Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar 2021

15. febrúar 2021

Aðalfundur Arkitektafélags Íslands fyrir árið 2020 verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar nk. milli kl. 17.00-19.00. Vegna aðstæðna í samfélaginu verður fundinn haldinn sem fjarfundur. Hlekkur á sjálfan fundinn verður sendur á félagsmenn þegar nær dregur.

Dagskrá aðalfundar:

  • Skýrslur stjórnar og nefnda.
  • Endurskoðaðir reikningar félagsins, ávöxtun sjóða, rekstraráætlun og árgjald.
  • Kosningar í stjórn, ráð og nefndir skv 12. og 15. gr. félagslaga.
  • Önnur mál.

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir viðstaddir fullgildir félagsmenn sbr. þó 23. gr. laga AÍ.

Frekari upplýsingar um framboð til nefnda og tillögur að lagabreytingum munu berast fljótlega til félagsmanna.

Félagar eru hvattir til að mæta. Hlökkum til að sjá ykkur!

Formlegt boð á fundinn barst öllum félagsmönnum með tölvupósti 10. febrúar síðastliðinn.

Ársreikningur AÍ 2020

Stjórn Arkitektafélags Íslands

Dagsetning
15. febrúar 2021
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr
  • Aðalfundur