22. janúar 2015

Hefja sambúð á Stockholm Design Week 2015

Íslenskir og finnskir hönnuðir rugla saman reytum og hefja sambúð á hönnunarvikunni í Stokkhólmi sem haldin er í byrjun febrúar 2015. Flutt verður í fallega íbúð í miðborg Stokkhólms, sem verður í senn sýningar- og viðburðarrými. .
21. janúar 2015

Handverk og hönnun haldin í 13. sinn – opið fyrir umsóknir

Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur verður haldin í þrettánda sinn í maí n.k. Á sýningunni er handverk, hönnun og listiðnaður í öndvegi og er áhuginn og aðsóknin mjög mikil. Haldnar eru tvær sýningar á ári, um miðjan maí og í byrjun nóvember. .
21. janúar 2015

Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki

Frestur til að senda inn umsóknir um fyrstu úthlutun hönnunarsjóðs um ferðastyrk fyrir árið 2015 rennur út 3.febrúar. Ferðastyrkirnir eru ætlaðir hönnuðum og arkitektum til að auka möguleika á að taka þátt í erlendum samstarfs- og kynningarverkefnum, sýningum, viðburðum, ráðstefnum og viðskiptastefnumótum. .
21. janúar 2015

Fyrirlestur | Dr. Harpa Stefánsdóttir um ánægjulegar hjólreiðar

Föstudaginn 23. janúar klukkan 16.00 flytur Dr. Harpa Stefándsdóttir arkitekt FAÍ, fyrirlestur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur undir yfirskriftinni; Ánægjulegar samgönguhljólreiðar – borgarrými og gildi fegurðarupplifunar. .
20. janúar 2015

Or Type opnar nýjan vef í Mengi

Or Type opnar nýjan vef miðvikudaginn 21. janúar kl.20 í Mengi, Óðinsgötu 2. Or Type er fyrsta og eina sérhæfða leturútgáfa Íslands. Hún var formlega opnuð með sýningu á HönnunarMars 2013, en það eru Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund Brunse sem standa á bakvið útgáfuna. .
19. janúar 2015

Opnunarhátíð Gulleggsins 2015

Opnunarhátíð Gulleggsins 2015 fer fram í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 22. janúar og hefst kl.18:00. Tilkynnt verður um fjölda hugmynda en í fyrra bárust 377 hugmyndir og stóðu um 700 einstaklingar á bak við þær. .
17. janúar 2015

Jessica Walsh hjá Sagmeister & Walsh á HönnunarMars

Jessica Walsh, annar eigandi hönnunarskrifstofunnar Sagmeister & Walsh verður meðal fyrirlesara á DesignTalks fyrirlestrardegi HönnunarMars sem haldinn verður í Reykjavík frá 12. til 15. mars næstkomandi. .
16. janúar 2015

Sýning | Borgarmynd opnar í SPARK

Borgarmynd opnar sýningu í SPARK, Föstudaginn 16. janúar kl.17.00. Borgarmynd eru þeir Snorri Þór Tryggvason, Pétur Stefánsson og Snorri Eldjárn Snorrason en þeir hafa síðustu fjögur ár gefið út fallegt og skemmtilegt handteiknað kort af Reykjavík. .
16. janúar 2015

Fyrirlestraröð | Skref fyrir skref

Nick Stillwell og Regas Woods notendur, ásamt Agli Sveinbirni Egilssyni yfirhönnuði hjá Össuri fjalla um hönnun og vöruþróun stoðtækja frá Össuri. .
15. janúar 2015

SPARK sýnir íslenska hönnun í Berlín

Spark kynnir í samstarfi við Íslenska sendiráðið í Berlín fjögur íslensk hönnunarverkefni í Felleshus í Berlín frá 30. janúar - 10. apríl. .
14. janúar 2015

Glefsur úr dagskrá HönnunarMars 2015

Það stefnir í mjög flotta hátíð í ár en þemað er leikur í orðsins víðustu merkingu eða „PlayAway“. Íslenskir hönnuðir og arkitektar bera þungann af hátíðinni, líkt og endranær og ber dagskráin keim af þeim taumlausa sköpunarkrafti sem einkennir íslenskt samfélag. .
14. janúar 2015

Vantar þig sýningarstað á HönnunarMars?

Hornsílið á Sjóminjasafninu, Hannesarholt, sýningarsalurinn Eiðistorgi og Reykjavik Treasure gistiheimili eru meðal þeirra sýningarstaða sem bjóðast hönnuðum og arkitektum til sýninga eða viðburða á HönnunarMars. .
14. janúar 2015

Óska eftir tillögum að Bleiku slaufunni 2015

Félag íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélag Íslands óska eftir tillögum að hönnun og útliti Bleiku slaufunnar 2015. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum, er þetta í fjórða sinn sem efnt er til samkeppni. .
13. janúar 2015

Prýði | Gengið með gullsmiðum

Sunnudaginn 18. janúar kl.14 munu gullmsiðirnir Þorbergur Halldórsson og Ásmundur Kristjánsson ganga um yfirstandandi sýningar Hönnunarsafnsins í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns. Í spjalli þeirra verður fjallað sérstaklega um smíði hinnar íslensku fálkaorðu og orðusafn frú Vigdísar Finnbogadóttur skoðað. .
12. janúar 2015

Hver verða trendin á nýju ári?

Hvaða trend verða ráðandi á árinu 2015? Leitast verður við að svara þessari spurningu ásamt fjölda annarra á ráðstefnunni ÍMARK spáin 2015 sem haldin verður fimmtudaginn 15. janúar næstkomandi. .