Pétur Arnar Kristinsson

Pétur Arnar Kristinsson útskrifaðist frá École Nationale Supérieure d´Architecture de Paris-la-Villette (ENSAPLV) arkitektaskólanum í París vorið 2019. Hann hefur einkum hannað viðbyggingar fyrir einstaklinga hérlendis og í námslandi sínu, Frakklandi, en verið ötull tillögusmiður um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, skipulag Vatnsmýrarinnar og nýja LSH svo eitthvað sé nefnt. Einkunnarorð: “Lifum í núinu – byggjum til framtíðar - í sátt við sögu og samhengi”.