönnuði

Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að einfalda tollalög þannig að hönnuðir þurfi ekki að borga há gjöld vegna sýnishorna eða frumgerða sem þeir fá send að utan. Frumvarpið er unnið út frá leiðbeiningariti um tollun frumgerða og sýnishorna sem kom út á vegum Hönnunarmiðstöðvar í maí 2014. .
15. október 2014

Tulipop leitar að verkefnastjóra

Tulipop stækkar við sig og leitar því að öflugum verkefnastjóra í fullt starf til að sinna fjölbreyttum og skapandi verkefnum. Umsóknir skal senda á job@tulipop.com fyrir 26. október næstkomandi. .
15. október 2014

Íslenskir gullsmiðir fagna 90 ára afmæli félagsins

Laugardaginn 18. október opnar sýningin Prýði í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er haldin í tilefni af 90 ára afmæli Félags íslenskra gullsmiða, en þar verða gripir eftir 40 gullsmiði sem gefnar voru frjálsar hendur að smíða fyrir sýninguna eða velja úr eigin safni. .
13. október 2014

Kallað eftir tillögum fyrir Hugarflug 2015

Hugarflug verður haldið í fjórða sinn föstudaginn 20. febrúar 2015. Ráðstefnan er mikilvægur liður í uppbyggingu þekkingar á fræðasviði lista, en áhersla er lögð á að draga fram þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun rannsókna á sviðinu. .
09. október 2014

Hönnun úr rekaviði

Næsta sumar stendur til að halda hönnunarsýningu í Síldarverksmiðjunni í Djúpavík á Ströndum, þar sem áherslan verður á hönnun úr rekaviði. Kallað er eftir áhugaverðri og nýlegri hönnun þar sem viðurinn er notaður. Sýningarstjórar eru þær Dóra Hansen og Elísabet V. Ingvarsdóttir, en þær óska eftir að komast í samband við hönnuði sem vinna með rekavið í hönnun sinn. .
08. október 2014

Samkeppni um jafnlaunamerki

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og Hönnunarmiðstöð Íslands standa fyrir samkeppni um hönnun á nýju einkennismerki, jafnlaunamerki fyrir vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012. Samkeppnin er öllum opin en veitt verða ein verðlaun að upphæð 1.000.000 kr. fyrir bestu tillöguna. Skilafrestur tilagna er til kl. 12:00, 5. nóvember 2014. .
08. október 2014

Hönnunarmiðstöð kynnir Hönnunarverðlaun Íslands

Hönnunarverðlaun Íslands verða afhent í fyrsta sinn í nóvember næstkomandi. Tilgangur þeirra er að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs ásamt því að veita hönnuðum/arkitektum hvatningu og viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Opnað verður fyrir tilnefningar að miðnætti þann 1.október. .
08. október 2014

Skapandi samsláttur á You Are In Control í ár

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control fer fram í sjöunda sinn í Reykjavík dagana 3.–4. nóvember. Ráðstefnan er haldin í Bíó Paradís og er þemað í ár Creative Synergy eða skapandi samsláttur. .
07. október 2014

Garðar Eyjólfsson á alþjóðlegri samsýningu í Ástralíu

Garðar Eyjólfsson, vöruhönnuður, er meðal þátttakanda í Burst Open, alþjóðlegri samsýningu, sem haldin er í Brisbane, Ástralíu. Þar vinna þátttakendur undir formerkjum „Open design,“ sem er sístækkandi hugtak í hönnunarheiminum. Þýðir að hönnuðir deila öllum verkferlum, gögnum og aðferðum á opnum vefrænum vettvangi. .
07. október 2014

Morgunfundur um fjárfestingar í skapandi greinum

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og KreaNord Investor í samstarfi við Creative Business Cup og Enterprice Europe Network bjóða til morgunfundar um fjárfestingar í skapandi greinum. .
06. október 2014

Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki

Hönnunarsjóður auglýsti í þriðja sinn í ár eftir umsóknum um ferðastyrk í ágúst sl. og lauk umsóknarfresti 1. september. 33 umsóknir bárust sjóðnum um ríflega 46 ferðastyrki. Nú hefur aftur verið opnað fyrir umsóknir um ferðastyrki hönnunarsjóðs og er þetta fjórða og síðasta úthlutun á árinu 2014. Hægt verður að sækja um í þessari atrennu til 1. nóvember. .