17. júlí 2014

Sumarlokun Hönnunarmiðstöðvar

Hönnunarmiðstöðin verður lokuð frá og með 21. júlí til 5. ágúst 2014. Sumarkveðjur til ykkar allra frá starfsfólki Hönnunarmiðstöðvar. .
14. júlí 2014

Opið fyrir umsóknir um ferðastyrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um ferðastyrki hönnunarsjóðs og hægt er að sækja um í þessari atrennu til 1. september. Ferðastyrkirnir eru ætlaðir hönnuðum og arkitektum til að auka möguleika þeirra á að taka þátt í erlendum samstarfs- og kynningarverkefnum, sýningum, viðburðum, ráðstefnum og viðskiptastefnumótum. Hver ferðastyrkur nemur 100.000 krónum. .
14. júlí 2014

Óskað er eftir innsendum greinum í Mænu

Mæna er ritrýnt tímarit um grafíska hönnun á Íslandi, gefið út bæði í prentaðri og rafrænni útgáfu af Listaháskóla Íslands. Nú er óskað eftir greinum vegna næstu útgáfu, í mars 2015, en skilafrestur á innsendum greinum er 22. september 2014. Þemað að þessu sinni er kerfi. .
14. júlí 2014

Ráðstefnan Arts & Audiences í Hörpu í október

Norræna ráðstefnan Arts & Audiences verður haldin í Hörpu 20. og 21. október 2014, í fyrsta sinn á Íslandi en áður hafa þær verið haldnar í Bergen, Stokkhólmi og Helsinki. Að þessu sinni verður sjónum sérstaklega beint að stafrænum miðlunar- og sköpunarleiðum. Forsölumiða er hægt að kaupa til og með 15. júlí. .
10. júlí 2014

Leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti?

Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 13. júlí nk. Í tilefni dagsins verður ókeypis aðgangur í Hönnunarsafni Íslands og kl. 14 verður Ástríður Magnúsdóttir með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands. .
08. júlí 2014

Nýtt starfsfólk í Hönnunarmiðstöð

Þrír nýir starfsmenn hefja störf Hönnunarmiðstöð í ágúst. Um er að ræða stöðu verkefnastjóra í Hönnunarmiðstöð, verkefnastjóra HönnunarMars og ritstjóra nýs tímarits um hönnun og arkitektúr. .
02. júlí 2014

Verk Söru Riel afhjúpað í Breiðholti

Listasafn Reykjavíkur býður íbúum í Breiðholti og öðrum borgarbúum á formlega afhjúpun á vegglistarverkinu Fjöðrinni eftir Söru Riel sem er á fjölbýlishúsinu Asparfelli 2-12 laugardaginn 5. júlí kl. 15. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson afhjúpar verkið. .
02. júlí 2014

Listamannaíbúðir í Vín 2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um listamannaíbúðir/dvöl í Vín á næsta ári 2015 í 1-3 mánuði á vegum KulturKontakt Austria. Umsækjendur þurfa að vera undir fertuga og starfa á sviðum lista eða hönnunar. .
02. júlí 2014

Verkefnastyrkir Creative Europe

Frestur til að skila inn umsóknum vegna samstarfsverkefna í menningarflokki Creative Europe er 1. október nk. Minnst 3 lönd þurfa að vera í samstarfi um verkefni og geta verkefnin gengið þvert á listgreinar. .
01. júlí 2014

Ný námslína fyrir hönnuði og arkitekta í HR

Ný námslína fyrir hönnuði og arkitekta sem vilja byggja upp eða auka við viðskiptalegan grunn sinn hefst 18. september í Háskólanum í Reykjavík og stendur námskeiðið til 18. nóvember 2014. Kennt er tvisvar í viku frá kl. 17:15-20:15. Hönnuðum og arkitektum býðst 15% afsláttur af námskeiðsgjöldum. .
01. júlí 2014

Leynivopnið hlýtur silfurverðlaun í hönnunarkeppni Graphis

Hönnunarstofan Leynivopnið hlýtur silfurverðlaun í hönnunarkeppni Graphis, Design Annual 2015. Verðlaunin eru fyrir merki sem hannað var fyrir Systrasamlagið sem er heilsuhof á Seltjarnarnesi, rekið af tveimur systrum, sem bjóða upp á heilsusamlegt góðgæti. .
30. júní 2014

Hugmyndasamkeppni um Landmannalaugar

Sveitarfélagið Rangárþing ytra efnir til forvals fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Landmannalaugasvæðisins, í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Valdir verða 3-4 hópar til þátttöku sem fá greitt fyrir tillögurnar sínar. Umsóknarfrestur fyrir forvalið er 10. júlí en áætluð skil í samkeppnina eru um miðjan nóvember. .
30. júní 2014

Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2014

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna fyrir verkefni sem unnin eru á árinu 2014. Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa allir myndhöfundar. Umsóknarfrestur rennur út 18. ágúst 2014. .
24. júní 2014

Sýningin URBAN SPACE / BORGARLANDSLAG opnar í Spark

Á sýningunni verða sýnd fimmtíu kort af höfuðborgum Evrópu sem arkitektinn Paolo Gianfrancesco hefur útfært. Kortin eru byggð á gögnum úr svokölluðu Open Street Map. Open Street Map (OSM) er opið samstarfsverkefni á netinu sem á uppruna sinn í hugmynd um að útbúa lifandi kort af heiminum sem notandinn getur breytt sjálfur. Sýningin opnar fimmtudaginn 3.júlí og stendur til 26. september 2014. .
24. júní 2014

Hátíðin Play Nordic í Felleshus í Berlín

Play Nordic er þriggja mánaða hátíð sem kynnir tónlist og hönnun frá Norðurlöndunum. Hátíðin er haldin í húsi sendiráða Norðurlandanna í Berlín, Felleshús. Hátíðin hefst 4. júlí og stendur til 5. október 2014. .