Pétur Arnar Kristinsson
Pétur Arnar Kristinsson útskrifaðist frá École Nationale Supérieure
d´Architecture de Paris-la-Villette (ENSAPLV) arkitektaskólanum í París vorið 2019.
Hann hefur einkum hannað viðbyggingar fyrir einstaklinga hérlendis og í námslandi sínu, Frakklandi, en verið ötull tillögusmiður um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, skipulag Vatnsmýrarinnar og nýja LSH svo eitthvað sé nefnt. Einkunnarorð: “Lifum í núinu – byggjum til framtíðar - í sátt við sögu og samhengi”.
Viðbygging í smíðum á Álftanesi. Hjónaherbergi, fataherbergi og bað. Þarna er leitast við að hámarka birtuaðföng og sjávarsýn. Nútímanálgun með virðingu fyrir því sem fyrir er, sbr. (ný)klæðning eldri hlutans sem “faðmar” þann nýja.
2 Viðbyggingar í Frakklandi og stækkun sumarbústaðar að Eyri í Kjósahreppi sem breytt var í heilsársbústað með endurhönnuðu innrými..
Efstur er sumarskáli í Caisnes, í miðið er viðbótarhæð í La Courneuve.
Tillaga um Nýjan LHÍ í nýju hverfi í Vatnsmýrinni. Þetta var útskriftarverkefni, með áðurritaða mastersritgerð um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar til grundbvallar og tillögu að Borgarlínu gegnum 102, frá Keflavík til Sundahanfar
..Eldri tillaga um Vatnsmýrina/Reykjavíkurflugvöll.
Réttsælis frá efra horni vinstri: 1 samkeppni um útlit A320 véla WOWair (2010), 2-3 Bolli, 4 “Tilbrigði við "hurð"”, 5 “Taflborð fyrir tapsára” (“UnbeaTable”), 6 “Öskubakki fyrir reyklausa”